Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 19. ágúst 2025 08:46 Maðurinn fannst illa haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar. Vísir/Anton Brink Maður sem hafði réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu svokallaða játaði að hafa stolið riffli nokkrum dögum áður en atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað. Lögregla taldi að til hafi staðið að nota vopnið í tengslum við Gufunesmálið. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í lok marsmánaðar, en hefur fyrst nú verið birtur opinberlega. Í málinu eru fimmmenningar ákærðir, þar af þrír fyrir manndráp, frelsissviptingu, og rán og einn fyrir hlutdeild í því. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Maðurinn sem játaði að hafa stolið riflinum er ekki einn þeirra ákærðu. Þjófnaðurinn fimmtán dögum áður Í úrskurði héraðsdóms segir að í lok febrúar, um fimmtán dögum áður en rannsóknin á Gufunesmálinu hófst, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað. Í henni sagði að umræddur maður hafi komið inn í verslunina og síðar sama dag hefði eigandi hennar komist að því að einn riffill væri horfinn úr versluninni. Tveimur dögum síðar var maðurinn handtekinn ásamt öðrum mönnum sem eru sagðir eiga sér sögu hjá lögreglu. Maðurinn sagði að riffillinn væri undir framsæti bíls hans. Lögreglan mun hafa fundið byssuna þar en þá var búið að bæta við hana hljóðdeyfi og fæti. Maðurinn var handtekinn og í skýrslutöku játaði maðurinn þjófnaðinn. Við handtökuna lagði lögreglan hald á farsíma mannsins. Vildi ekki veita aðgang að símanum vegna gamalla afbrota Maðurinn fékk síðan réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu þegar það kom upp og var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þess. Lögreglan vildi þá fá aðgang að síma mannsins sem neitaði því og vildi meina að í honum væru að finna persónulegar upplýsingar. Síðar mun hann hafa breytt framburði sínum sagt að hann vildi ekki að lögregla gæti séð atriði sem þar væru að finna sem sýndu að hann hefði brotið af sér. Þá er hann sagður hafa ýtt „sérstaklega á eftir því“ að umrætt mál yrði afgreitt sem hefðbundinn þjófnaður. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann kunni að hafa átt sér samverkamenn við þjófnaðinn á skotvopninu. Þá telji lögregla líklegt að hann hafi með einum eða öðrum hætti ætlað að nota skotvopnið í tengslum við Gufunesmálið. Umræddur úrskurður varðaði það hvort lögreglan myndi fá heimild til að rannsaka innihald síma mannsins. Héraðsdómur féllst á það og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Skotvopn Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í lok marsmánaðar, en hefur fyrst nú verið birtur opinberlega. Í málinu eru fimmmenningar ákærðir, þar af þrír fyrir manndráp, frelsissviptingu, og rán og einn fyrir hlutdeild í því. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Maðurinn sem játaði að hafa stolið riflinum er ekki einn þeirra ákærðu. Þjófnaðurinn fimmtán dögum áður Í úrskurði héraðsdóms segir að í lok febrúar, um fimmtán dögum áður en rannsóknin á Gufunesmálinu hófst, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað. Í henni sagði að umræddur maður hafi komið inn í verslunina og síðar sama dag hefði eigandi hennar komist að því að einn riffill væri horfinn úr versluninni. Tveimur dögum síðar var maðurinn handtekinn ásamt öðrum mönnum sem eru sagðir eiga sér sögu hjá lögreglu. Maðurinn sagði að riffillinn væri undir framsæti bíls hans. Lögreglan mun hafa fundið byssuna þar en þá var búið að bæta við hana hljóðdeyfi og fæti. Maðurinn var handtekinn og í skýrslutöku játaði maðurinn þjófnaðinn. Við handtökuna lagði lögreglan hald á farsíma mannsins. Vildi ekki veita aðgang að símanum vegna gamalla afbrota Maðurinn fékk síðan réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu þegar það kom upp og var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þess. Lögreglan vildi þá fá aðgang að síma mannsins sem neitaði því og vildi meina að í honum væru að finna persónulegar upplýsingar. Síðar mun hann hafa breytt framburði sínum sagt að hann vildi ekki að lögregla gæti séð atriði sem þar væru að finna sem sýndu að hann hefði brotið af sér. Þá er hann sagður hafa ýtt „sérstaklega á eftir því“ að umrætt mál yrði afgreitt sem hefðbundinn þjófnaður. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann kunni að hafa átt sér samverkamenn við þjófnaðinn á skotvopninu. Þá telji lögregla líklegt að hann hafi með einum eða öðrum hætti ætlað að nota skotvopnið í tengslum við Gufunesmálið. Umræddur úrskurður varðaði það hvort lögreglan myndi fá heimild til að rannsaka innihald síma mannsins. Héraðsdómur féllst á það og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Skotvopn Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira