Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Agnar Már Másson skrifar 16. ágúst 2025 13:18 Fjölmiðlanefnd sektaði Símann í gær fyrir að auglýsa ókeypis veðmálasíðu á vettvangi sínum. Samsett mynd/Sýn/Getty Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. Greint var frá því á Vísi í gær að fjölmiðlanefnd hefði sektað Símann um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna viðbrögðum Fjölmiðlanefndar en Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtakanna, vill sjá stjórnvöld stíga fastar til jarðar. Veðmálasíðan sem um ræðir nefnist Rizk.fun og er ókeypis útgáfa af erlendu veðmálasíðunni Rizk.com. Alma segir þetta sýna hvað fyrirtæki eru tilbúin að ganga langt til að auglýsa sig. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki eins og að auglýsa áfengislausar veigar. „Þetta er náttúrulega ekki eins og áfengislaus bjór, heldur er þetta í rauninni leið til að komast að almenningi á Íslandi og þeir kjósa að fara þessa leið því að þegar að á leiðarenda er komið þá er þetta náttúrulega bara veðmálasíða,“ segir Alma hjá SÁS. Hún tekur fram að fyrirtæki séu ekki að setja upp skemmtilegar síður með það að markmiði að fólk geti leikið sér, heldur sé tilgangurinn alltaf sá sami: að fá fólk til að leggja peninga undir í fjárhættuspilum. Alma segir að stjórnvöld þurfi að átta sig betur á stöðu mála og bregðast við. Hún bendir á að þau veðmálafyrirtæki sem leyfð eru hér á landi fari ekki alltaf eftir lögum og notist til dæmis gagnrýnt duldar auglýsingar eins og merktan fatnað. „Þannig að það kemur okkur ekkert á óvart að það skuli ekki vera neitt eftirlit eða nein viðurlög við ólöglegri starfsemi, vegna þess að menn eru ekki einu sinni að bregðast við starfseminni sem þó er leyfð,“ segir Alma Björk og tekur fram að fjárhættuspil séu ekki eins og hver önnur vara. „Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega sofið á verðinum og við stöndum frammi fyrir gríðarlegum vanda, sérstaklega hvað varðar ungt fólk og unga karlmenn. Það þarf að bregðast við.“ Fjárhættuspil Fjarskipti Neytendur Fjármál heimilisins Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Síminn Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að fjölmiðlanefnd hefði sektað Símann um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna viðbrögðum Fjölmiðlanefndar en Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtakanna, vill sjá stjórnvöld stíga fastar til jarðar. Veðmálasíðan sem um ræðir nefnist Rizk.fun og er ókeypis útgáfa af erlendu veðmálasíðunni Rizk.com. Alma segir þetta sýna hvað fyrirtæki eru tilbúin að ganga langt til að auglýsa sig. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki eins og að auglýsa áfengislausar veigar. „Þetta er náttúrulega ekki eins og áfengislaus bjór, heldur er þetta í rauninni leið til að komast að almenningi á Íslandi og þeir kjósa að fara þessa leið því að þegar að á leiðarenda er komið þá er þetta náttúrulega bara veðmálasíða,“ segir Alma hjá SÁS. Hún tekur fram að fyrirtæki séu ekki að setja upp skemmtilegar síður með það að markmiði að fólk geti leikið sér, heldur sé tilgangurinn alltaf sá sami: að fá fólk til að leggja peninga undir í fjárhættuspilum. Alma segir að stjórnvöld þurfi að átta sig betur á stöðu mála og bregðast við. Hún bendir á að þau veðmálafyrirtæki sem leyfð eru hér á landi fari ekki alltaf eftir lögum og notist til dæmis gagnrýnt duldar auglýsingar eins og merktan fatnað. „Þannig að það kemur okkur ekkert á óvart að það skuli ekki vera neitt eftirlit eða nein viðurlög við ólöglegri starfsemi, vegna þess að menn eru ekki einu sinni að bregðast við starfseminni sem þó er leyfð,“ segir Alma Björk og tekur fram að fjárhættuspil séu ekki eins og hver önnur vara. „Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega sofið á verðinum og við stöndum frammi fyrir gríðarlegum vanda, sérstaklega hvað varðar ungt fólk og unga karlmenn. Það þarf að bregðast við.“
Fjárhættuspil Fjarskipti Neytendur Fjármál heimilisins Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Síminn Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira