Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2025 11:08 Vigdís segir ábyrgð yfirmanna mikla þegar kemur að því að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Bylgjan Vigdís Ásgeirsdóttir, sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál, segir marga forðast að ræða hugtök sem tengjast sálfræði. Nýtt hugtak, sálfélagslegt öryggi, sé til dæmis hugtak sem er mikið rætt á stofunni og mikilvægi þess að allir upplifi það. Algengt sé á vinnustöðum að fólk upplifi sig ekki öruggt. Mikilvægast sé að til staðar séu skýrir verkferlar um hvernig eigi að bregðast við. Vigdís ræddi hugtakið og þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir afar mikilvægt að fólk skilji hugtakið til að það geti vitað hvort það sé að upplifa sálfélagslegt öryggi eða ekki. Hún skrifaði einnig grein á Vísi um sama mál í síðustu viku sem má lesa hér. „Þetta er þessi tilfinning og aðstæður þar sem þú upplifir öryggi, til að segja þína skoðun, þú getur gert mistök. Þetta er þar sem er vinsemd og virðing og almenn kurteisi. Góðlátlegt umhverfi þar sem fólki líður vel.“ Hún segir þetta eiga við um allt umhverfi fólks en hún einbeiti sér aðallega að vinnustöðum. Til að vinnustaðir teljist uppfylla það verði að uppfylla það sem er nefnt að ofan en einnig að fólk sýni hjálpsemi, hlusti og geti gagnrýnt og hrósað. Hún segir mikilvægt að fólk geti gagnrýnt og geti tekið við gagnrýni. Til þess að það sé hægt verði umhverfið að vera þannig að fólki líði vel og að þau viti að gagnrýnin komi frá góðum stað. Vigdís segir þessu ábótavant víða og sálfræðingar hjá Líf og sál vinni til dæmis við það að gera úttektir á vinnustöðum á einelti, áreitni, ofbeldi og samskiptavanda. Þegar slíkt kemur upp upplifi fólk ekki sálfélagslegt öryggi. „Það getur verið miklar breytingar á störfum, stjórnun sé ábótavant, eða það getur verið að einhver sé að koma illa fram og geri sér ekki grein fyrir því. Það getur verið mjög margt,“ segir Vigdís um ástæður þess að slíkt öryggi sé ekki til staðar. Ábyrgð yfirmanna mikil Hún segir að á vinnustöðum sé það að miklu leyti á ábyrgð yfirmanna að tryggja að það séu góðar aðstæður. Þau eigi að tryggja góða líðan fólks og að það séu verkferlar sem taki við ef eitthvað kemur upp á. Það sé bundið í lög í vinnuverndarlöggjöf og það sé liður í því að fólk upplifi sig öruggt að það viti hvað taki við ef eitthvað gerist. Sé fólk leiðinlegt og til dæmis svari ekki þegar fólk býður góðan dag eða taki ekki þátt í samræðum sé eðlilegt að fólk taki það nærri sér eða velti því fyrir sér hvort það tengist þeim eða hvort viðkomandi líði illa. Hún segir best að ræða við viðkomandi en að stundum sé umhverfið ekki þannig að það sé leyfilegt. Sé manneskjan yfirmaður geti það til dæmis verið erfitt. „Hvert og eitt ykkar hefur svo mikil áhrif á það hvernig starfsandinn er, bæði til góðs og ills.“ Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé algengt en það sé þó þannig að sálfræðingar á Líf og sál sérhæfi sig í þessu og sálfræðingar á öðrum stofum líka. Það sé því eftirspurn. Hún segir að til að koma í veg fyrir svona atvik verði að vera með skýra stefnu og skýr viðbrögð og verkferla þá þurfi líka að sinna fræðslu og það sé liður í forvörn. „Fólk verður samdauna sérkennilegum aðstæðum,“ segir hún og að fólk geti vanist því að vera í slæmum aðstæðum í vinnunni eða á heimili. Það fari að afsaka vinnufélaga sem hagi sér illa og þröskuldurinn einhvern veginn færist til. Vinnumarkaður Bítið Vinnustaðamenning Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Vigdís ræddi hugtakið og þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir afar mikilvægt að fólk skilji hugtakið til að það geti vitað hvort það sé að upplifa sálfélagslegt öryggi eða ekki. Hún skrifaði einnig grein á Vísi um sama mál í síðustu viku sem má lesa hér. „Þetta er þessi tilfinning og aðstæður þar sem þú upplifir öryggi, til að segja þína skoðun, þú getur gert mistök. Þetta er þar sem er vinsemd og virðing og almenn kurteisi. Góðlátlegt umhverfi þar sem fólki líður vel.“ Hún segir þetta eiga við um allt umhverfi fólks en hún einbeiti sér aðallega að vinnustöðum. Til að vinnustaðir teljist uppfylla það verði að uppfylla það sem er nefnt að ofan en einnig að fólk sýni hjálpsemi, hlusti og geti gagnrýnt og hrósað. Hún segir mikilvægt að fólk geti gagnrýnt og geti tekið við gagnrýni. Til þess að það sé hægt verði umhverfið að vera þannig að fólki líði vel og að þau viti að gagnrýnin komi frá góðum stað. Vigdís segir þessu ábótavant víða og sálfræðingar hjá Líf og sál vinni til dæmis við það að gera úttektir á vinnustöðum á einelti, áreitni, ofbeldi og samskiptavanda. Þegar slíkt kemur upp upplifi fólk ekki sálfélagslegt öryggi. „Það getur verið miklar breytingar á störfum, stjórnun sé ábótavant, eða það getur verið að einhver sé að koma illa fram og geri sér ekki grein fyrir því. Það getur verið mjög margt,“ segir Vigdís um ástæður þess að slíkt öryggi sé ekki til staðar. Ábyrgð yfirmanna mikil Hún segir að á vinnustöðum sé það að miklu leyti á ábyrgð yfirmanna að tryggja að það séu góðar aðstæður. Þau eigi að tryggja góða líðan fólks og að það séu verkferlar sem taki við ef eitthvað kemur upp á. Það sé bundið í lög í vinnuverndarlöggjöf og það sé liður í því að fólk upplifi sig öruggt að það viti hvað taki við ef eitthvað gerist. Sé fólk leiðinlegt og til dæmis svari ekki þegar fólk býður góðan dag eða taki ekki þátt í samræðum sé eðlilegt að fólk taki það nærri sér eða velti því fyrir sér hvort það tengist þeim eða hvort viðkomandi líði illa. Hún segir best að ræða við viðkomandi en að stundum sé umhverfið ekki þannig að það sé leyfilegt. Sé manneskjan yfirmaður geti það til dæmis verið erfitt. „Hvert og eitt ykkar hefur svo mikil áhrif á það hvernig starfsandinn er, bæði til góðs og ills.“ Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé algengt en það sé þó þannig að sálfræðingar á Líf og sál sérhæfi sig í þessu og sálfræðingar á öðrum stofum líka. Það sé því eftirspurn. Hún segir að til að koma í veg fyrir svona atvik verði að vera með skýra stefnu og skýr viðbrögð og verkferla þá þurfi líka að sinna fræðslu og það sé liður í forvörn. „Fólk verður samdauna sérkennilegum aðstæðum,“ segir hún og að fólk geti vanist því að vera í slæmum aðstæðum í vinnunni eða á heimili. Það fari að afsaka vinnufélaga sem hagi sér illa og þröskuldurinn einhvern veginn færist til.
Vinnumarkaður Bítið Vinnustaðamenning Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira