Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 14:01 Tungumálið okkar er lifandi og ný hugtök sífellt að bætast við flóruna. Sum þeirra verða fljótt á allra vörum og hafa jafnvel mikil áhrif á það hvernig við hugsum um lífið og tilveruna, s.s. hugtökin kulnun, þriðja vaktin, menningarnám o.fl. Önnur hverfa jafnharðan sem betur fer, þegar okkur verður ljóst að þau hafa neikvæð áhrif á líðan fólks og hópa í samfélaginu. Ég ætla ekki að gera úrelt hugtök að umtalsefni mínu hér í dag, heldur hugtakið sálfélagslegt öryggi. Tiltölulega nýtt hugtak sem er notað í auknum mæli. Hugtak sem ég nota á hverjum einasta degi og er mér mjög hugleikið í mínu starfi, en ekki bara þar. Sálfélagslegt öryggi er kannski ekki öllum jafn hugleikið og mögulega finnst einhverjum hugtakið óskýrt eða óþjált. Allavega þurfti ég útskýringu á því á sínum tíma hvað þriðja vaktin er fyrir nokkuð! Það er sennilega best að útskýra sálfélagslegt öryggi þannig að fólk sem upplifir sálfélagslegt öryggi telur sér óhætt í sínu félagslega umhverfi. Umhverfi þar sem við upplifum vinsemd og virðingu, rétt til að skiptast á skoðunum og vera ósammála, og þar sem við óttumst ekki að vera gerð útlæg ef við misstígum okkur. Við erum flest í félagslegu umhverfi stóran hluta dagsins; í vinnu, í félagsstarfi og íþróttum, þegar við sækjum á leikskólann og jafnvel út í búð. Við erum auðvitað einnig flest í félagslegu umhverfi heima hjá okkur. Hellisbúar og útlagar Hvers vegna skiptir það okkur máli að upplifa sálfélagslegt öryggi? Ein af okkar grundvallarþörfum er að upplifa öryggi. Ef við skoðum málið út frá þróunarfræðinni þá lifðum við ekki af, ef ekki var lágmarks öryggi; líkamlegt og sálfélagslegt. Líkamlega öryggið segir sig sjálft en einhver kunna að spyrja hvernig sálfélagslegt öryggi hefur getað skilið milli lífs og dauða. Kenningin er að ef hellisbúinn fékk ekki að vera hluti af hópnum, s.s. var gerður útlægur, þá var engin leið að tryggja fæði, klæði né annað sem við nauðsynlega þurfum til að lifa af. Við þurftum á hvert öðru að halda og gerum enn! Þróunarfræðilega séð er ekki svo ýkja langt síðan við vorum hellisbúar. Því situr það fast í okkur að leitast við að finna umhverfi þar sem við upplifum okkur örugg. Sálfélagslegt öryggi á vinnustöðum Sálfélagslegt öryggi skiptir því miklu máli og við viljum vera sálfélagslega örugg á vinnustaðnum okkar þar sem við eyðum lungann úr deginum. Í dag eigum við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (nr.46/1980) sem voru sett með það að markmiði að öllum geti liðið vel í vinnunni. Eins og við eigum rétt á að vinna við aðstæður sem valda okkur ekki vanlíðan sökum eiturefna, hávaða, lélegra loftgæða eða birtustigs, þá höfum við einnig rétt til að vinna í sálfélagslega öruggu starfsumhverfi. Það er á ábyrgð allra að slíkar aðstæður séu til staðar á vinnustöðum okkar. Þó stjórnendur beri sannarlega mikla ábyrgð þegar kemur að forvörnum, gerð umbóta, úrlausnum mála auk þess að setja skýr viðmið og gildi innan vinnustaða getur hvert og eitt okkar haft mikið um það að segja hvernig starfsandinn og menningin á vinnustaðnum er. Sjálfsögð kurteisi eða óþarfi? Ímyndaðu þér að mæta til vinnu einn morgun. Samstarfsfélagi þinn hvorki heilsar þér né tekur undir morgunkveðjuna þína og gengur draugfúll að skrifborðinu sínu. Við göngum flest að því vísu að samstarfsfólk bjóði okkur góðan daginn eða taki undir okkar kveðju og veitum því sennilega enga athygli fyrr en farið er á svig við þessa góðu venju. „Er hann eitthvað fúll út í mig? Gerði ég eitthvað rangt? Líður honum illa?“ Kannski og kannski ekki. Það réttlætir vitanlega ekki ókurteisi og hunsun, en hjá flestum blossar óöryggi upp og veldur óþægindum. Að því má leiða líkur að við veitum sálfélagslegu öryggi okkar oft ekki eftirtekt fyrr en misbrestur verður á og þau atvik geta bæði verið stór og smá. Leiðir að sálfélagslegu öryggi Það er mikilvægt að allir vinnustaðir séu með skýrar reglur og verklag komi til erfiðra samskipta eða jafnvel eineltis, áreitni eða ofbeldis inn á vinnustaðnum. Fræðsla og opin umræða um hvers konar vinnustaðamenningu og samskipti hver og einn vinnustaður vill stuðla að, eru einnig lykilþættir í starfsumhverfi þar sem starfsfólk upplifir sig sálfélagslega öruggt. Að öll hafi rödd á vinnustaðnum! Smá ráðlegging inn í haustið: Ég hvet ykkur öll til að kynna ykkur þetta góða og gagnlega hugtak sálfélagslegt öryggi. Það knýr okkur einnig til að velta fyrir okkur hvaða ábyrgð við sjálf sem einstaklingar berum í því að skapa starfsumhverfi þar sem öllu fólki getur liðið vel. Ég er þess fullviss að hugtakið sálfélagslegt öryggi verði áfram í tísku! Höfundur er sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Sjá meira
Tungumálið okkar er lifandi og ný hugtök sífellt að bætast við flóruna. Sum þeirra verða fljótt á allra vörum og hafa jafnvel mikil áhrif á það hvernig við hugsum um lífið og tilveruna, s.s. hugtökin kulnun, þriðja vaktin, menningarnám o.fl. Önnur hverfa jafnharðan sem betur fer, þegar okkur verður ljóst að þau hafa neikvæð áhrif á líðan fólks og hópa í samfélaginu. Ég ætla ekki að gera úrelt hugtök að umtalsefni mínu hér í dag, heldur hugtakið sálfélagslegt öryggi. Tiltölulega nýtt hugtak sem er notað í auknum mæli. Hugtak sem ég nota á hverjum einasta degi og er mér mjög hugleikið í mínu starfi, en ekki bara þar. Sálfélagslegt öryggi er kannski ekki öllum jafn hugleikið og mögulega finnst einhverjum hugtakið óskýrt eða óþjált. Allavega þurfti ég útskýringu á því á sínum tíma hvað þriðja vaktin er fyrir nokkuð! Það er sennilega best að útskýra sálfélagslegt öryggi þannig að fólk sem upplifir sálfélagslegt öryggi telur sér óhætt í sínu félagslega umhverfi. Umhverfi þar sem við upplifum vinsemd og virðingu, rétt til að skiptast á skoðunum og vera ósammála, og þar sem við óttumst ekki að vera gerð útlæg ef við misstígum okkur. Við erum flest í félagslegu umhverfi stóran hluta dagsins; í vinnu, í félagsstarfi og íþróttum, þegar við sækjum á leikskólann og jafnvel út í búð. Við erum auðvitað einnig flest í félagslegu umhverfi heima hjá okkur. Hellisbúar og útlagar Hvers vegna skiptir það okkur máli að upplifa sálfélagslegt öryggi? Ein af okkar grundvallarþörfum er að upplifa öryggi. Ef við skoðum málið út frá þróunarfræðinni þá lifðum við ekki af, ef ekki var lágmarks öryggi; líkamlegt og sálfélagslegt. Líkamlega öryggið segir sig sjálft en einhver kunna að spyrja hvernig sálfélagslegt öryggi hefur getað skilið milli lífs og dauða. Kenningin er að ef hellisbúinn fékk ekki að vera hluti af hópnum, s.s. var gerður útlægur, þá var engin leið að tryggja fæði, klæði né annað sem við nauðsynlega þurfum til að lifa af. Við þurftum á hvert öðru að halda og gerum enn! Þróunarfræðilega séð er ekki svo ýkja langt síðan við vorum hellisbúar. Því situr það fast í okkur að leitast við að finna umhverfi þar sem við upplifum okkur örugg. Sálfélagslegt öryggi á vinnustöðum Sálfélagslegt öryggi skiptir því miklu máli og við viljum vera sálfélagslega örugg á vinnustaðnum okkar þar sem við eyðum lungann úr deginum. Í dag eigum við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (nr.46/1980) sem voru sett með það að markmiði að öllum geti liðið vel í vinnunni. Eins og við eigum rétt á að vinna við aðstæður sem valda okkur ekki vanlíðan sökum eiturefna, hávaða, lélegra loftgæða eða birtustigs, þá höfum við einnig rétt til að vinna í sálfélagslega öruggu starfsumhverfi. Það er á ábyrgð allra að slíkar aðstæður séu til staðar á vinnustöðum okkar. Þó stjórnendur beri sannarlega mikla ábyrgð þegar kemur að forvörnum, gerð umbóta, úrlausnum mála auk þess að setja skýr viðmið og gildi innan vinnustaða getur hvert og eitt okkar haft mikið um það að segja hvernig starfsandinn og menningin á vinnustaðnum er. Sjálfsögð kurteisi eða óþarfi? Ímyndaðu þér að mæta til vinnu einn morgun. Samstarfsfélagi þinn hvorki heilsar þér né tekur undir morgunkveðjuna þína og gengur draugfúll að skrifborðinu sínu. Við göngum flest að því vísu að samstarfsfólk bjóði okkur góðan daginn eða taki undir okkar kveðju og veitum því sennilega enga athygli fyrr en farið er á svig við þessa góðu venju. „Er hann eitthvað fúll út í mig? Gerði ég eitthvað rangt? Líður honum illa?“ Kannski og kannski ekki. Það réttlætir vitanlega ekki ókurteisi og hunsun, en hjá flestum blossar óöryggi upp og veldur óþægindum. Að því má leiða líkur að við veitum sálfélagslegu öryggi okkar oft ekki eftirtekt fyrr en misbrestur verður á og þau atvik geta bæði verið stór og smá. Leiðir að sálfélagslegu öryggi Það er mikilvægt að allir vinnustaðir séu með skýrar reglur og verklag komi til erfiðra samskipta eða jafnvel eineltis, áreitni eða ofbeldis inn á vinnustaðnum. Fræðsla og opin umræða um hvers konar vinnustaðamenningu og samskipti hver og einn vinnustaður vill stuðla að, eru einnig lykilþættir í starfsumhverfi þar sem starfsfólk upplifir sig sálfélagslega öruggt. Að öll hafi rödd á vinnustaðnum! Smá ráðlegging inn í haustið: Ég hvet ykkur öll til að kynna ykkur þetta góða og gagnlega hugtak sálfélagslegt öryggi. Það knýr okkur einnig til að velta fyrir okkur hvaða ábyrgð við sjálf sem einstaklingar berum í því að skapa starfsumhverfi þar sem öllu fólki getur liðið vel. Ég er þess fullviss að hugtakið sálfélagslegt öryggi verði áfram í tísku! Höfundur er sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun