Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. ágúst 2025 11:00 Atvik málsins eru sögð hafa átt sér stað á Akureyri. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu og rán sem hann á að hafa framið á Akureyri fyrir tveimur árum. Hann er grunaður um að bjóða manni að gista heima hjá sér, en meina honum síðan að fara og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé vegna fíkniefnaskuldar. Meint frelsissvipting mun hafa átt sér stað í byrjun mars 2023, á heimili meints árásarmanns á Akureyri. Ógnað með hníf, skærum og sprautunálum Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að árásarmaðurinn hafi boðið manninum, þeim sem varð fyrir árásinni, að gista. Maðurinn hafi komið á heimilið um tíuleytið umræddan morgun, en þá á árásarmaðurinn að hafa haldið því ítrekað fram að hann skuldaði óþekktum erlendum karlmönnum peninga sem hann yrði að greiða samstundis. Hann hafi því meinað manninum að fara út. Árásarmaðurinn er sagður hafa tekið af honum Iphone-snjallsíma, tvær MacBook-fartölvur, Playstation tölvu og tvær fjarstýringar í stíl. Hann er sagður hafa ógnað manninum með hníf, skærum og sprautunálum og skipað honum að greiða sér eina milljón króna. Bundinn með límbandi Í ákærunni segir að árásarmaðurinn hafi gefið hinum færi á að hringja í föður sinn í því skyni að afla fjármunina. Hann hafi verið neyddur til að segja föður sínum að hann sætti hótunum um ofbeldi af hendi erlendra manna myndi hann ekki greiða fíkniefnaskuldina undir eins. Honum var sagt að faðir hans yrði að leggja inn á hann peninga. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa bundið hinn í stól og bundið fyrir munninn á honum með límbandið. Síðan hafi árásarmaðurinn slegið og sparkað í hann. Síðan hafi hann losað manninn úr stólnum og látið hann sitja á gólfinu þar sem hann hafi fengið vatn úr skál á gólfinu. Héraðsdómur Norðurlands-eystra mun dæma í málinu.Vísir/Vilhelm Að lokum hafi óþekktur erlendur maður komið inn í íbúðina til að innheimta umrædda skuld. Fram kemur að maðurinn hafi ekki komist úr íbúðinni fyrr en um klukkan sex um kvöldið. Þá hafði hann verið í íbúðinni í um átta klukkustundir. Grunaður um brot gegn valdstjórninni Meintur árásarmaður er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hann er sagður hafa sagt við lögreglumann sem var við skyldustörf að hann vissi hvar hann ætti heima. Það atvik mun hafa átt sér stað nokkrum dögum síðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Lögreglumál Dómsmál Akureyri Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Hann er grunaður um að bjóða manni að gista heima hjá sér, en meina honum síðan að fara og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé vegna fíkniefnaskuldar. Meint frelsissvipting mun hafa átt sér stað í byrjun mars 2023, á heimili meints árásarmanns á Akureyri. Ógnað með hníf, skærum og sprautunálum Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að árásarmaðurinn hafi boðið manninum, þeim sem varð fyrir árásinni, að gista. Maðurinn hafi komið á heimilið um tíuleytið umræddan morgun, en þá á árásarmaðurinn að hafa haldið því ítrekað fram að hann skuldaði óþekktum erlendum karlmönnum peninga sem hann yrði að greiða samstundis. Hann hafi því meinað manninum að fara út. Árásarmaðurinn er sagður hafa tekið af honum Iphone-snjallsíma, tvær MacBook-fartölvur, Playstation tölvu og tvær fjarstýringar í stíl. Hann er sagður hafa ógnað manninum með hníf, skærum og sprautunálum og skipað honum að greiða sér eina milljón króna. Bundinn með límbandi Í ákærunni segir að árásarmaðurinn hafi gefið hinum færi á að hringja í föður sinn í því skyni að afla fjármunina. Hann hafi verið neyddur til að segja föður sínum að hann sætti hótunum um ofbeldi af hendi erlendra manna myndi hann ekki greiða fíkniefnaskuldina undir eins. Honum var sagt að faðir hans yrði að leggja inn á hann peninga. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa bundið hinn í stól og bundið fyrir munninn á honum með límbandið. Síðan hafi árásarmaðurinn slegið og sparkað í hann. Síðan hafi hann losað manninn úr stólnum og látið hann sitja á gólfinu þar sem hann hafi fengið vatn úr skál á gólfinu. Héraðsdómur Norðurlands-eystra mun dæma í málinu.Vísir/Vilhelm Að lokum hafi óþekktur erlendur maður komið inn í íbúðina til að innheimta umrædda skuld. Fram kemur að maðurinn hafi ekki komist úr íbúðinni fyrr en um klukkan sex um kvöldið. Þá hafði hann verið í íbúðinni í um átta klukkustundir. Grunaður um brot gegn valdstjórninni Meintur árásarmaður er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hann er sagður hafa sagt við lögreglumann sem var við skyldustörf að hann vissi hvar hann ætti heima. Það atvik mun hafa átt sér stað nokkrum dögum síðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra.
Lögreglumál Dómsmál Akureyri Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira