Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Aron Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2025 10:16 Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá sænska framherjanum Alexander Isak sem vill fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Liverpool hefur áhuga á kappanum sem verður ekki í leikmannahópi Newcastle á morgun í fyrstu umferð ensku deildarinnar gegn Aston Villa. Vísir/Getty Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, ber enn þá von í brjósti að Alexander Isak verði leikmaður félagsins að yfirstandandi félagsskiptaglugga loknum. Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik liðsins á tímabilinu á morgun gegn Aston Villa. Ekki voru það spurningar um fyrsta leik tímabilsins á morgun sem að voru fyrirferðamestar á fundinum. Eins og við var að búast voru spurningar um framtíð sænska framherjans Alexander Isak sem tóku yfir fundinn en sá ætlar sér ekki að spila aftur fyrir Newcastle og vill fara til Liverpool sem hefur áhuga á kappanum og lagði fram tilboð á sínum tíma sem var hafnað. Isak er ekki í leikmannahópi Newcastle um helgina og Howe segir sína leikmenn þurfa að gleyma honum í leik helgarinnar. „Við þurfum að einbeita okkur að þeim sem eru hér til staðar og ná því besta út úr þeim. Leikmenn eru meðvitaðir um að Isak er ekki hér, einbeiting þeirra verður á að hámarka getu sína.“ Þrátt fyrir snúna stöðu vill Howe skiljanlega að Isak verði á einhverjum tímapunkti hluti af leikmannahópi Newcastle United á nýjan leik. „Ég vil að hann spili, vil að hann æfi. Ég hef átt þessi samtöl við Isak en fer ekki út í smáatriði þeirra samtala.“ „Ekki í mínum höndum“ Engin breyting hafi orðið á stöðu Svíans undanfarna daga. „Einbeiting mín hefur verið á að gera mitt lið klárt í baráttuna gegn Aston Villa og að reyna fá nýja leikmenn til liðs við félagið.“ Howe heldur í vonina og býst við því að Isak verði áfram leikmaður félagsins. „Á þessari stundu er það mín tilfinning og hún hefur ekki breyst. Þetta er ekki í mínum höndum en hann er á samningi hér og það er þess vegna sem ég segi þetta.“ Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. „Ég tel að hann væri ekki búinn að gera eins vel og raun ber vitni ef ekki væri fyrir liðsfélaga hans og stuðningsmennina. Ég tel að hann viti það. Isak er mjög greindur maður og veit að hans velgengni hingað til hefði ekki verið möguleg án Newcastle United.“ Aston Villa tekur á móti Newcastle United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem sýndur verður á Sýn Sport í beinni útsendingu klukkan hálf tólf á morgun. Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik liðsins á tímabilinu á morgun gegn Aston Villa. Ekki voru það spurningar um fyrsta leik tímabilsins á morgun sem að voru fyrirferðamestar á fundinum. Eins og við var að búast voru spurningar um framtíð sænska framherjans Alexander Isak sem tóku yfir fundinn en sá ætlar sér ekki að spila aftur fyrir Newcastle og vill fara til Liverpool sem hefur áhuga á kappanum og lagði fram tilboð á sínum tíma sem var hafnað. Isak er ekki í leikmannahópi Newcastle um helgina og Howe segir sína leikmenn þurfa að gleyma honum í leik helgarinnar. „Við þurfum að einbeita okkur að þeim sem eru hér til staðar og ná því besta út úr þeim. Leikmenn eru meðvitaðir um að Isak er ekki hér, einbeiting þeirra verður á að hámarka getu sína.“ Þrátt fyrir snúna stöðu vill Howe skiljanlega að Isak verði á einhverjum tímapunkti hluti af leikmannahópi Newcastle United á nýjan leik. „Ég vil að hann spili, vil að hann æfi. Ég hef átt þessi samtöl við Isak en fer ekki út í smáatriði þeirra samtala.“ „Ekki í mínum höndum“ Engin breyting hafi orðið á stöðu Svíans undanfarna daga. „Einbeiting mín hefur verið á að gera mitt lið klárt í baráttuna gegn Aston Villa og að reyna fá nýja leikmenn til liðs við félagið.“ Howe heldur í vonina og býst við því að Isak verði áfram leikmaður félagsins. „Á þessari stundu er það mín tilfinning og hún hefur ekki breyst. Þetta er ekki í mínum höndum en hann er á samningi hér og það er þess vegna sem ég segi þetta.“ Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. „Ég tel að hann væri ekki búinn að gera eins vel og raun ber vitni ef ekki væri fyrir liðsfélaga hans og stuðningsmennina. Ég tel að hann viti það. Isak er mjög greindur maður og veit að hans velgengni hingað til hefði ekki verið möguleg án Newcastle United.“ Aston Villa tekur á móti Newcastle United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem sýndur verður á Sýn Sport í beinni útsendingu klukkan hálf tólf á morgun.
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira