Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 16:17 Andri Ólafsson er upplýsingafulltrúi Landspítalans. Samsett Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. Það var um miðjan júní þegar starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi spítalans með skúrningabúnað meðferðis. Slíkt tæki hefur segulsvið þrjú hundruð til sex hundruð sterkara en ísskápasegull og dró skúringabúnaðinn að sér. Segulómtækið var óstarfhæft í einn mánuð en komst í lag þann 13. júlí. Tækið var aftur tekið í notkun daginn eftir, 14. júlí, samkvæmt skriflegu svari Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans. Kostnaður, eins og staðan sé núna, við viðgerðina sé um tólf milljónir króna. Það sem tók lengstan tíma var sending á þúsund lítrum af helíni sem þurfti að panta að utan. Helínið er notað til að laga slík tæki en til þess að slökkva á segulómtæki er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. „Skúringavélin var losuð af segulómtækinu nokkrum dögum eftir atvikið og svo tveimur dögum eftir að helín kom til landsins var tækið komið í lag. Segulómtækið skemmdist ekki og hefur allt gengið ljómandi vel eftir að tækið og starfsemin komst í samt lag.“ Geislafræðingar settir á kvöldvaktir og sjúklingar fluttir á milli Landspítalinn hefur alls þrjú segulómtæki til afnota á höfuðborgarsvæðinu, tvö þeirra á Landspítalanum í Fossvogi og það umrædda sem er á Hringbraut. Andri segir að fresta þurfti ákveðnum rannsóknum á meðan viðgerðinni stóð þar sem ekki var hægt að framkvæma þær rannsóknir á segulómtækjunum í Fossvogi. „Allar bráðarannsóknir og rannsóknir sem hægt var að framkvæma í Fossvogi voru framkvæmdar á kvöldvöktum í Fossvogi. Þannig náðist að koma í veg fyrir að atvikið hefði veruleg áhrif á biðlistana,“ segir hann. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan tækið var óvirkt, til að mynda á vöktum starfsfólks og innliggjandi sjúklingum. Geislafræðingar sem áttu að vinna dagvaktir á Hringbraut voru færðir á kvöldvaktir á spítalanum í Fossvogi. Þá þurfti að flytja sjúklinga sem lágu inni á Hringbraut yfir í Fossvog til að framkvæma rannsóknir og tímasetja þær vandlega svo allar tímabókanir gengju upp. „Þetta ástand skapaði álag til dæmis skjólstæðinga, geislafræðinga á segulómtækjunum, móttökuritara Myndgreiningardeildarinnar og hjá sjúkraflutningunum. Við erum mjög þakklát fyrir að flest allir höfðu skilning á öllu raskinu sem varð,“ segir Andri. Hann segir mikilvægt að þegar slík atvik komi upp að fara yfir alla verkferla sem koma að segulómtækjum Landspítalans. Nú séu það einungis geislafræðingar sem hafa leyfi til að aflæsa hurðinni inn í rannsóknarherbergið og þurfa fræðingarnir að bíða þar til búið er að þrífa herbergið. Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Það var um miðjan júní þegar starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi spítalans með skúrningabúnað meðferðis. Slíkt tæki hefur segulsvið þrjú hundruð til sex hundruð sterkara en ísskápasegull og dró skúringabúnaðinn að sér. Segulómtækið var óstarfhæft í einn mánuð en komst í lag þann 13. júlí. Tækið var aftur tekið í notkun daginn eftir, 14. júlí, samkvæmt skriflegu svari Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans. Kostnaður, eins og staðan sé núna, við viðgerðina sé um tólf milljónir króna. Það sem tók lengstan tíma var sending á þúsund lítrum af helíni sem þurfti að panta að utan. Helínið er notað til að laga slík tæki en til þess að slökkva á segulómtæki er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. „Skúringavélin var losuð af segulómtækinu nokkrum dögum eftir atvikið og svo tveimur dögum eftir að helín kom til landsins var tækið komið í lag. Segulómtækið skemmdist ekki og hefur allt gengið ljómandi vel eftir að tækið og starfsemin komst í samt lag.“ Geislafræðingar settir á kvöldvaktir og sjúklingar fluttir á milli Landspítalinn hefur alls þrjú segulómtæki til afnota á höfuðborgarsvæðinu, tvö þeirra á Landspítalanum í Fossvogi og það umrædda sem er á Hringbraut. Andri segir að fresta þurfti ákveðnum rannsóknum á meðan viðgerðinni stóð þar sem ekki var hægt að framkvæma þær rannsóknir á segulómtækjunum í Fossvogi. „Allar bráðarannsóknir og rannsóknir sem hægt var að framkvæma í Fossvogi voru framkvæmdar á kvöldvöktum í Fossvogi. Þannig náðist að koma í veg fyrir að atvikið hefði veruleg áhrif á biðlistana,“ segir hann. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan tækið var óvirkt, til að mynda á vöktum starfsfólks og innliggjandi sjúklingum. Geislafræðingar sem áttu að vinna dagvaktir á Hringbraut voru færðir á kvöldvaktir á spítalanum í Fossvogi. Þá þurfti að flytja sjúklinga sem lágu inni á Hringbraut yfir í Fossvog til að framkvæma rannsóknir og tímasetja þær vandlega svo allar tímabókanir gengju upp. „Þetta ástand skapaði álag til dæmis skjólstæðinga, geislafræðinga á segulómtækjunum, móttökuritara Myndgreiningardeildarinnar og hjá sjúkraflutningunum. Við erum mjög þakklát fyrir að flest allir höfðu skilning á öllu raskinu sem varð,“ segir Andri. Hann segir mikilvægt að þegar slík atvik komi upp að fara yfir alla verkferla sem koma að segulómtækjum Landspítalans. Nú séu það einungis geislafræðingar sem hafa leyfi til að aflæsa hurðinni inn í rannsóknarherbergið og þurfa fræðingarnir að bíða þar til búið er að þrífa herbergið.
Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30
Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22
Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24