Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 16:17 Andri Ólafsson er upplýsingafulltrúi Landspítalans. Samsett Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. Það var um miðjan júní þegar starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi spítalans með skúrningabúnað meðferðis. Slíkt tæki hefur segulsvið þrjú hundruð til sex hundruð sterkara en ísskápasegull og dró skúringabúnaðinn að sér. Segulómtækið var óstarfhæft í einn mánuð en komst í lag þann 13. júlí. Tækið var aftur tekið í notkun daginn eftir, 14. júlí, samkvæmt skriflegu svari Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans. Kostnaður, eins og staðan sé núna, við viðgerðina sé um tólf milljónir króna. Það sem tók lengstan tíma var sending á þúsund lítrum af helíni sem þurfti að panta að utan. Helínið er notað til að laga slík tæki en til þess að slökkva á segulómtæki er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. „Skúringavélin var losuð af segulómtækinu nokkrum dögum eftir atvikið og svo tveimur dögum eftir að helín kom til landsins var tækið komið í lag. Segulómtækið skemmdist ekki og hefur allt gengið ljómandi vel eftir að tækið og starfsemin komst í samt lag.“ Geislafræðingar settir á kvöldvaktir og sjúklingar fluttir á milli Landspítalinn hefur alls þrjú segulómtæki til afnota á höfuðborgarsvæðinu, tvö þeirra á Landspítalanum í Fossvogi og það umrædda sem er á Hringbraut. Andri segir að fresta þurfti ákveðnum rannsóknum á meðan viðgerðinni stóð þar sem ekki var hægt að framkvæma þær rannsóknir á segulómtækjunum í Fossvogi. „Allar bráðarannsóknir og rannsóknir sem hægt var að framkvæma í Fossvogi voru framkvæmdar á kvöldvöktum í Fossvogi. Þannig náðist að koma í veg fyrir að atvikið hefði veruleg áhrif á biðlistana,“ segir hann. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan tækið var óvirkt, til að mynda á vöktum starfsfólks og innliggjandi sjúklingum. Geislafræðingar sem áttu að vinna dagvaktir á Hringbraut voru færðir á kvöldvaktir á spítalanum í Fossvogi. Þá þurfti að flytja sjúklinga sem lágu inni á Hringbraut yfir í Fossvog til að framkvæma rannsóknir og tímasetja þær vandlega svo allar tímabókanir gengju upp. „Þetta ástand skapaði álag til dæmis skjólstæðinga, geislafræðinga á segulómtækjunum, móttökuritara Myndgreiningardeildarinnar og hjá sjúkraflutningunum. Við erum mjög þakklát fyrir að flest allir höfðu skilning á öllu raskinu sem varð,“ segir Andri. Hann segir mikilvægt að þegar slík atvik komi upp að fara yfir alla verkferla sem koma að segulómtækjum Landspítalans. Nú séu það einungis geislafræðingar sem hafa leyfi til að aflæsa hurðinni inn í rannsóknarherbergið og þurfa fræðingarnir að bíða þar til búið er að þrífa herbergið. Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Það var um miðjan júní þegar starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi spítalans með skúrningabúnað meðferðis. Slíkt tæki hefur segulsvið þrjú hundruð til sex hundruð sterkara en ísskápasegull og dró skúringabúnaðinn að sér. Segulómtækið var óstarfhæft í einn mánuð en komst í lag þann 13. júlí. Tækið var aftur tekið í notkun daginn eftir, 14. júlí, samkvæmt skriflegu svari Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans. Kostnaður, eins og staðan sé núna, við viðgerðina sé um tólf milljónir króna. Það sem tók lengstan tíma var sending á þúsund lítrum af helíni sem þurfti að panta að utan. Helínið er notað til að laga slík tæki en til þess að slökkva á segulómtæki er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. „Skúringavélin var losuð af segulómtækinu nokkrum dögum eftir atvikið og svo tveimur dögum eftir að helín kom til landsins var tækið komið í lag. Segulómtækið skemmdist ekki og hefur allt gengið ljómandi vel eftir að tækið og starfsemin komst í samt lag.“ Geislafræðingar settir á kvöldvaktir og sjúklingar fluttir á milli Landspítalinn hefur alls þrjú segulómtæki til afnota á höfuðborgarsvæðinu, tvö þeirra á Landspítalanum í Fossvogi og það umrædda sem er á Hringbraut. Andri segir að fresta þurfti ákveðnum rannsóknum á meðan viðgerðinni stóð þar sem ekki var hægt að framkvæma þær rannsóknir á segulómtækjunum í Fossvogi. „Allar bráðarannsóknir og rannsóknir sem hægt var að framkvæma í Fossvogi voru framkvæmdar á kvöldvöktum í Fossvogi. Þannig náðist að koma í veg fyrir að atvikið hefði veruleg áhrif á biðlistana,“ segir hann. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan tækið var óvirkt, til að mynda á vöktum starfsfólks og innliggjandi sjúklingum. Geislafræðingar sem áttu að vinna dagvaktir á Hringbraut voru færðir á kvöldvaktir á spítalanum í Fossvogi. Þá þurfti að flytja sjúklinga sem lágu inni á Hringbraut yfir í Fossvog til að framkvæma rannsóknir og tímasetja þær vandlega svo allar tímabókanir gengju upp. „Þetta ástand skapaði álag til dæmis skjólstæðinga, geislafræðinga á segulómtækjunum, móttökuritara Myndgreiningardeildarinnar og hjá sjúkraflutningunum. Við erum mjög þakklát fyrir að flest allir höfðu skilning á öllu raskinu sem varð,“ segir Andri. Hann segir mikilvægt að þegar slík atvik komi upp að fara yfir alla verkferla sem koma að segulómtækjum Landspítalans. Nú séu það einungis geislafræðingar sem hafa leyfi til að aflæsa hurðinni inn í rannsóknarherbergið og þurfa fræðingarnir að bíða þar til búið er að þrífa herbergið.
Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30
Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22
Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?