Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2025 09:32 Uga Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (t.h.) segir Palestínufána í Gleðigöngunni um helgina hafa snúist um að styðja mannréttinda allra, óháð skoðunum. Vísir Palestínufánar í Gleðigöngunni um helgina drógu ekki athygli frá réttindabaráttu hinsegin fólks, að mati sérfræðings í málefnum hinsegin fólks. Samstaða með Palestínu í göngunni hafi snúist um að virða öll mannréttindi skilyrðislaust, óháð skoðunum fólks. Ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa gagnrýnt að fána Palestínu hafi verið veifað í Gleðigöngunni sem fór fram á laugardag. Vísar hún til bágrar stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, segist skilja að fólk skilji ef til vill ekki hvers vegna einhverjir hafi veifað palestínska fánanum í göngunni. Það hafi verið vegna mannréttindasjónarmiða. „Ég held að hinsegin fólk sé hópur sem veit hvernig það er að búa ekki við sömu réttindi og annað fólk og er fólk sem stendur í mannréttindabaráttu. Fyrir þeim snýst þetta auðvitað bara um grundvallarmannréttindi: fólk þurfi ekki að upplifa þjóðarmorð, fólk sé ekki sprengt á heimilum sínum, fólk sé ekki svelt og svo framvegis,“ sagði Ugla í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Palestínufánanir drógu ekki athygli frá baráttu hinsegin fólks sjálfs, að mati Uglu. „Ég held að mannréttindabarátta sé ekki neinni samkeppni um neina athygli eða neitt slíkt.“ Berjast fyrir mannréttindum allra Þó að ekki sé komið vel fram við hinsegin fólk í ýmsum heimshlutum þýði það ekki að fólk þar eigi það skilið að vera sprengt í tætlur eða svelt. Þá sagði Ugla að hinsegin fólk væri einnig í Palestínu og upplifði þjóðarmorð. „Fyrir mér snýst þetta einfaldlega um að við erum að berjast fyrir mannréttindum, við erum að berjast fyrir mannréttindum allra. Þetta tengist allt á einn og annan hátt. Ef það er vegið að mannréttindum eins fólks þýðir það að það sé í lagi að vega að mannréttindum annars fólks,“ sagði Ugla. Umræðan nú kom Uglu ekki á óvart. Hún sagði að þegar hún tjáði sig um málefni Palestínu á samfélagsmiðlum fengi hún oft athugasemdir um að hún ætti sjálf að fara til Gasa og sjá hvernig yrði komið fram við hana þar. „Ef ég væri á Gasa núna þá væri ég líklega búin að svelta úr hungri og það tengist því ekkert að ég sé hinsegin,“ sagði Ugla. Hinsegin Gleðigangan Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa gagnrýnt að fána Palestínu hafi verið veifað í Gleðigöngunni sem fór fram á laugardag. Vísar hún til bágrar stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, segist skilja að fólk skilji ef til vill ekki hvers vegna einhverjir hafi veifað palestínska fánanum í göngunni. Það hafi verið vegna mannréttindasjónarmiða. „Ég held að hinsegin fólk sé hópur sem veit hvernig það er að búa ekki við sömu réttindi og annað fólk og er fólk sem stendur í mannréttindabaráttu. Fyrir þeim snýst þetta auðvitað bara um grundvallarmannréttindi: fólk þurfi ekki að upplifa þjóðarmorð, fólk sé ekki sprengt á heimilum sínum, fólk sé ekki svelt og svo framvegis,“ sagði Ugla í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Palestínufánanir drógu ekki athygli frá baráttu hinsegin fólks sjálfs, að mati Uglu. „Ég held að mannréttindabarátta sé ekki neinni samkeppni um neina athygli eða neitt slíkt.“ Berjast fyrir mannréttindum allra Þó að ekki sé komið vel fram við hinsegin fólk í ýmsum heimshlutum þýði það ekki að fólk þar eigi það skilið að vera sprengt í tætlur eða svelt. Þá sagði Ugla að hinsegin fólk væri einnig í Palestínu og upplifði þjóðarmorð. „Fyrir mér snýst þetta einfaldlega um að við erum að berjast fyrir mannréttindum, við erum að berjast fyrir mannréttindum allra. Þetta tengist allt á einn og annan hátt. Ef það er vegið að mannréttindum eins fólks þýðir það að það sé í lagi að vega að mannréttindum annars fólks,“ sagði Ugla. Umræðan nú kom Uglu ekki á óvart. Hún sagði að þegar hún tjáði sig um málefni Palestínu á samfélagsmiðlum fengi hún oft athugasemdir um að hún ætti sjálf að fara til Gasa og sjá hvernig yrði komið fram við hana þar. „Ef ég væri á Gasa núna þá væri ég líklega búin að svelta úr hungri og það tengist því ekkert að ég sé hinsegin,“ sagði Ugla.
Hinsegin Gleðigangan Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira