Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2025 00:22 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Umtalsverður samdráttur er væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu. Verktakar kvarta yfir háum fjármagnskostnaði og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir vítahring hafa myndast. Samtök iðnaðarins lögðu nýlega könnun fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Hár fjármagnskostnaður vegur þungt Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir niðurstöður könnunarinnar valda áhyggjum. „Verktakar nefna það sérstaklega, níutíu prósent verktaka benda á að færri íbúðir séu nú í byggingu vegna hás fjármagnskostnaðar. Þeir eru að halda að sér höndum út af því,“ segir Sigurður. Fjármagnskostnaðurinn er fyrst og fremst háir vextir en Sigurður segir stjórnvöld einnig hafa breytt hlutunum til hins verra. „Stjórnvöld hækkuðu til dæmis virðisaukaskatt á byggingariðnað með því að lækka endurgreiðslu. Það hafði mikil áhrif. Yfir helmingur aðspurða segir að það hafi dregið úr uppbyggingu hjá þeirra fyrirtæki. Sveitarfélögin hafa verið að hækka gjöld. Gatnagerðargjöld, innviðagjöld, byggingaréttargjöld, hvað sem þessi gjöld nú öll heita sem er búið að finna upp. Þau hafa hækkað verulega, sem er mjög undarlegt og er þvert á markmið og vilyrði sem sveitarfélög og stjórnvöld gáfu í tengslum við kjarasamninga,“ segir Sigurður. Slæmur vítahringur Hann segir ákveðinn vítahring hafa skapast. Hátt húsnæðisverð valdi háum vöxtum. Háir vextir dragi úr uppbyggingu. Og þegar minna er byggt hækkar húsnæðisverð og hringurinn heldur þannig áfram. „Ég myndi segja að mestu tækifærin til að auka skilvirkni liggi hjá sveitarfélögunum. Í ferlinu hjá þeim, í áherslu í skipulaginu. Við sjáum til dæmis að stóraukin áhersla á þéttingu byggðar leiðir af sér íbúðir sem markaðurinn eða almenningur hefur kannski minni áhuga á, eða mæta ekki þörfum almennings,“ segir Sigurður. Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Stjórnsýsla Alþingi Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Samtök iðnaðarins lögðu nýlega könnun fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Hár fjármagnskostnaður vegur þungt Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir niðurstöður könnunarinnar valda áhyggjum. „Verktakar nefna það sérstaklega, níutíu prósent verktaka benda á að færri íbúðir séu nú í byggingu vegna hás fjármagnskostnaðar. Þeir eru að halda að sér höndum út af því,“ segir Sigurður. Fjármagnskostnaðurinn er fyrst og fremst háir vextir en Sigurður segir stjórnvöld einnig hafa breytt hlutunum til hins verra. „Stjórnvöld hækkuðu til dæmis virðisaukaskatt á byggingariðnað með því að lækka endurgreiðslu. Það hafði mikil áhrif. Yfir helmingur aðspurða segir að það hafi dregið úr uppbyggingu hjá þeirra fyrirtæki. Sveitarfélögin hafa verið að hækka gjöld. Gatnagerðargjöld, innviðagjöld, byggingaréttargjöld, hvað sem þessi gjöld nú öll heita sem er búið að finna upp. Þau hafa hækkað verulega, sem er mjög undarlegt og er þvert á markmið og vilyrði sem sveitarfélög og stjórnvöld gáfu í tengslum við kjarasamninga,“ segir Sigurður. Slæmur vítahringur Hann segir ákveðinn vítahring hafa skapast. Hátt húsnæðisverð valdi háum vöxtum. Háir vextir dragi úr uppbyggingu. Og þegar minna er byggt hækkar húsnæðisverð og hringurinn heldur þannig áfram. „Ég myndi segja að mestu tækifærin til að auka skilvirkni liggi hjá sveitarfélögunum. Í ferlinu hjá þeim, í áherslu í skipulaginu. Við sjáum til dæmis að stóraukin áhersla á þéttingu byggðar leiðir af sér íbúðir sem markaðurinn eða almenningur hefur kannski minni áhuga á, eða mæta ekki þörfum almennings,“ segir Sigurður.
Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Stjórnsýsla Alþingi Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23