Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. ágúst 2025 20:51 Vísir / Diego KA og ÍBV mættust á Greifavellinum á Akureyri í 18. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikurinn var í járnum lengi vel en fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Dagur Ingi Valsson eina mark leiksins og tryggði 1-0 sigur. KA lyftir sér upp í sjöunda sæti með sigrinum yfir Eyjamenn. KA menn byrjuðu leikinn af krafti og sköpuðu nokkur færi til að komast yfir en Hjörvar Daði Arnarsson í marki ÍBV var vel vakandi og kom í veg fyrir það. Ásgeir Sigurgeirsson fékk sannkallað dauðafæri á 18. mínútu eftir frábæra sókn KA-manna. Hallgrímur Mar átti þá góða sendingu í gegn á Birgi Baldvinsson sem setti boltann út á Ásgeir í teignum. Hann þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna en aftur varði Hjörvar vel. Þar á eftir átti Birgir skot en enn á ný varði Hjörvar. Eftir því sem leið á hálfleikinn vann ÍBV sig betur inn í leikinn og nýttu hraðann fram á við til að valda usla í vörn KA manna. Hermann Þór Ragnarsson og Oliver Heiðarsson létu báðir reyna á Steinþór Már Auðunsson í marki KA manna en eins og Hjörvar þá átti Steinþór glimrandi leik. Hálfleikstölur 0-0. Seinni hálfleikur var í meira jafnvægi og minna um opin færi. KA var meira með boltann og ÍBV sinnti varnarvinnunni vel og beittu skyndisóknum. Það var minna um opin færi en bæði lið fengu þó sína sénsa. ÍBV fékk sinn besta séns á 81. mínútu þegar Bjarki Björn Gunnarsson komst á ákjósanlega stöðu og átti gott skot sem Steinþór sá við. Það stefndi allt í 0-0 jafntefli á Greifavellinum í dag en varamenn KA sáu til þess að stigin þrjú færu til heimamanna. Guðjón Ernir Hrafnkelsson átti fyrirgjöf inn á teig þar sem Viðar Örn Kjartansson skallaði boltann í slánna úr því varð talsverður darraðadans en á endanum kom Dagur Ingi Valsson boltanum yfir línuna og KA menn fögnuðu vel. Lokatölur 1-0 á Greifavellinum. Atvik leiksins Það er markið þegar skammt var eftir. Það stefndi allt í 0-0 leik þrátt fyrir að bæði lið hefðu fengið sín tækifæri til að skora. Dagur Ingi Valsson sá til þess að liðin skiptu ekki með sér stigunum og KA menn grípa þessi þrjú stig fegins hendi. Stjörnur og skúrkar Steinþór Már Auðunsson í marki KA og Hjörvar Daði Arnarsson sem stóð milli stanganna hjá ÍBV voru báðir mjög góðir og áttu oft á tíðum frábærar vörslur. Það mæddi meira á Hjörvari en hann stóðst pressuna vel, hann getur ekki mikið gert í markinu sem KA skoraði. Það var engin áberandi lélegur í dag en færanýting hjá báðum liðum hefði geta verið miklu betri. Stemmning og umgjörð Umgjörðin var góð, hamborgara og með því fyrir leik eins og venja er og ágætlega sótt í stúkuna en um 500 manns voru á leiknum í dag. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson og teymið hélt fínt á spöðunum í dag. Þorlákur Már Árnason: Svekkjandi á endanum að tapa þessu Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, ekki sátturVísir/Diego „Svona eins og þetta þróaðist að þá hefði maður verið sáttur við að halda allavega í stigið. Við fáum náttúrulega dauðafæri í kringum 80 mínútu, Bjarki kominn einn í gegn en Stubbur ver. Svona er þetta bara, maður hélt þetta væri að fara að vera 0-0 leikur en á endanum kláruðu KA menn þetta,“ sagði Þorlákur svekktur eftir tap sinna manna í dag. „Fyrsta hálftímann vorum við bara ekki nógu góður en síðasta klukkutímann varð þetta síðan bara jafn leikur. Við fáum þrjú til fjögur mjög opin færi þar sem við hefðum átt að gera betur í.“ Þorlákur var ekki sáttur við hvernig hans menn byrjuðu leikinn en var ánægður hvernig þeir unnu sig inn í hann. „Við byrjum leikinn illa, við vorum lengi í gang og töpuðum boltanum oft og illa. Við töluðum um það í hálfleik að breyta því og mér fannst seinni hálfleikurinn bara í góðu jafnvægi þannig það var svekkjandi á endanum að tapa þessu en þetta var leikur sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var. Það þýðir ekki á gráta það, það er bara næsti leikur.“ Fyrir leikinn talaði Þorlákur um að reyna að kveða niður útivallardrauginn en ÍBV hefur ekki gengið nógu vel á útivöllum í sumar. Honum fannst þrátt fyrir tapið margt jákvætt í leik sinna manna. „Það var meira líf í okkur í þessum leik heldur en í síðustu útileikjum, þetta var leikur sem við hefðum geta unnið. Í síðustu útileikjum hefur þetta oft verið þannig að við erum bara búnir að tapa í hálfleik þannig þetta er klárlega betra. Við vörðum mark okkar vel og Hjörvar spilaði mjög vel. KA menn fengu auðvitað mjög góð færi í fyrri hálfleik en mér fannst við líka fá mjög góðar opnanir en okkur tókst bara ekki að nýta það.“ Framundan er leikur á móti Val á heimavelli. „Það leggst mjög vel í mig. Við erum ósigraðir á Hásteinsvelli eftir að við fórum þangað aftur þannig hlakka bara til næsta leiks.“ Besta deild karla KA ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti
KA og ÍBV mættust á Greifavellinum á Akureyri í 18. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikurinn var í járnum lengi vel en fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Dagur Ingi Valsson eina mark leiksins og tryggði 1-0 sigur. KA lyftir sér upp í sjöunda sæti með sigrinum yfir Eyjamenn. KA menn byrjuðu leikinn af krafti og sköpuðu nokkur færi til að komast yfir en Hjörvar Daði Arnarsson í marki ÍBV var vel vakandi og kom í veg fyrir það. Ásgeir Sigurgeirsson fékk sannkallað dauðafæri á 18. mínútu eftir frábæra sókn KA-manna. Hallgrímur Mar átti þá góða sendingu í gegn á Birgi Baldvinsson sem setti boltann út á Ásgeir í teignum. Hann þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna en aftur varði Hjörvar vel. Þar á eftir átti Birgir skot en enn á ný varði Hjörvar. Eftir því sem leið á hálfleikinn vann ÍBV sig betur inn í leikinn og nýttu hraðann fram á við til að valda usla í vörn KA manna. Hermann Þór Ragnarsson og Oliver Heiðarsson létu báðir reyna á Steinþór Már Auðunsson í marki KA manna en eins og Hjörvar þá átti Steinþór glimrandi leik. Hálfleikstölur 0-0. Seinni hálfleikur var í meira jafnvægi og minna um opin færi. KA var meira með boltann og ÍBV sinnti varnarvinnunni vel og beittu skyndisóknum. Það var minna um opin færi en bæði lið fengu þó sína sénsa. ÍBV fékk sinn besta séns á 81. mínútu þegar Bjarki Björn Gunnarsson komst á ákjósanlega stöðu og átti gott skot sem Steinþór sá við. Það stefndi allt í 0-0 jafntefli á Greifavellinum í dag en varamenn KA sáu til þess að stigin þrjú færu til heimamanna. Guðjón Ernir Hrafnkelsson átti fyrirgjöf inn á teig þar sem Viðar Örn Kjartansson skallaði boltann í slánna úr því varð talsverður darraðadans en á endanum kom Dagur Ingi Valsson boltanum yfir línuna og KA menn fögnuðu vel. Lokatölur 1-0 á Greifavellinum. Atvik leiksins Það er markið þegar skammt var eftir. Það stefndi allt í 0-0 leik þrátt fyrir að bæði lið hefðu fengið sín tækifæri til að skora. Dagur Ingi Valsson sá til þess að liðin skiptu ekki með sér stigunum og KA menn grípa þessi þrjú stig fegins hendi. Stjörnur og skúrkar Steinþór Már Auðunsson í marki KA og Hjörvar Daði Arnarsson sem stóð milli stanganna hjá ÍBV voru báðir mjög góðir og áttu oft á tíðum frábærar vörslur. Það mæddi meira á Hjörvari en hann stóðst pressuna vel, hann getur ekki mikið gert í markinu sem KA skoraði. Það var engin áberandi lélegur í dag en færanýting hjá báðum liðum hefði geta verið miklu betri. Stemmning og umgjörð Umgjörðin var góð, hamborgara og með því fyrir leik eins og venja er og ágætlega sótt í stúkuna en um 500 manns voru á leiknum í dag. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson og teymið hélt fínt á spöðunum í dag. Þorlákur Már Árnason: Svekkjandi á endanum að tapa þessu Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, ekki sátturVísir/Diego „Svona eins og þetta þróaðist að þá hefði maður verið sáttur við að halda allavega í stigið. Við fáum náttúrulega dauðafæri í kringum 80 mínútu, Bjarki kominn einn í gegn en Stubbur ver. Svona er þetta bara, maður hélt þetta væri að fara að vera 0-0 leikur en á endanum kláruðu KA menn þetta,“ sagði Þorlákur svekktur eftir tap sinna manna í dag. „Fyrsta hálftímann vorum við bara ekki nógu góður en síðasta klukkutímann varð þetta síðan bara jafn leikur. Við fáum þrjú til fjögur mjög opin færi þar sem við hefðum átt að gera betur í.“ Þorlákur var ekki sáttur við hvernig hans menn byrjuðu leikinn en var ánægður hvernig þeir unnu sig inn í hann. „Við byrjum leikinn illa, við vorum lengi í gang og töpuðum boltanum oft og illa. Við töluðum um það í hálfleik að breyta því og mér fannst seinni hálfleikurinn bara í góðu jafnvægi þannig það var svekkjandi á endanum að tapa þessu en þetta var leikur sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var. Það þýðir ekki á gráta það, það er bara næsti leikur.“ Fyrir leikinn talaði Þorlákur um að reyna að kveða niður útivallardrauginn en ÍBV hefur ekki gengið nógu vel á útivöllum í sumar. Honum fannst þrátt fyrir tapið margt jákvætt í leik sinna manna. „Það var meira líf í okkur í þessum leik heldur en í síðustu útileikjum, þetta var leikur sem við hefðum geta unnið. Í síðustu útileikjum hefur þetta oft verið þannig að við erum bara búnir að tapa í hálfleik þannig þetta er klárlega betra. Við vörðum mark okkar vel og Hjörvar spilaði mjög vel. KA menn fengu auðvitað mjög góð færi í fyrri hálfleik en mér fannst við líka fá mjög góðar opnanir en okkur tókst bara ekki að nýta það.“ Framundan er leikur á móti Val á heimavelli. „Það leggst mjög vel í mig. Við erum ósigraðir á Hásteinsvelli eftir að við fórum þangað aftur þannig hlakka bara til næsta leiks.“