Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 17:01 Hinn átján ára gamli Lamine Yamal kyssir Barcelona-treyjuna í sigurleiknum á Real Betis um helgina. Getty/Eric Verhoeven Meðalaldur byrjunarliðs Barcelona í sigri á Real Betis í spænsku deildinni um helgina var undir 24 árum sem er mögnuð staðreynd fyrir lið sem situr í efsta sæti deildarinnar. Barcelona náði fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppnum með 5-3 sigri á Betis en Real missteig sig síðan í gærkvöldi þegar liðið gat minnkað það aftur niður í eitt stig. Byrjunarlið Börsunga vakti mikla athygli og fékk tölfræðinga til að gramsa í gögnunum sínum. „Sagt er að hæfileikar séu ekki háðir aldri og La Masia er besta dæmið um það. Ár eftir ár heldur unglingaakademía Börsunga áfram að ala af sér leikmenn sem skilja leikinn, keppa eins og gamalreyndir menn og taka ábyrgð án þess að það íþyngi þeim. Fjárfesting í ungum hæfileikum, ásamt uppöldum leikmönnum og hnökralausum viðbótum, hefur komið Barca í góða stöðu fyrir nútíðina og sérstaklega fyrir framtíðina,“ segir í frétt á heimasíðu Barcelona. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Þar er síðan farið yfir tölfræði yfir aldur byrjunarliðsins. Byrjunarliðið var með 23,34 ára meðalaldur, sem gerir það að yngsta liði Barca í spænsku deildinni, La Liga, síðan 28. desember 1930, þegar Börsungar sigruðu Racing Santander með liði sem var með 23,09 ára meðalaldur. Þessi samanburður útilokar reyndar leikinn frá 9. september 1984 gegn Zaragoza, þegar unglingaliðsmenn spiluðu vegna verkfalls atvinnumanna. Meðalaldurinn var þá 20,69 ár og var þetta því einstakt tilfelli út af verkfallsaðgerðum aðalliðsmanna. Meðal þeirra sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu var tvítugur Svíi, Roony Bardghji, og hann skoraði eitt af fimm mörkum liðsins. Hinn 25 ára gamli Ferran Torres skoraði þrennu og hinn átján ára gamli Lamine Yamal skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Hið sögulega byrjunarlið Börsunga samanstóð af Joan Garcia (24 ára, 7 mánaða og 2 daga) í markinu; ungri vörn með Alejandro Balde (22 ára, 1 mánaðar og 18 daga), Pau Cubarsí (18 ára, 10 mánaða og 14 daga), Gerard Martín (23 ára, 9 mánaða og 10 daga) og Jules Kounde (27 ára og 24 daga); Roony Bardghi (20 ára og 21 dags), Eric Garcia (24 ára, 10 mánaða og 27 daga), Pedri (23 ára og 11 daga), Lamine Yamal (18 ára, 4 mánaða og 23 daga), Ferran Torres (25 ára, 9 mánaða og 7 daga) og Marcus Rashford (28 ára, 1 mánaðar og 6 daga). Spænski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Sjá meira
Barcelona náði fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppnum með 5-3 sigri á Betis en Real missteig sig síðan í gærkvöldi þegar liðið gat minnkað það aftur niður í eitt stig. Byrjunarlið Börsunga vakti mikla athygli og fékk tölfræðinga til að gramsa í gögnunum sínum. „Sagt er að hæfileikar séu ekki háðir aldri og La Masia er besta dæmið um það. Ár eftir ár heldur unglingaakademía Börsunga áfram að ala af sér leikmenn sem skilja leikinn, keppa eins og gamalreyndir menn og taka ábyrgð án þess að það íþyngi þeim. Fjárfesting í ungum hæfileikum, ásamt uppöldum leikmönnum og hnökralausum viðbótum, hefur komið Barca í góða stöðu fyrir nútíðina og sérstaklega fyrir framtíðina,“ segir í frétt á heimasíðu Barcelona. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Þar er síðan farið yfir tölfræði yfir aldur byrjunarliðsins. Byrjunarliðið var með 23,34 ára meðalaldur, sem gerir það að yngsta liði Barca í spænsku deildinni, La Liga, síðan 28. desember 1930, þegar Börsungar sigruðu Racing Santander með liði sem var með 23,09 ára meðalaldur. Þessi samanburður útilokar reyndar leikinn frá 9. september 1984 gegn Zaragoza, þegar unglingaliðsmenn spiluðu vegna verkfalls atvinnumanna. Meðalaldurinn var þá 20,69 ár og var þetta því einstakt tilfelli út af verkfallsaðgerðum aðalliðsmanna. Meðal þeirra sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu var tvítugur Svíi, Roony Bardghji, og hann skoraði eitt af fimm mörkum liðsins. Hinn 25 ára gamli Ferran Torres skoraði þrennu og hinn átján ára gamli Lamine Yamal skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Hið sögulega byrjunarlið Börsunga samanstóð af Joan Garcia (24 ára, 7 mánaða og 2 daga) í markinu; ungri vörn með Alejandro Balde (22 ára, 1 mánaðar og 18 daga), Pau Cubarsí (18 ára, 10 mánaða og 14 daga), Gerard Martín (23 ára, 9 mánaða og 10 daga) og Jules Kounde (27 ára og 24 daga); Roony Bardghi (20 ára og 21 dags), Eric Garcia (24 ára, 10 mánaða og 27 daga), Pedri (23 ára og 11 daga), Lamine Yamal (18 ára, 4 mánaða og 23 daga), Ferran Torres (25 ára, 9 mánaða og 7 daga) og Marcus Rashford (28 ára, 1 mánaðar og 6 daga).
Spænski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Sjá meira