Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 00:36 „Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ segir Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar. aðsend Tveimur starfsmönnum fjölmiðilsins Heimildarinnar var sagt upp störfum um mánaðamót. Í haust verður sú breyting jafnframt gerð að blaðið komi út mánaðarlega en hingað til hefur það komið út vikulega. Samstöðin og Ríkiútvarpið greina frá. Þar kemur fram að blaðamönnunum Margréti Marteinsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, fréttastjóra vefs, hafi verið sagt upp síðustu mánaðamót. Í umfjöllun Samstöðvarinnar segir að blaðakonurnar tvær séu ekki þær einu sem frá hverfa af miðlinum. Jón Trausti Reynisson birti færslu á Facebook í kvöld, eftir að fréttir af uppsögnunum voru birtar á miðlana tvo. Þar skrifar hann um aukna óvissu í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Hann vekur athygli á að engin lög séu í gildi um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla vegna ársins 2024, því frumvarp um einfalda framlengingu hafi ekki verið afgreitt á Alþingi fyrir þinglok. Þá séu heldur engin lög í gildi um hvernig rekstrarstyrkir ríkisins yrðu vegna núverandi rekstrarárs, eða hvort þeir verði til staðar. Einungis liggi fyrir áform ríkisstjórnarmeirihlutans um að breyta þeim frá grunni. „Síðustu ár hefur verið í gildi styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem hluti ritstjórnarkostnaðar er endurgreiddur. Fólk getur verið með þeim eða á móti þeim, en staðreyndin er að alls kyns rekstur nýtur skattafríðinda eða styrkja frá ríkinu, af ýmsum ástæðum,“ skrifar Jón Trausti. Það sem er vitað núna sé viljayfirlýsing ráðherra um að slíkir styrkir verði væntanlega greiddir út vegna 2024 og að þingmeirihlutinn hafi valið, við myndun fjárlaga, að beita aðhaldskröfu á styrkina og lækka þá um 50 milljónir króna, en hækka fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins um 390 milljónir króna. „Í rekstrarlegu tilliti hefði þurft að liggja fyrir áður en árið 2024 hófst hvernig lagaumhverfi reksturinn byggi við, svo hægt væri að áætla farsællega. Styrkir sem þessir eru síðan gjarnan nýttir sem veð í skammtímafjármögnun til að mæta sveiflum í sjóðsstreymi, sem er ekki hægt í dag, en var hægt í fyrra. Þetta skiptir hins vegar engu máli fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem er niðurgreitt af hagsmunaaðilum, eins og til dæmis útgáfufélag Morgunblaðsins, sem fær um milljón krónur á dag frá útgerðarfélögunum og hagar efnistökum oft eftir hagsmununum. Eða Bændablaðið, sem nýtir ríkisstyrki til Bændasamtakanna í fjölmiðlarekstur og fær líka stuðning eins og um einkarekinn fjölmiðil sé að ræða. Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ skrifar Jón Trausti á Facebook. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Samstöðin og Ríkiútvarpið greina frá. Þar kemur fram að blaðamönnunum Margréti Marteinsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, fréttastjóra vefs, hafi verið sagt upp síðustu mánaðamót. Í umfjöllun Samstöðvarinnar segir að blaðakonurnar tvær séu ekki þær einu sem frá hverfa af miðlinum. Jón Trausti Reynisson birti færslu á Facebook í kvöld, eftir að fréttir af uppsögnunum voru birtar á miðlana tvo. Þar skrifar hann um aukna óvissu í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Hann vekur athygli á að engin lög séu í gildi um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla vegna ársins 2024, því frumvarp um einfalda framlengingu hafi ekki verið afgreitt á Alþingi fyrir þinglok. Þá séu heldur engin lög í gildi um hvernig rekstrarstyrkir ríkisins yrðu vegna núverandi rekstrarárs, eða hvort þeir verði til staðar. Einungis liggi fyrir áform ríkisstjórnarmeirihlutans um að breyta þeim frá grunni. „Síðustu ár hefur verið í gildi styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem hluti ritstjórnarkostnaðar er endurgreiddur. Fólk getur verið með þeim eða á móti þeim, en staðreyndin er að alls kyns rekstur nýtur skattafríðinda eða styrkja frá ríkinu, af ýmsum ástæðum,“ skrifar Jón Trausti. Það sem er vitað núna sé viljayfirlýsing ráðherra um að slíkir styrkir verði væntanlega greiddir út vegna 2024 og að þingmeirihlutinn hafi valið, við myndun fjárlaga, að beita aðhaldskröfu á styrkina og lækka þá um 50 milljónir króna, en hækka fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins um 390 milljónir króna. „Í rekstrarlegu tilliti hefði þurft að liggja fyrir áður en árið 2024 hófst hvernig lagaumhverfi reksturinn byggi við, svo hægt væri að áætla farsællega. Styrkir sem þessir eru síðan gjarnan nýttir sem veð í skammtímafjármögnun til að mæta sveiflum í sjóðsstreymi, sem er ekki hægt í dag, en var hægt í fyrra. Þetta skiptir hins vegar engu máli fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem er niðurgreitt af hagsmunaaðilum, eins og til dæmis útgáfufélag Morgunblaðsins, sem fær um milljón krónur á dag frá útgerðarfélögunum og hagar efnistökum oft eftir hagsmununum. Eða Bændablaðið, sem nýtir ríkisstyrki til Bændasamtakanna í fjölmiðlarekstur og fær líka stuðning eins og um einkarekinn fjölmiðil sé að ræða. Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ skrifar Jón Trausti á Facebook.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira