Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2025 12:22 Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógrægtarfélags Reykjavíkur. Veitur hafa frestað fyrirhuguðum framkvæmdum í Heiðmörk sem áttu að hefjast í sumar. Áformin hafa verið nokkuð umdeild en framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fagnar frestun framkvæmda en félagið gerir athugasemdir við að umrædd framkvæmd fari ekki í gegnum deiliskipulag. Um er að ræða girðingarframkvæmd í tengslum við áfrorm um stækkun afgirts svæðis vegna vatnsverndar í Heiðmörk. Mbl.is greinir frá því í morgun að Veitur muni ekki hefja framkvæmdir við girðinguna í sumar líkt og til stóð. Veitur staðfesta í skriflegu svari til fréttastofu að framkvæmdir hefjist ekki í sumar, en til standi þó að þær hefjist fyrir áramót. Frestunin eigi sér eðlilegar skýringar, málið sé í undirbúningi og í eðlilegum farvegi og Veitur leggi áherslu á „að vanda vel til verka.“ Fyrirhuguð stækkun á afgirtu svæði er að kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en eins og staðan er nú er aðeins hluti brunnsvæðis vatnsverndar afgirtur. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast en þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg. Vilja málið með inn í deiliskipulag Áformin hafa sætt gagnrýni en Skógræktarfélag Reykjavíkur er meðal þeirra sem óttast að framkvæmdirnar skerði aðgengi að útivistarsvæðinu í Heiðmörk. „Við fögnum því að það sé aðeins verið að bíða með þessa miklu girðingaframkvæmd. En við höfum lagt á það þunga áherslu að þetta sé tekið inn í deiliskipulagsvinnuna,“ segir Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógrægtarfélagsins. „Það var álit Veitna að þetta væri ótengt deiliskipulagsvinnunni en það voru okkar áherslur að þetta væri hluti af deiliskipulagsvinnunni. Þannig að ef það ætti að færa til göngustíga eða ef ætti að skerða aðgengi að Heiðmörk, að þá höfum við lagt á það áherslu að aðgengi allra væri tryggt í Heiðmörk. Og það er borgaryfirvalda að finna út hvernig því skuli háttað,“ segir Auður. Málið sé nokkuð flókið í eðli sínu, en henni þyki eðlilegt að þessi framkvæmd, líkt og önnur áform í tengslum við skipulag svæðisins, sé hluti af deiliskipulagsvinnunni sem nú standi yfir. Ólíkt umræddri girðingarframkvæmd væntir Auður þess að aðgengismál bílaumferðar verði tekin með inn í deiliskipulagið. „Heiðmörk er friðland okkar allra og fagnaði 75 ára afmæli á þessu ári og það er verið að deiliskipuleggja og mikilvægt að vanda til verka þar og það sé ekki verið að taka út einhverja eina framkvæmd eins og þessa girðingaframkvæmd,“ segir Auður. Segjast munu leggja nýjan stíg á undan girðingunni Fram kemur í svari Veitna að stefnt sé að því að leggja nýjan göngustíg áður en afgirt svæði verður stækkað, en núverandi gögnuleið liggur að hluta innan þess svæðis sem til stendur að girða. „Veitur áforma að hefja framkvæmdir fyrir áramót en þá miðum við við að byrja á því að leggja nýjan stíg fyrir fólk sem nýtur útivistar. Ástæðan fyrir því er að hluti af hinum svokallaða Ríkishring fer undir áformað afgirt svæði og vilja Veitur ekki að fólk sem nýtur útivistar í Heiðmörk verði fyrir skerðingu. Í kjölfar þess að nýr stígur hefur verið lagður vilja Veitur hefja vinnu við að stækka afgirt svæði til verndar hreinu vatni. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast enda eru þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg,“ segir meðal annars í svari Veitna. Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Reykjavík Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Um er að ræða girðingarframkvæmd í tengslum við áfrorm um stækkun afgirts svæðis vegna vatnsverndar í Heiðmörk. Mbl.is greinir frá því í morgun að Veitur muni ekki hefja framkvæmdir við girðinguna í sumar líkt og til stóð. Veitur staðfesta í skriflegu svari til fréttastofu að framkvæmdir hefjist ekki í sumar, en til standi þó að þær hefjist fyrir áramót. Frestunin eigi sér eðlilegar skýringar, málið sé í undirbúningi og í eðlilegum farvegi og Veitur leggi áherslu á „að vanda vel til verka.“ Fyrirhuguð stækkun á afgirtu svæði er að kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en eins og staðan er nú er aðeins hluti brunnsvæðis vatnsverndar afgirtur. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast en þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg. Vilja málið með inn í deiliskipulag Áformin hafa sætt gagnrýni en Skógræktarfélag Reykjavíkur er meðal þeirra sem óttast að framkvæmdirnar skerði aðgengi að útivistarsvæðinu í Heiðmörk. „Við fögnum því að það sé aðeins verið að bíða með þessa miklu girðingaframkvæmd. En við höfum lagt á það þunga áherslu að þetta sé tekið inn í deiliskipulagsvinnuna,“ segir Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógrægtarfélagsins. „Það var álit Veitna að þetta væri ótengt deiliskipulagsvinnunni en það voru okkar áherslur að þetta væri hluti af deiliskipulagsvinnunni. Þannig að ef það ætti að færa til göngustíga eða ef ætti að skerða aðgengi að Heiðmörk, að þá höfum við lagt á það áherslu að aðgengi allra væri tryggt í Heiðmörk. Og það er borgaryfirvalda að finna út hvernig því skuli háttað,“ segir Auður. Málið sé nokkuð flókið í eðli sínu, en henni þyki eðlilegt að þessi framkvæmd, líkt og önnur áform í tengslum við skipulag svæðisins, sé hluti af deiliskipulagsvinnunni sem nú standi yfir. Ólíkt umræddri girðingarframkvæmd væntir Auður þess að aðgengismál bílaumferðar verði tekin með inn í deiliskipulagið. „Heiðmörk er friðland okkar allra og fagnaði 75 ára afmæli á þessu ári og það er verið að deiliskipuleggja og mikilvægt að vanda til verka þar og það sé ekki verið að taka út einhverja eina framkvæmd eins og þessa girðingaframkvæmd,“ segir Auður. Segjast munu leggja nýjan stíg á undan girðingunni Fram kemur í svari Veitna að stefnt sé að því að leggja nýjan göngustíg áður en afgirt svæði verður stækkað, en núverandi gögnuleið liggur að hluta innan þess svæðis sem til stendur að girða. „Veitur áforma að hefja framkvæmdir fyrir áramót en þá miðum við við að byrja á því að leggja nýjan stíg fyrir fólk sem nýtur útivistar. Ástæðan fyrir því er að hluti af hinum svokallaða Ríkishring fer undir áformað afgirt svæði og vilja Veitur ekki að fólk sem nýtur útivistar í Heiðmörk verði fyrir skerðingu. Í kjölfar þess að nýr stígur hefur verið lagður vilja Veitur hefja vinnu við að stækka afgirt svæði til verndar hreinu vatni. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast enda eru þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg,“ segir meðal annars í svari Veitna.
Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Reykjavík Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira