Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 16:53 Sautján stiga hiti var á Raufarhöfn í dag þegar Vísir sló á þráðinn þangað. Tjaldsvæði Raufarhafnar Tjaldsvæði víða á Norðurlandi, þar sem besta veðrinu er spáð um helgina, eru óðum að fyllast. Tjaldsvæðavörður í Vaglaskógi segir að brjálað hafi verið að gera í bókunum síðustu tvo daga og ljóst sé að margir ætli sé að elta góða veðrið um helgina. „Við erum bara að verða fullbókuð, það eru bara einhver örfá stæði eftir, og það er orðið fullt í rafmagn,“ segir Þórhildur Ásgeirsdóttir, tjaldstæðavörður í Vaglaskógi. Veðrið hafi verið gott á svæðinu undanfarna daga, en að vísu hafi verið nýbyrjað að rigna örlítið þegar blaðamaður sló á þráðinn. Miðað við spár sé þó aðeins um lítinn skúr að ræða og von sé á fínasta veðri um helgina. Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri útivistarsvæðisins á Hömrum, segir að tjaldsvæðið sé farið að þéttast. Þar sé ekkert bókunarkerfi og þeir sem komi fyrstir, fái pláss. „Það er að þéttast hérna, og ég á alveg von á því miðað við veðurspá að það komi til með að verða fullt. Það er lítið orðið eftir af rafmagnstenglum, við erum búin að opna á fleiri svæði, það er alveg pláss, en lítið af rafmagnstenglum að komast í,“ segir Ásgeir. Blíðviðrisdagur á tjaldsvæðinu á Hömrum.Stöð 2 Angela, rekstraraðili tjaldsvæðisins á Raufarhöfn, segir að veðrið þar sé dásamlegt og hafi verið undanfarna daga. Á tjaldsvæðinu við Raufarhöfn gildir einnig lögmálið fyrstir koma, fyrstir fá. „En ef það er allt fullt á svæðinu sjálfu, og inni í skeifunni, þá erum við með aukasvæði sem er fótboltavöllurinn. Þeir sem eru sjálfbærir með rafmagn og salernisaðstöðu, þeir geta leikandi verið þar á flennistórum velli,“ segir Angela. Á Raufarhöfn sé núna sautján stiga hiti og smá vindur, sem kæli mann niður í hitanum. Tjaldsvæði Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Sjá meira
„Við erum bara að verða fullbókuð, það eru bara einhver örfá stæði eftir, og það er orðið fullt í rafmagn,“ segir Þórhildur Ásgeirsdóttir, tjaldstæðavörður í Vaglaskógi. Veðrið hafi verið gott á svæðinu undanfarna daga, en að vísu hafi verið nýbyrjað að rigna örlítið þegar blaðamaður sló á þráðinn. Miðað við spár sé þó aðeins um lítinn skúr að ræða og von sé á fínasta veðri um helgina. Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri útivistarsvæðisins á Hömrum, segir að tjaldsvæðið sé farið að þéttast. Þar sé ekkert bókunarkerfi og þeir sem komi fyrstir, fái pláss. „Það er að þéttast hérna, og ég á alveg von á því miðað við veðurspá að það komi til með að verða fullt. Það er lítið orðið eftir af rafmagnstenglum, við erum búin að opna á fleiri svæði, það er alveg pláss, en lítið af rafmagnstenglum að komast í,“ segir Ásgeir. Blíðviðrisdagur á tjaldsvæðinu á Hömrum.Stöð 2 Angela, rekstraraðili tjaldsvæðisins á Raufarhöfn, segir að veðrið þar sé dásamlegt og hafi verið undanfarna daga. Á tjaldsvæðinu við Raufarhöfn gildir einnig lögmálið fyrstir koma, fyrstir fá. „En ef það er allt fullt á svæðinu sjálfu, og inni í skeifunni, þá erum við með aukasvæði sem er fótboltavöllurinn. Þeir sem eru sjálfbærir með rafmagn og salernisaðstöðu, þeir geta leikandi verið þar á flennistórum velli,“ segir Angela. Á Raufarhöfn sé núna sautján stiga hiti og smá vindur, sem kæli mann niður í hitanum.
Tjaldsvæði Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Sjá meira
Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43