Innlent

Á­fram gýs úr einum gíg

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Nýjasta eldgosið á Sunhnúksgígaröðinni hófst fyrir tíu dögum síðan, 16. júlí.
Nýjasta eldgosið á Sunhnúksgígaröðinni hófst fyrir tíu dögum síðan, 16. júlí. Vísir/Björn Steinbekk

Gosvirkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur verið stöðug frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraunið rennur áfram til austurs og suðausturs. Gosmengun berst til austurs og suðausturs í dag og gæti orðið vart víða á Suðurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar.

Þar segir að hraunið sem rennur úr gígnum dreifi úr sér á breiðunni innan við einn kílómetra frá gígnum. Lítil eða hæg hreyfing er á ystu hraunjöðrum, en hraunið hefur teygt sig örlítið til norðurs og suðurs.

Vestlægri og síðar norðvestlægri átt er spáð í dag en þá berst gasmengun til austurs og suðausturs. Hennar gæti orðið vart víða á Suðurlandi en síður þó á höfuðborgarsvæðinu.

„Lítil sem engin gosmóða hefur mælst á landinu í nótt,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun

Virni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur hægt nokkuð á sér frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraun rennur til austurs og suðausturs. Lítil eða hæg hreyfing er á ystu hraunjöðrum.

Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia

Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×