Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2025 15:55 Rauði bíll ferðamannsins á leiðinni í veg fyrir bíl mæðgnanna. Í baksýnismyndavélinni sést flutningabíll á mikill ferð. Sem betur fer varð ekki árekstur. Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku. Mæðgurnar Sóley og Jóhanna níu mánaða voru á ferðinni síðastliðinn föstudag á Þrengslaveg og nálguðust Þorlákshafnarveg til Hveragerðis. Sóley stefndi í átt að þrengslum og ferðamaður að koma úr áttinni frá Hveragerði. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan mátti afar litlu muna að alvarlegt slys yrði þegar ferðamaðurinn virti ekki skyldu til að stöðva heldur ók í veg fyrir þær. „Þau voru heppinn að hann olli ekki stórslysi enda hraðinn töluverður,“ segir Sævar Örn Eiríksson, eiginmaður Sóleyjar og faðir Jóhönnu, í færslu á Facebook sem fengið hefur 65 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað. Mæðgurnar voru á 82 kílómetra hraða. Sævar Örn segir í samtali við fréttastofu telja líklegt að bílstjórinn hafi verið að horfa eitthvað allt annað en á veginn. Hann hrósar konu sinni fyrir viðbrögðin. „Sóley bregst algjörlega rétt við eins og hægt er, sveigir frá eins og mögulegt er þó bílar komi á móti, bremsar og flautar,“ segir Sævar. Á eftir henni ók flutningabíll, eins og sést líka í myndbanidnu, sem náði naumlega að stöðva áður en hann lenti á bíl ferðamannsins. „Ótrúleg lukka að þarna hafi ekki orðið mikið slys,“ segir Sævar. Hann hefur verið fastagestur á vegum landsins frá árinu 2008 og aldrei vitað annað eins. „Túristinn var mjög heppinn að ég var ekki með í för, því hann stöðvaði og ræddi við Sóley, og kunni engar skýringar á atferðinu aðrar en að honum hafi fundist Sóley hægja ferðina og talið öruggt að skjótast yfir, þá vill svo til að á þessum gatnamótum, og öðrum á þessari leið er skilyrðislaus stöðvunarskylda, einmitt af ofangreindum ástæðum,“ segir Sævar Örn. „Þó ég sé ekki ofbeldishneigður þá er ég viss um það að ég hefði hrifsað lyklana af manninum og fleygt þeim eins og ég gæti út í hraunið, og látið hann hugsa sinn gang meðan hann leitaði þeirra.“ Sævar Örn segir mæðgurnar njóta lífsins á Tenerife í augnablikinu og jafna sig á atvikinu. Hann var sjálfur hætt kominn á Hringveginum nærri Laugabakka í maí þegar sendiferðabíll birtist allt í einu á móti honum á röngum vegahelmingi. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var hann á kringum 90 kílómetra hraða. Sævar vekur athygli á því að ökumaður sendiferðabílsins var með auka baksýnisspegla en ætti kannski að leggja áherslu á að horfa ekki síður fram á veginn. Sævar Örn telur mikilvægt að hafa myndavélar í bílum og birta atvik sem þessi til að minna fólk á ábyrgð þess í umferðinni. Hann hefur verið fastagestur undir stýri á vegum landsins frá árinu 2008 en segist aldrei hafa lent í öðru eins og þeim uppákomum sem drifið hafa á fjölskylduna undanfarna tvo mánuði. Umferð Ferðaþjónusta Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Mæðgurnar Sóley og Jóhanna níu mánaða voru á ferðinni síðastliðinn föstudag á Þrengslaveg og nálguðust Þorlákshafnarveg til Hveragerðis. Sóley stefndi í átt að þrengslum og ferðamaður að koma úr áttinni frá Hveragerði. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan mátti afar litlu muna að alvarlegt slys yrði þegar ferðamaðurinn virti ekki skyldu til að stöðva heldur ók í veg fyrir þær. „Þau voru heppinn að hann olli ekki stórslysi enda hraðinn töluverður,“ segir Sævar Örn Eiríksson, eiginmaður Sóleyjar og faðir Jóhönnu, í færslu á Facebook sem fengið hefur 65 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað. Mæðgurnar voru á 82 kílómetra hraða. Sævar Örn segir í samtali við fréttastofu telja líklegt að bílstjórinn hafi verið að horfa eitthvað allt annað en á veginn. Hann hrósar konu sinni fyrir viðbrögðin. „Sóley bregst algjörlega rétt við eins og hægt er, sveigir frá eins og mögulegt er þó bílar komi á móti, bremsar og flautar,“ segir Sævar. Á eftir henni ók flutningabíll, eins og sést líka í myndbanidnu, sem náði naumlega að stöðva áður en hann lenti á bíl ferðamannsins. „Ótrúleg lukka að þarna hafi ekki orðið mikið slys,“ segir Sævar. Hann hefur verið fastagestur á vegum landsins frá árinu 2008 og aldrei vitað annað eins. „Túristinn var mjög heppinn að ég var ekki með í för, því hann stöðvaði og ræddi við Sóley, og kunni engar skýringar á atferðinu aðrar en að honum hafi fundist Sóley hægja ferðina og talið öruggt að skjótast yfir, þá vill svo til að á þessum gatnamótum, og öðrum á þessari leið er skilyrðislaus stöðvunarskylda, einmitt af ofangreindum ástæðum,“ segir Sævar Örn. „Þó ég sé ekki ofbeldishneigður þá er ég viss um það að ég hefði hrifsað lyklana af manninum og fleygt þeim eins og ég gæti út í hraunið, og látið hann hugsa sinn gang meðan hann leitaði þeirra.“ Sævar Örn segir mæðgurnar njóta lífsins á Tenerife í augnablikinu og jafna sig á atvikinu. Hann var sjálfur hætt kominn á Hringveginum nærri Laugabakka í maí þegar sendiferðabíll birtist allt í einu á móti honum á röngum vegahelmingi. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var hann á kringum 90 kílómetra hraða. Sævar vekur athygli á því að ökumaður sendiferðabílsins var með auka baksýnisspegla en ætti kannski að leggja áherslu á að horfa ekki síður fram á veginn. Sævar Örn telur mikilvægt að hafa myndavélar í bílum og birta atvik sem þessi til að minna fólk á ábyrgð þess í umferðinni. Hann hefur verið fastagestur undir stýri á vegum landsins frá árinu 2008 en segist aldrei hafa lent í öðru eins og þeim uppákomum sem drifið hafa á fjölskylduna undanfarna tvo mánuði.
Umferð Ferðaþjónusta Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira