Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2025 16:10 Þorgerður Katrín er meðal 25 utanríkisráðherra sem skrifa undir yfirlýsinguna. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands er á meðal 25 utanríkisráðherra sem fordæma hvernig staðið er að mannúðaraðstoð á Gasa og dráp á almennum borgurum. Í yfirlýsingu, sem Þorgerður Katrín hefur undirritað ásamt utanríkisráðherrum Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Hollands, Írlands, Ítalíu, Japans, Kanada, Lettlands, Litháens, Lúxemborgar, Nýja Sjálands, Noregs, Portúgals, Póllands, Slóveníu, Spánar, Sviss og Svíþjóðar, segir að þjáning íbúanna á Gasa hafi náð nýjum hæðum. Ísrael verði að uppfylla skyldur sínar Ráðherrarnir fordæma hvernig staðið sé að veitingu mannúðaraðstoðar á Gasa og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum sem eigi sér það markmið eitt að tryggja sér aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. „Hryllilegt sé að meira en 800 Palestínumenn hafi verið drepnir við slíkar aðstæður. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um sameiginlegu yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni eru Hamas-samtökin einnig fordæmd fyrir að halda fólki áfram í gíslingu, og kallað eftir því að öllum gíslum verði sleppt án tafar og án skilyrða. Vopnahlé feli í sér bestu vonina um að hægt verði að fá gíslana lausa, og binda þannig enda á þjáningar ættingja þeirra. Mannúðarborg ekki í myndinni Ráðherrarnir segja að tillögur ísraelskra ráðamanna um flutning Palestínumanna í svokallaða „mannúðarborg“ á Gasa vera algjörlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. „Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu.“ Fram undan er ráðstefna í New York á vegum Sameinuðu þjóðanna um hina svokölluðu tveggja ríkja lausn, en hún fer fram 28. til 30. júlí. „Stjórnvöld í Frakklandi og Sádi-Arabíu hafa staðið straum af skipulagningu ráðstefnunnar, sem upphaflega átti að fara fram 17.-20. júní en var frestað þá vegna hernaðarátaka milli Ísraels og Írans. Tilgangur ráðstefnunnar er sá að leita leiða til að hrinda tveggja ríkja lausninni í framkvæmd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun sækja ráðstefnuna fyrir Íslands hönd.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Í yfirlýsingu, sem Þorgerður Katrín hefur undirritað ásamt utanríkisráðherrum Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Hollands, Írlands, Ítalíu, Japans, Kanada, Lettlands, Litháens, Lúxemborgar, Nýja Sjálands, Noregs, Portúgals, Póllands, Slóveníu, Spánar, Sviss og Svíþjóðar, segir að þjáning íbúanna á Gasa hafi náð nýjum hæðum. Ísrael verði að uppfylla skyldur sínar Ráðherrarnir fordæma hvernig staðið sé að veitingu mannúðaraðstoðar á Gasa og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum sem eigi sér það markmið eitt að tryggja sér aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. „Hryllilegt sé að meira en 800 Palestínumenn hafi verið drepnir við slíkar aðstæður. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um sameiginlegu yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni eru Hamas-samtökin einnig fordæmd fyrir að halda fólki áfram í gíslingu, og kallað eftir því að öllum gíslum verði sleppt án tafar og án skilyrða. Vopnahlé feli í sér bestu vonina um að hægt verði að fá gíslana lausa, og binda þannig enda á þjáningar ættingja þeirra. Mannúðarborg ekki í myndinni Ráðherrarnir segja að tillögur ísraelskra ráðamanna um flutning Palestínumanna í svokallaða „mannúðarborg“ á Gasa vera algjörlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. „Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu.“ Fram undan er ráðstefna í New York á vegum Sameinuðu þjóðanna um hina svokölluðu tveggja ríkja lausn, en hún fer fram 28. til 30. júlí. „Stjórnvöld í Frakklandi og Sádi-Arabíu hafa staðið straum af skipulagningu ráðstefnunnar, sem upphaflega átti að fara fram 17.-20. júní en var frestað þá vegna hernaðarátaka milli Ísraels og Írans. Tilgangur ráðstefnunnar er sá að leita leiða til að hrinda tveggja ríkja lausninni í framkvæmd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun sækja ráðstefnuna fyrir Íslands hönd.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira