Fótbolti

Læri­sveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freyr Alexandersson sá sína menn tapa í dag og liðið er því áfram sex stigum frá toppsætinu.
Freyr Alexandersson sá sína menn tapa í dag og liðið er því áfram sex stigum frá toppsætinu. Getty/ Isosport/

Íslendingaliðinu Brann mistókst að minnka forskot Viking á toppnum í þrjú stig þegar Bergen liðið spilaði í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Brann varð þá að sætta sig við 2-0 á móti KFUM Osló á útivelli. Freyr Alexandersson þjálfar lið Brann.

Brann spilaði lengi ellefu á móti tíu eftir að KFUM leikmaðurinn Daniel Schneider fékk sitt annað gula spjald á 74. mínútu. Brann leikmaðurinn Eivind Helland fékk rauða spjaldið langt inn í uppbótatíma.

Johannes Hummelvoll-Nunez kom KFUM í 1-0 á 31. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir David Hickson Gyedu á 45. mínútu.

Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann og Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður á 58. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×