Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:06 Sólin síðustu daga hefur haft áhrif á klæðingar á vegum landsins en þær þola hitann verr en malbikið. Vísir/Vilhelm Bikblæðinga hefur orðið vart um nánast allt land eftir hlýindin síðustu daga og staðan orðin mjög slæm á Norðurlandi. Vegagerðin varaði í gær vegfarendur við bikblæðingum. Slíkar blæðingar verða eftir að yfirborð klæðingar á vegum hitnar mikið. Þetta skapar hættu fyrir vegfarendur þar sem bik og möl geta fest á hjólbörðum og hálka myndast. „Það er mjög mikil sól og heitt. Lúxusvandamál í dag á Íslandi. Þetta eru aðstæður sem eru mjög óheppilegar fyrir okkur þar sem við erum komin með mjög bikríkar klæðingar og steinefnin farin úr yfirborðinu þá á klæðingin það til að blæða og aðstæður verða hinar verstu fyrir vegfarendur,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Blæðinganna hafi orðið vart á vegum nánast um allt land. Ástandið sé mjög slæmt víða á Norðurlandi. „Eyjafirði og eiginlega á milli Akureyrar og Mývatns. Töluvert á Austurlandi líka.“ Blæðingarnar verða á vegum sem eru með klæðingu en ekki malbikaðir. Slíkir vegir eru oft á fáfarnari stöðum þar sem þetta er margfalt ódýrara en að malbika. Bergþóra segir erfiðar aðstæður fyrir ökumenn geta myndast þar sem bikblæðinga hefur orðið vart. „Þetta er alltaf hættulegt. Þannig að um leið og við heyrum eða sjáum þá bregðumst við hratt við. Við höfum verið fyrst og fremst núna að reyna að kæla yfirborðið. Við höfum verið að vökva. Við höfum síðan verið að dreifa í raun og veru grófum sandi í blettina og að sjálfsögðu erum við alltaf að skilta þetta eins og skot og við höfum verið að lækka hraðann og viljum hvetja vegfarendur eindregið til að virða merkingarnar og lækka hraðann þegar þeir koma inn á svona svæði.“ Þekkt sé að svona gerist þegar heitt er úti. „Alls staðar þar sem að erlendis menn nota klæðingar þá er þetta þekkt vandamál að ef að hiti verður of mikill og sól sterk.“ Þegar sólin skín nær allan sólarhringinn líkt hafi það oft svona í för með sér. „Sem dæmi í gær vorum við að mæla yfirborðshita á þessum blettum næstum upp í fimmtíu gráður og það er ekki hagstætt fyrir klæðingu. Hún þolir illa svona hita.“ Umferðaröryggi Akureyri Þingeyjarsveit Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Vegagerðin varaði í gær vegfarendur við bikblæðingum. Slíkar blæðingar verða eftir að yfirborð klæðingar á vegum hitnar mikið. Þetta skapar hættu fyrir vegfarendur þar sem bik og möl geta fest á hjólbörðum og hálka myndast. „Það er mjög mikil sól og heitt. Lúxusvandamál í dag á Íslandi. Þetta eru aðstæður sem eru mjög óheppilegar fyrir okkur þar sem við erum komin með mjög bikríkar klæðingar og steinefnin farin úr yfirborðinu þá á klæðingin það til að blæða og aðstæður verða hinar verstu fyrir vegfarendur,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Blæðinganna hafi orðið vart á vegum nánast um allt land. Ástandið sé mjög slæmt víða á Norðurlandi. „Eyjafirði og eiginlega á milli Akureyrar og Mývatns. Töluvert á Austurlandi líka.“ Blæðingarnar verða á vegum sem eru með klæðingu en ekki malbikaðir. Slíkir vegir eru oft á fáfarnari stöðum þar sem þetta er margfalt ódýrara en að malbika. Bergþóra segir erfiðar aðstæður fyrir ökumenn geta myndast þar sem bikblæðinga hefur orðið vart. „Þetta er alltaf hættulegt. Þannig að um leið og við heyrum eða sjáum þá bregðumst við hratt við. Við höfum verið fyrst og fremst núna að reyna að kæla yfirborðið. Við höfum verið að vökva. Við höfum síðan verið að dreifa í raun og veru grófum sandi í blettina og að sjálfsögðu erum við alltaf að skilta þetta eins og skot og við höfum verið að lækka hraðann og viljum hvetja vegfarendur eindregið til að virða merkingarnar og lækka hraðann þegar þeir koma inn á svona svæði.“ Þekkt sé að svona gerist þegar heitt er úti. „Alls staðar þar sem að erlendis menn nota klæðingar þá er þetta þekkt vandamál að ef að hiti verður of mikill og sól sterk.“ Þegar sólin skín nær allan sólarhringinn líkt hafi það oft svona í för með sér. „Sem dæmi í gær vorum við að mæla yfirborðshita á þessum blettum næstum upp í fimmtíu gráður og það er ekki hagstætt fyrir klæðingu. Hún þolir illa svona hita.“
Umferðaröryggi Akureyri Þingeyjarsveit Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira