Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2025 13:17 Sigurjón er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Anton Brink Formaður atvinnuveganefndar segist eiga von á því að þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra klárist í dag, og atkvæði verði greidd um málið. Hann vonar að stjórnarandstaðan sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita aftur ákvæði sem takmarkar ræðutíma þingmanna. Fengu loks að koma fyrir nefndina Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en þar er eina málið á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Málið var rætt í atvinnuveganefnd í gær, þar sem Byggðastofnun og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga voru gestir, en þau höfðu ekki komið fyrir nefndina á fyrri stigum. Ákveðið var að Byggðastofnun myndi meta áhrif málsins á sjávarpláss landsins, en málið tók einnig breytingum á fundi nefndarinnar í gær. „Síðan var ákveðið, í framhaldi af viðræðum við sjávarútvegssveitarfélög, að leggja gjaldið á stigvaxandi, og þar með taka tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram hjá þeim,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins. „Það er þannig þá að 85 prósent af gjaldinu sem verður innheimt fyrsta árið, síðan verða það 95 prósent árið eftir og svo tekur það að fullu gildi.“ Þingfundi dagsins ítrekað frestað Líkt og áður sagði hófst þingfundur klukkan tíu, en var frestað um klukkustund eftir aðeins 20 mínútur, svo þingflokksformenn gætu fundað. Síðan hefur honum ítrekað verið frestað, en ætti að hefjast að óbreyttu klukkan tvö. Sigurjón segist bjartsýnn á að atkvæði verði greidd um málið í dag. Í gær lagði þingforseti til að umræður um málið, sem voru orðnar þær lengstu síðan mælingar hófust, yrðu stöðvaðar og atkvæði yrðu greidd um það, á grundvelli ákvæðis 71. greinar þingskaparlaga. Tillagan var samþykkt og því gekk málið til þriðju umræðu, en þingmenn stjórnarandstöðunnar voru afar ósáttir við beitingu ákvæðisins, sem þeir hafa ítrekað kallað kjarnorkuákvæðið. Hvernig hefur andinn verið, og að vinna með stjórnarandstöðunni, eftir beitingu 71. greinarinnar? „Ég get ekki kvartað yfir því, enda snýst þetta kannski ekki um einhvern liðsanda. Þetta snýst um það að ná hér málum sem meirihluti er fyrir í gegn. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Sigurjón. Hann eigi einnig von á því að frumvarp um strandveiðar fari í gegn eftir helgi, og segist vænta þess að stjórnarandstaðan „mæti ábyrg til leiks“, líkt og hann orðar það sjálfur. „Þannig að ekki þurfi að beita þessu ákvæði aftur, núna á komandi dögum,“ segir Sigurjón. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Flokkur fólksins Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Fengu loks að koma fyrir nefndina Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en þar er eina málið á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Málið var rætt í atvinnuveganefnd í gær, þar sem Byggðastofnun og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga voru gestir, en þau höfðu ekki komið fyrir nefndina á fyrri stigum. Ákveðið var að Byggðastofnun myndi meta áhrif málsins á sjávarpláss landsins, en málið tók einnig breytingum á fundi nefndarinnar í gær. „Síðan var ákveðið, í framhaldi af viðræðum við sjávarútvegssveitarfélög, að leggja gjaldið á stigvaxandi, og þar með taka tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram hjá þeim,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins. „Það er þannig þá að 85 prósent af gjaldinu sem verður innheimt fyrsta árið, síðan verða það 95 prósent árið eftir og svo tekur það að fullu gildi.“ Þingfundi dagsins ítrekað frestað Líkt og áður sagði hófst þingfundur klukkan tíu, en var frestað um klukkustund eftir aðeins 20 mínútur, svo þingflokksformenn gætu fundað. Síðan hefur honum ítrekað verið frestað, en ætti að hefjast að óbreyttu klukkan tvö. Sigurjón segist bjartsýnn á að atkvæði verði greidd um málið í dag. Í gær lagði þingforseti til að umræður um málið, sem voru orðnar þær lengstu síðan mælingar hófust, yrðu stöðvaðar og atkvæði yrðu greidd um það, á grundvelli ákvæðis 71. greinar þingskaparlaga. Tillagan var samþykkt og því gekk málið til þriðju umræðu, en þingmenn stjórnarandstöðunnar voru afar ósáttir við beitingu ákvæðisins, sem þeir hafa ítrekað kallað kjarnorkuákvæðið. Hvernig hefur andinn verið, og að vinna með stjórnarandstöðunni, eftir beitingu 71. greinarinnar? „Ég get ekki kvartað yfir því, enda snýst þetta kannski ekki um einhvern liðsanda. Þetta snýst um það að ná hér málum sem meirihluti er fyrir í gegn. Ég held að það sé aðalatriðið,“ segir Sigurjón. Hann eigi einnig von á því að frumvarp um strandveiðar fari í gegn eftir helgi, og segist vænta þess að stjórnarandstaðan „mæti ábyrg til leiks“, líkt og hann orðar það sjálfur. „Þannig að ekki þurfi að beita þessu ákvæði aftur, núna á komandi dögum,“ segir Sigurjón.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Flokkur fólksins Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira