„Það er orrustan um Ísland“ Tómas Arnar Þorláksson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 10. júlí 2025 13:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir orrustuna um Ísland hafna og að ríkisstjórnin ætli þar að vinna sérhagsmunaöflin og minnihlutann. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé orrusta um Ísland sem ríkisstjórnin ætli að vinna. Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar. Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum. Bandarískur kjarnorkuknúinn kafbátur kom til hafnar á Grundartanga í dag í þjónustuheimsókn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var viðstödd heimsóknina en kom seint vegna látanna á Alþingi í morgun. Fréttastofa náði tali af Þorgerði til að ræða um stöðu þingsins. Hvernig blasa þessar nýjustu vendingar við þér? „Þetta eru algjörlega fordæmalausir tímar í þinginu, það er algjörlega þannig. Það er mjög mikilvægt að við gætum að því að málfrelsi þingmanna sé virt og það fúnkeri. En málfrelsi þingmanna má ekki nota til þess að stoppa mál, stoppa lýðræði, stoppa þingræði,“ segir Þorgerður. „Það er verið að ganga gegn stjórnarskrárbundnum rétti þingmanna, ég er ekki að fá að kjósa um þau mál sem hafa hlotið mikla umræðu. Það er búið að slá Íslandsmet um veiðigjöldin, það mál hefur fengið gríðarmikla umræðu, umfjöllun og skoðun. Það er búið að fara í gegnum allan ferilinn og það er kominn tími að við getum fengið tækifæri til þess að kjósa um það. Það er verið að koma í veg fyrir það,“ segir hún. Þorgerður segir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins og 5. varaforseta, víst hafa slitið þinginu fyrirvaralaust án samráðs við forseta þegar lá fyrir að þingfundur ætti að halda áfram. „Það vissu allir að við ætluðum að halda áfram inn í nóttina. Það er verið að beita öllum brögðum til þess að þingræðið fúnkeri ekki og ég er miður mín yfir þessu,“ segir hún. Fordæmalaus framkoma minnihlutans „Ég hef ekki upplifað svona framkomu af neinni stjórnarandstöðu í gegnum tíðina og hef þó upplifað margt,“ segir Þorgerður Katrín um minnihlutann. Þessi ræða forsætisráðherra í morgun, er þetta að einhverju leyti merki um að þið séuð að undirbúa að beita þessu ákvæði um að fara í atkvæðagreiðslu um veiðigjaldafrumvarpið? „Það er allavega ljóst að skilaboð okkar eru skýr, við ætlum að láta lýðræðið fúnkera og við ætlum að standa vörð um þingræðið. Við viljum að það verði greidd atkvæði um veiðigjöldin. Við erum búin að vera að bjóða stjórnarandstöðunni upp á alls konar hluti, við höfum ekki verið að fara út með það,“ segir hún. Stjórnarandstaðan sé hins vegar búin að sýna á spilin. „Þau hafa viljað slátra flestöllum málum okkar en við máttum náðarsamlegast flytja þeirra mál um veiðigjöld sem við vitum að er samið annars staðar út í bæ eða hjá SFS. Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu, það er ríkisstjórn í landinu með dyggan meirihluta þingsins á bak við sig og það er hún sem ætlar að stýra hér för,“ segir hún. Ætla að vinna orrustuna um Ísland „Eftir þessa uppákomu í gær og hafandi horft á það hvernig stjórnarandstaðan er að haga sér finnst mér við vera komin svolítið í að það er orrustan um Ísland,“ segir Þorgerður. „Og við ætlum að vinna þá orrustu fyrir almenning og þjóðina alla.“ Núna í fjölmiðlum undanfarið hefur þetta verið friðsamlegt. Slær við nýjan tón núna, er komin meiri harka í þetta? „Ég verð að segja eins og er að það er skrítið að sitja á fundum með formönnum stjórnarandstöðunnar og það er alltaf verið að lýsa yfir einhverjum samningsvilja. En það er alltaf bara þeirra mál og þeirra leið sem er til umræðu. Greiðum atkvæði! Þau geta verið á rauða takkanum, kannski eru þau smeyk við það,“ sagði hún. „Leyfum okkur að kjósa. Það er lýðræðislegur réttur okkar þingmanna og til þess erum við kosin að taka afstöðu til mála. Menn eiga ekki að vera hræddir við það.“ „En það er líka furðulegt að upplifa það að við erum ekkert endilega bara að semja við stjórnarandstöðuna. Þau fara með okkar tillögur og eru frekar jákvæð, næstum því búin að ná samningum. Svo koma þau til baka og segja: ,Nei, við getum ekki samþykkt þetta',“ segir Þorgerður. „Það er alveg augljóst að það eru aðilar út í bæ sem stýra þessu, ekki stjórnarandstaðan.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. 10. júlí 2025 12:22 Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Bandarískur kjarnorkuknúinn kafbátur kom til hafnar á Grundartanga í dag í þjónustuheimsókn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var viðstödd heimsóknina en kom seint vegna látanna á Alþingi í morgun. Fréttastofa náði tali af Þorgerði til að ræða um stöðu þingsins. Hvernig blasa þessar nýjustu vendingar við þér? „Þetta eru algjörlega fordæmalausir tímar í þinginu, það er algjörlega þannig. Það er mjög mikilvægt að við gætum að því að málfrelsi þingmanna sé virt og það fúnkeri. En málfrelsi þingmanna má ekki nota til þess að stoppa mál, stoppa lýðræði, stoppa þingræði,“ segir Þorgerður. „Það er verið að ganga gegn stjórnarskrárbundnum rétti þingmanna, ég er ekki að fá að kjósa um þau mál sem hafa hlotið mikla umræðu. Það er búið að slá Íslandsmet um veiðigjöldin, það mál hefur fengið gríðarmikla umræðu, umfjöllun og skoðun. Það er búið að fara í gegnum allan ferilinn og það er kominn tími að við getum fengið tækifæri til þess að kjósa um það. Það er verið að koma í veg fyrir það,“ segir hún. Þorgerður segir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins og 5. varaforseta, víst hafa slitið þinginu fyrirvaralaust án samráðs við forseta þegar lá fyrir að þingfundur ætti að halda áfram. „Það vissu allir að við ætluðum að halda áfram inn í nóttina. Það er verið að beita öllum brögðum til þess að þingræðið fúnkeri ekki og ég er miður mín yfir þessu,“ segir hún. Fordæmalaus framkoma minnihlutans „Ég hef ekki upplifað svona framkomu af neinni stjórnarandstöðu í gegnum tíðina og hef þó upplifað margt,“ segir Þorgerður Katrín um minnihlutann. Þessi ræða forsætisráðherra í morgun, er þetta að einhverju leyti merki um að þið séuð að undirbúa að beita þessu ákvæði um að fara í atkvæðagreiðslu um veiðigjaldafrumvarpið? „Það er allavega ljóst að skilaboð okkar eru skýr, við ætlum að láta lýðræðið fúnkera og við ætlum að standa vörð um þingræðið. Við viljum að það verði greidd atkvæði um veiðigjöldin. Við erum búin að vera að bjóða stjórnarandstöðunni upp á alls konar hluti, við höfum ekki verið að fara út með það,“ segir hún. Stjórnarandstaðan sé hins vegar búin að sýna á spilin. „Þau hafa viljað slátra flestöllum málum okkar en við máttum náðarsamlegast flytja þeirra mál um veiðigjöld sem við vitum að er samið annars staðar út í bæ eða hjá SFS. Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu, það er ríkisstjórn í landinu með dyggan meirihluta þingsins á bak við sig og það er hún sem ætlar að stýra hér för,“ segir hún. Ætla að vinna orrustuna um Ísland „Eftir þessa uppákomu í gær og hafandi horft á það hvernig stjórnarandstaðan er að haga sér finnst mér við vera komin svolítið í að það er orrustan um Ísland,“ segir Þorgerður. „Og við ætlum að vinna þá orrustu fyrir almenning og þjóðina alla.“ Núna í fjölmiðlum undanfarið hefur þetta verið friðsamlegt. Slær við nýjan tón núna, er komin meiri harka í þetta? „Ég verð að segja eins og er að það er skrítið að sitja á fundum með formönnum stjórnarandstöðunnar og það er alltaf verið að lýsa yfir einhverjum samningsvilja. En það er alltaf bara þeirra mál og þeirra leið sem er til umræðu. Greiðum atkvæði! Þau geta verið á rauða takkanum, kannski eru þau smeyk við það,“ sagði hún. „Leyfum okkur að kjósa. Það er lýðræðislegur réttur okkar þingmanna og til þess erum við kosin að taka afstöðu til mála. Menn eiga ekki að vera hræddir við það.“ „En það er líka furðulegt að upplifa það að við erum ekkert endilega bara að semja við stjórnarandstöðuna. Þau fara með okkar tillögur og eru frekar jákvæð, næstum því búin að ná samningum. Svo koma þau til baka og segja: ,Nei, við getum ekki samþykkt þetta',“ segir Þorgerður. „Það er alveg augljóst að það eru aðilar út í bæ sem stýra þessu, ekki stjórnarandstaðan.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. 10. júlí 2025 12:22 Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. 10. júlí 2025 12:22
Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57