Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 11:29 Þorgerður Katrín fór ekki leynt með óánægju sína með framferði stjórnarandstöðunnar. Vísir/Ívar Fannar Starfsaldursforseti Alþingis segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand í þinginu og uppi er núna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi óvænt í gærkvöldi, sem sitjandi forseti þingsins. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfsaldursforseti þingsins, gerði það að umræðuefni sínu í umræðum um óvænt ávarp forsætisráðherra á þingfundi í morgun. „Í ljósi þess að ég hef lengstu þingreynsluna, langlengstu þingreynsluna, ætla ég að leyfa mér að fullyrða að ég hef aldrei aldrei, aldrei, aldrei upplifað það ástand sem er í þinginu núna akkúrat. Þetta snýst einmitt um virðingu fyrir lýðræðinu, virðingu fyrir þingræðinu, virðingu fyrir þeim leikreglum sem við höfum komið okkur saman um,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkur sé að verða jaðarflokkur Hún sagðist vilja koma þeim skilaboðum til eina formanns stjórnarandstöðuflokks sem var viðstaddur, sem urðu reyndar tveir þegar hún hafði sleppt orðinu, að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig. Það er mjög mikilvægt að þingmenn nýti málfrelsið, það er mikilvægt að við virðum málfrelsið en það er líka jafnmikilvægt að stoppa misnotkun á málfrelsi þingmanna, sem er notað til þess eins að koma í veg fyrir að ég og allir þingmennirnir sem eru hér inni geti notað stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að greiða atkvæði um mál. Hafa skuli í huga út á hvað þingið gangi, mál séu lögð fram, þau rædd, skoðuð í nefnd, rædd aftur og lokapunkturinn á afgreiðslu þingsins sé að þingmenn greiði atkvæði um mál. Út á það gangi lýðræðið. „En við erum búin að vera föst í málþófi í meira en mánuð, það var byrjað á bókuninni [35]. Svo er komið með veiðigjöldin. Svo er komið með veiðigjöldin, sterkustu birtingarmynd varnar um sérhagsmuni af hálfu stjórnarandstöðunnar.“ Stjórnarandstaðan hafi komið með eigið veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín segir formenn stjórnarflokkanna sannarlega hafa lagt fram tillögur að þinglokum. „Stjórnarandstaðan hefur náðarsamlegast í samtali við þingflokksformenn og síðan formenn sagt: Heyrðu, við ætlum bara að slátra eiginlega öllum ykkar málum. Aðalmálunum. Hér eru tíu mál, þið fáið eiginlega flestöll ekki. Við ætlum að gera nokkrar breytingar á tveimur málum og svo erum við með hérna reyndar, virðulegi forseti, við erum hérna með mál um veiðigjöld, sem er okkar mál, mál sem við semjum, að mínu mati reyndar samið hjá SFS, en hér er mál sem þið í stjórnarmeirihlutanum megið náðarsamlegast leggja fram.“ „Að ríkisstjórnarmeirihlutinn megi leggja fram þingmál stjórnarandstöðunnar. Það sjá allir að þetta er skrumskæling á lýðræðinu. Þetta er misnotkun á leikreglum lýðræðisins og það er það sem er undir. Þessi ríkisstjórn mun ekki láta undan kröfum sérhagsmunaafla og þau eru hér inni í formi stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður Katrín og uppskar kröftugt „heyr, heyr“, eins og búast mátti við af stjórnarþingmönnum. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfsaldursforseti þingsins, gerði það að umræðuefni sínu í umræðum um óvænt ávarp forsætisráðherra á þingfundi í morgun. „Í ljósi þess að ég hef lengstu þingreynsluna, langlengstu þingreynsluna, ætla ég að leyfa mér að fullyrða að ég hef aldrei aldrei, aldrei, aldrei upplifað það ástand sem er í þinginu núna akkúrat. Þetta snýst einmitt um virðingu fyrir lýðræðinu, virðingu fyrir þingræðinu, virðingu fyrir þeim leikreglum sem við höfum komið okkur saman um,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkur sé að verða jaðarflokkur Hún sagðist vilja koma þeim skilaboðum til eina formanns stjórnarandstöðuflokks sem var viðstaddur, sem urðu reyndar tveir þegar hún hafði sleppt orðinu, að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig. Það er mjög mikilvægt að þingmenn nýti málfrelsið, það er mikilvægt að við virðum málfrelsið en það er líka jafnmikilvægt að stoppa misnotkun á málfrelsi þingmanna, sem er notað til þess eins að koma í veg fyrir að ég og allir þingmennirnir sem eru hér inni geti notað stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að greiða atkvæði um mál. Hafa skuli í huga út á hvað þingið gangi, mál séu lögð fram, þau rædd, skoðuð í nefnd, rædd aftur og lokapunkturinn á afgreiðslu þingsins sé að þingmenn greiði atkvæði um mál. Út á það gangi lýðræðið. „En við erum búin að vera föst í málþófi í meira en mánuð, það var byrjað á bókuninni [35]. Svo er komið með veiðigjöldin. Svo er komið með veiðigjöldin, sterkustu birtingarmynd varnar um sérhagsmuni af hálfu stjórnarandstöðunnar.“ Stjórnarandstaðan hafi komið með eigið veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín segir formenn stjórnarflokkanna sannarlega hafa lagt fram tillögur að þinglokum. „Stjórnarandstaðan hefur náðarsamlegast í samtali við þingflokksformenn og síðan formenn sagt: Heyrðu, við ætlum bara að slátra eiginlega öllum ykkar málum. Aðalmálunum. Hér eru tíu mál, þið fáið eiginlega flestöll ekki. Við ætlum að gera nokkrar breytingar á tveimur málum og svo erum við með hérna reyndar, virðulegi forseti, við erum hérna með mál um veiðigjöld, sem er okkar mál, mál sem við semjum, að mínu mati reyndar samið hjá SFS, en hér er mál sem þið í stjórnarmeirihlutanum megið náðarsamlegast leggja fram.“ „Að ríkisstjórnarmeirihlutinn megi leggja fram þingmál stjórnarandstöðunnar. Það sjá allir að þetta er skrumskæling á lýðræðinu. Þetta er misnotkun á leikreglum lýðræðisins og það er það sem er undir. Þessi ríkisstjórn mun ekki láta undan kröfum sérhagsmunaafla og þau eru hér inni í formi stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður Katrín og uppskar kröftugt „heyr, heyr“, eins og búast mátti við af stjórnarþingmönnum.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira