Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 10:57 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag, og brugðust fulltrúar annarra flokka við ávarpinu að því loknu. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Forseti þingsins hafi ekki stjórn á þinginu Bryndís Haraldsdóttir sagði í ræðu sinni að Alþingi Íslendinga væri sannarlega ekki á góðum stað í dag. „Hér höfum við rætt mál, mál sem hæstvirtur atvinnuvegaráðherra kom með inn í þingið. Mál sem að braut í rauninni allar reglur og leiðbeiningar stjórnarráðsins um hvernig vanda eigi til lagasetningar.“ „Mál sem kom hingað inn í þingið 30. apríl, þrátt fyrir að þingskaparlög segi að mál sem eigi að fá hér afgreiðslu þurfi að berast fyrir 1. apríl.“ Segir hún svo að stjórnarandstaðan hafi farið yfir fjölda umsagna þar sem fram koma alvarlega ábendingar um verulega galla við lögin. Stjórnarmeirihlutinn hafi haft varnarorðin að engu og ekki tekið þátt í samtali með neinum hætti. „Virðulegur forseti, þetta eru ekki einu sinni lög sem ættu að taka gildi strax. Það er ekkert sem liggur á þessari lagasetningu. Hæstvirtur ráðherra gæti svo vel farið heim í ráðuneyti og unnið þessi lög betur.“ „Okkur er fyllilega ljóst að ríkisstjórnin vill hækka skatta á útgerðina í landinu, og að sjálfsögðu hefur stjórnarmeirihlutinn heimild til þess. En við hér sem kjörnir þingmenn erum að standa vörð um gæði lagasetningar, gæði lagasetningar. Það er eitthvað sem allir þingmenn ættu að taka til sín.“ Ástandið í þinginu með eindæmum Bryndís sagði að ástandið í þinginu væri að mörgu leyti með eindæmum, og það væri ótrúlega sorglegt að samtal virðist ekki hafa getað þróast á nýju þingi. „Það er miður að forseta Alþingis hafi ekki tekist að ná betri stjórn á þingfundum og þinginu sjálfu, og að forsætisráðherra hafi ekki getað beitt sér fyrir lausnum í málinu.“ „Þegar hér er vísað í það að varaforseti Alþingis hafi í gær slitið þingfundi, þegar hann var að nálgast miðnætti, í samræmi við vinnureglur og handbók forseta,“ sagði Bryndís svo og allt ætlaði um koll að keyra á þingi. Hróp og sköll heyrðust úr þingi, þar sem kallað var „hvaða kjaftæði“ og „Jesús,“ þangað til Bryndís sneri sér við og spurði forseta hvort hún væri með orðið. Hélt hún ræðu sinni svo áfram. „Ef það er vilji hér til að keyra næturfundi út allan júlí, þá getum við svo sannarlega orðið við því. Það er kannski bara full ástæða til þess að boða forsætisnefnd saman, sem hefur ekki verið boðið saman í langan tíma, og ræða það hvernig tilhögun á að vera hér.“ „Ég segi enn og aftur, það er sorglegt á hvaða stað við erum komin. En við erum tilbúin að taka þátt í samtali um það hvernig við getum gert Alþingi Íslendinga betra,“ sagði Bryndís og lauk þar með máli sínu. „Forseti stýrir þinginu,“ kölluðu þá margir úr sal, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag, og brugðust fulltrúar annarra flokka við ávarpinu að því loknu. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Forseti þingsins hafi ekki stjórn á þinginu Bryndís Haraldsdóttir sagði í ræðu sinni að Alþingi Íslendinga væri sannarlega ekki á góðum stað í dag. „Hér höfum við rætt mál, mál sem hæstvirtur atvinnuvegaráðherra kom með inn í þingið. Mál sem að braut í rauninni allar reglur og leiðbeiningar stjórnarráðsins um hvernig vanda eigi til lagasetningar.“ „Mál sem kom hingað inn í þingið 30. apríl, þrátt fyrir að þingskaparlög segi að mál sem eigi að fá hér afgreiðslu þurfi að berast fyrir 1. apríl.“ Segir hún svo að stjórnarandstaðan hafi farið yfir fjölda umsagna þar sem fram koma alvarlega ábendingar um verulega galla við lögin. Stjórnarmeirihlutinn hafi haft varnarorðin að engu og ekki tekið þátt í samtali með neinum hætti. „Virðulegur forseti, þetta eru ekki einu sinni lög sem ættu að taka gildi strax. Það er ekkert sem liggur á þessari lagasetningu. Hæstvirtur ráðherra gæti svo vel farið heim í ráðuneyti og unnið þessi lög betur.“ „Okkur er fyllilega ljóst að ríkisstjórnin vill hækka skatta á útgerðina í landinu, og að sjálfsögðu hefur stjórnarmeirihlutinn heimild til þess. En við hér sem kjörnir þingmenn erum að standa vörð um gæði lagasetningar, gæði lagasetningar. Það er eitthvað sem allir þingmenn ættu að taka til sín.“ Ástandið í þinginu með eindæmum Bryndís sagði að ástandið í þinginu væri að mörgu leyti með eindæmum, og það væri ótrúlega sorglegt að samtal virðist ekki hafa getað þróast á nýju þingi. „Það er miður að forseta Alþingis hafi ekki tekist að ná betri stjórn á þingfundum og þinginu sjálfu, og að forsætisráðherra hafi ekki getað beitt sér fyrir lausnum í málinu.“ „Þegar hér er vísað í það að varaforseti Alþingis hafi í gær slitið þingfundi, þegar hann var að nálgast miðnætti, í samræmi við vinnureglur og handbók forseta,“ sagði Bryndís svo og allt ætlaði um koll að keyra á þingi. Hróp og sköll heyrðust úr þingi, þar sem kallað var „hvaða kjaftæði“ og „Jesús,“ þangað til Bryndís sneri sér við og spurði forseta hvort hún væri með orðið. Hélt hún ræðu sinni svo áfram. „Ef það er vilji hér til að keyra næturfundi út allan júlí, þá getum við svo sannarlega orðið við því. Það er kannski bara full ástæða til þess að boða forsætisnefnd saman, sem hefur ekki verið boðið saman í langan tíma, og ræða það hvernig tilhögun á að vera hér.“ „Ég segi enn og aftur, það er sorglegt á hvaða stað við erum komin. En við erum tilbúin að taka þátt í samtali um það hvernig við getum gert Alþingi Íslendinga betra,“ sagði Bryndís og lauk þar með máli sínu. „Forseti stýrir þinginu,“ kölluðu þá margir úr sal, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57