Innlent

Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Maðurinn er mikið slasaður.
Maðurinn er mikið slasaður. Vísir/Vilhelm

Bifhjólamaðurinn sem lenti í slysi á Miklubrautinni klukkan hálfníu í morgun er mikið slasaður að sögn lögreglunnar. Miklabrautin er opin á ný.

Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þetta í samtali við fréttastofu. Maðurinn var fluttur af vettvangi á sjúkrahús en hann segist ekki geta tjáð sig frekar um líðan hins slasaða að svo stöddu.

Fréttin hefur verið uppfærð vegna þess að lokun Miklubrautar hefur verið aflétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×