Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júlí 2025 11:27 Almyrkvinn 12. ágúst 2026 gengur yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi. Almyrkvinn er lengstur 2m 18s í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi. Sævar Helgi Bragason og Andreas Dill Rétt rúmt ár er nú þar til almyrkvi frá sólu mun sjást á íslandi í fyrsta sinn í 72 ár. Almyrkvinn verður 12. ágúst og hafa nú verið birt kort af Íslandi sem sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi og hvar gott verður að vera til að sjá hann. Kortin eru gerð af Sævari Helga Bragasyni og Andreas Dill. Á vefnum solmyrkvi.is kemur fram að hann muni ganga yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi. Hann verður lengstur tvær mínútur og 18 sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi. „Á Íslandi gengur örmjó almyrkvaslóðin yfir vestasta hluta landsins. Alskuggi tunglsins nemur fyrst land við Straumsnesvita á Hornströndum kl. 17:43:28. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 26s. Á Látrabjargi má njóta sýningarinnar ögn lengur, í 2m 13s. Skuggi tunglsins þeysist yfir Jörðina á 3400 km hraða á klukkustund. Hann færist suður á bóginn yfir Snæfellsnes, Reykjavík og Reykjanesskaga. Alskugginn færist loks af Íslandi við Reykjanestá kl. 17:50:07. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 47s,“ segir á vefnum. Alskuggi tunglsins er sporöskjulaga. Myrkvinn hefst þegar skugginn nemur land við Straumnesvita á Hornströndum kl 17:43. Hann ferðast á 3400 km hraða á klst eftir Vestfjörðum, yfir Snæfellsnesið, Borgarnes og Akranes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og lýkur við Reykjanestá um kl. 17:50.Sævar Helgi Bragason og Andreas Dill Í heildina verður hann sjáanlegur á Íslandi frá því klukkan 17:43:28 til 17:50:07, í alls sex mínútur og 48 sekúndur. „Eftir það þýtur alskugginn suður yfir Atlantshafið og nær Spáni næstum 35 mínútum síðar, kl. 18.25:44. Á Mallorca er almyrkvi við sólsetur.“ Hægt er að kynna sér málið betur hér. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Geimurinn Sólin Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina. 20. júní 2025 11:00 Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01 Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Á vefnum solmyrkvi.is kemur fram að hann muni ganga yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi. Hann verður lengstur tvær mínútur og 18 sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi. „Á Íslandi gengur örmjó almyrkvaslóðin yfir vestasta hluta landsins. Alskuggi tunglsins nemur fyrst land við Straumsnesvita á Hornströndum kl. 17:43:28. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 26s. Á Látrabjargi má njóta sýningarinnar ögn lengur, í 2m 13s. Skuggi tunglsins þeysist yfir Jörðina á 3400 km hraða á klukkustund. Hann færist suður á bóginn yfir Snæfellsnes, Reykjavík og Reykjanesskaga. Alskugginn færist loks af Íslandi við Reykjanestá kl. 17:50:07. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 47s,“ segir á vefnum. Alskuggi tunglsins er sporöskjulaga. Myrkvinn hefst þegar skugginn nemur land við Straumnesvita á Hornströndum kl 17:43. Hann ferðast á 3400 km hraða á klst eftir Vestfjörðum, yfir Snæfellsnesið, Borgarnes og Akranes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og lýkur við Reykjanestá um kl. 17:50.Sævar Helgi Bragason og Andreas Dill Í heildina verður hann sjáanlegur á Íslandi frá því klukkan 17:43:28 til 17:50:07, í alls sex mínútur og 48 sekúndur. „Eftir það þýtur alskugginn suður yfir Atlantshafið og nær Spáni næstum 35 mínútum síðar, kl. 18.25:44. Á Mallorca er almyrkvi við sólsetur.“ Hægt er að kynna sér málið betur hér.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Geimurinn Sólin Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina. 20. júní 2025 11:00 Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01 Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina. 20. júní 2025 11:00
Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01
Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11