Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 12:19 Diljá Mist og Pawel Bartoszek voru ekki sammála um hver bæri ábyrgð á þráteflinu. Vísir/Samsett Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tókust á í Sprengisandi í dag en til umræðu var þráteflið á þinginu sem engan enda virðist ætla að taka. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn og er helsti ásteytingarsteinninn veiðigjaldafrumvarpið svokallaða. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að málþæfa því þangað til að það verði tekið af dagskrá. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar ræddu við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi í dag um hvernig bæri að ljúka þessu þingi sem þegar hefur dregist allmikið á langinn. Þau voru auðvitað ósammála um það hver bæri ábyrgð á þráskákinni. Samtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Diljá Mist segir málþóf stjórnarandstöðunnar hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin „Ég hef tekið eftir því að fréttaflutningur beinist ofboðslega mikið að því að telja ræður á klukkutíma, en því hefur síður verið haldið til haga hvað hefur áunnist með þessu öllu þessu blaðri. Það er búið að leiða í ljós verulegar rangfærslur í grunnforsendum frumvarpsins um veiðigjöldin,“ segir Diljá. Pawel segir málþófið hins vegar endurspegla ráðaleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart samstíga meirihluta. Nefndarumfjöllun um málið, sem og öll mál vorþingsins, sé lokið og hún hafi verið ítarleg. „Ég held að ekkert frumvarp í sögu þingsins hafi verið skoðað jafnmikið og -ítarlega frá öllum sjónarhornum og ég held að ef að sextán hundruð ræður og hundrað klukkutímar umræða íþingsal koma okkur ekki á þann stað þar sem við segjum nú erum við tilbúin sem lýðræðislegt þing að taka ákvörðun um málið, þá veit ég ekki hvað,“ segir Pawel. Diljá svarar Pawel á þann veg að málið hafi einfaldlega verið unnið í þvílíku flýti að það sé ótækt að gera það að lögum. Það sé vegna þess að hylma þurfti yfir hneykslismál innan ríkisstjórnarinnar og á hún þar líklega við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barnamálaráðherra. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar ræddu við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi í dag um hvernig bæri að ljúka þessu þingi sem þegar hefur dregist allmikið á langinn. Þau voru auðvitað ósammála um það hver bæri ábyrgð á þráskákinni. Samtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Diljá Mist segir málþóf stjórnarandstöðunnar hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin „Ég hef tekið eftir því að fréttaflutningur beinist ofboðslega mikið að því að telja ræður á klukkutíma, en því hefur síður verið haldið til haga hvað hefur áunnist með þessu öllu þessu blaðri. Það er búið að leiða í ljós verulegar rangfærslur í grunnforsendum frumvarpsins um veiðigjöldin,“ segir Diljá. Pawel segir málþófið hins vegar endurspegla ráðaleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart samstíga meirihluta. Nefndarumfjöllun um málið, sem og öll mál vorþingsins, sé lokið og hún hafi verið ítarleg. „Ég held að ekkert frumvarp í sögu þingsins hafi verið skoðað jafnmikið og -ítarlega frá öllum sjónarhornum og ég held að ef að sextán hundruð ræður og hundrað klukkutímar umræða íþingsal koma okkur ekki á þann stað þar sem við segjum nú erum við tilbúin sem lýðræðislegt þing að taka ákvörðun um málið, þá veit ég ekki hvað,“ segir Pawel. Diljá svarar Pawel á þann veg að málið hafi einfaldlega verið unnið í þvílíku flýti að það sé ótækt að gera það að lögum. Það sé vegna þess að hylma þurfti yfir hneykslismál innan ríkisstjórnarinnar og á hún þar líklega við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barnamálaráðherra.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira