Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Siggeir Ævarsson skrifar 5. júlí 2025 22:47 Leikmenn liðanna stilla sér upp fyrir leik Twitter@OfficialNIFL Stórmerkilegur Evrópuleikur fór fram á Norður-Írlandi í dag þegar Glenavon FC tók á móti Erzgebirge Aue frá Þýskalandi. Sennilega kannast þó fáir við þessi lið enda leika þau bæði í neðri deildum og átti leikurinn upphaflega að fara fram árið 1960. Glenavon vann írska meistaratitilinn árið 1960 og dróst gegn Erzgebirge Aue í Evrópukeppninni næsta tímabil. En þar sem Erzgebirge Aue var staðsett á bakvið Járntjaldið í Austur-Þýskalandi fengu leikmenn Glenavon ekki vegabréfsáritanir og þrátt fyrir að heimild hefði fengist til að leika báða leikina á hlutlausum völlum varð ekkert úr því og Evrópudraumar Glenavon runnu út í sandinn. Tvít tengdi liðin saman á ný Adam Carson, fjölmiðlafulltrúi Glenavon, skrifaði tvít fyrir nokkrum árum þar sem hann ákvað að reyna að kanna áhuga Þjóðverjana á að klára einvígið og er skemmst frá því að segja að stuðningsmenn Erzgebirge Aue tóku gríðarlega vel í málið. Fyrri leikur liðanna fór fram í Þýskalandi í fyrra þar sem Þjóðverjarnir fóru með 5-0 sigur af hólmi og seinni leikurinn var leikinn í dag en einvígið endaði alls 7-0 þýska liðinu í vil. Um 1.200 þýskir stuðningsmenn gerðu sér ferð til Lurgan, heimabæjar Glenavon, og fóru í skrúðgöngu um bæinn fyrir leikinn við mikinn fögnuð innfæddra enda ekki á hverjum degi sem svo margir ferðamenn heimsækja þennan 38 þúsund manna bæ á Norður-Írlandi. Ekki eina dæmið um löngu frestaðan leik Úrslitin í leikjunum tveimur eru eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst táknræn en Carson sagði að hugmyndin hefði kviknað út frá því að leyfa þessum tveimur fyrrum meistaraliðum að mætast og að aðdáendur gætu fagnað saman. Þetta Evrópueinvígi er þó ekki eina dæmið um frestað Evrópuleik sem var leikinn löngu seinna en árið 1930 var leikur Lailapas frá Grikklandi og Karşıyaka frá Tyrklandi flautaður af vegna veðurs eftir aðeins þrjár mínútur. Sá leikur var flautaður á á ný árið 2014 en í stöðunni 5-5 var ákveðið að leyfa honum að standa sem jafntefli um aldir alda. 🗓️Today, Glenavon (NIR) faced Erzgebirge Aue (GER) to complete a European Cup tie originally drawn in 1960/61.🛂Back then, Cold War visa issues forced both clubs to withdraw. Now, 65 years later, they finally finished the tie, Aue winning 7–0 on aggregate.🙅♂️But this isn’t… pic.twitter.com/4uQjZnBgH2— UEFA Obscura (@UEFAObscura) July 5, 2025 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Glenavon vann írska meistaratitilinn árið 1960 og dróst gegn Erzgebirge Aue í Evrópukeppninni næsta tímabil. En þar sem Erzgebirge Aue var staðsett á bakvið Járntjaldið í Austur-Þýskalandi fengu leikmenn Glenavon ekki vegabréfsáritanir og þrátt fyrir að heimild hefði fengist til að leika báða leikina á hlutlausum völlum varð ekkert úr því og Evrópudraumar Glenavon runnu út í sandinn. Tvít tengdi liðin saman á ný Adam Carson, fjölmiðlafulltrúi Glenavon, skrifaði tvít fyrir nokkrum árum þar sem hann ákvað að reyna að kanna áhuga Þjóðverjana á að klára einvígið og er skemmst frá því að segja að stuðningsmenn Erzgebirge Aue tóku gríðarlega vel í málið. Fyrri leikur liðanna fór fram í Þýskalandi í fyrra þar sem Þjóðverjarnir fóru með 5-0 sigur af hólmi og seinni leikurinn var leikinn í dag en einvígið endaði alls 7-0 þýska liðinu í vil. Um 1.200 þýskir stuðningsmenn gerðu sér ferð til Lurgan, heimabæjar Glenavon, og fóru í skrúðgöngu um bæinn fyrir leikinn við mikinn fögnuð innfæddra enda ekki á hverjum degi sem svo margir ferðamenn heimsækja þennan 38 þúsund manna bæ á Norður-Írlandi. Ekki eina dæmið um löngu frestaðan leik Úrslitin í leikjunum tveimur eru eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst táknræn en Carson sagði að hugmyndin hefði kviknað út frá því að leyfa þessum tveimur fyrrum meistaraliðum að mætast og að aðdáendur gætu fagnað saman. Þetta Evrópueinvígi er þó ekki eina dæmið um frestað Evrópuleik sem var leikinn löngu seinna en árið 1930 var leikur Lailapas frá Grikklandi og Karşıyaka frá Tyrklandi flautaður af vegna veðurs eftir aðeins þrjár mínútur. Sá leikur var flautaður á á ný árið 2014 en í stöðunni 5-5 var ákveðið að leyfa honum að standa sem jafntefli um aldir alda. 🗓️Today, Glenavon (NIR) faced Erzgebirge Aue (GER) to complete a European Cup tie originally drawn in 1960/61.🛂Back then, Cold War visa issues forced both clubs to withdraw. Now, 65 years later, they finally finished the tie, Aue winning 7–0 on aggregate.🙅♂️But this isn’t… pic.twitter.com/4uQjZnBgH2— UEFA Obscura (@UEFAObscura) July 5, 2025
Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira