Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Tómas Arnar Þorláksson og Lovísa Arnardóttir skrifa 3. júlí 2025 23:03 Sara Björg Sigurðardóttir, móðir og varaborgarfulltrúi, segir ekki eiga að þurfa slys svo eitthvað lagist. Vísir/Sigurjón Íbúar í Breiðholti safna undirskriftum og krefjast þess að umferðaröryggi verði bætt við Hamrastekk eftir að sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var þar á hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Reykjavíkurborg erindi vegna málsins. Sjö ára drengur var fluttur alvarlega slasaður eftir umferðarslys frá vettvangi í Breiðholti fyrir rúmlega tveimur vikum síðan. Drengurinn ætlaði að hjóla yfir götu Hamrastekks á eiginlegri ómerktri gangbraut en varð fyrir ökutæki og höfuðkúpubrotnaði við höggið. Hann var vistaður á gjörgæslu og varði rúmlega viku á spítala. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er drengurinn kominn heim til fjölskyldu sinnar og braggast ágætlega. Óvitað er hvort hann beri varanlegan skaða. Málið er enn til rannsóknar og er beðið eftir áverkavottorði áður en tekin verður ákvörðun varðandi ákæru. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar og í fréttinni má sjá fréttamann standa þar sem slysið átti sér stað. „Það var um það bil hérna sem að slysið átti sér stað en eins og sjá má eru engin skilti eða neitt sem gefur til kynna umferð gangandi manna og barna og ekkert sem gefur til kynna að hér sé í raun og veru gangbraut,“ segir Tómas Arnar Þorláksson fréttamaður. Lögregla kallar eftir úrbótum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent Reykjavíkurborg erindi vegna málsins og kallað eftir úrbætum á veginum til að tryggja umferðaröryggi. Íbúar á svæðinu hafa einnig haft samband við Reykjavíkurborg. Þar á meðal er tveggja barna móðir sem býr við hlið stígsins. Hún hefur lengi haft áhyggjur af götunni. Hér fer fólk yfir götuna. Gangbrautin er ómerkt. Vísir/Sigurjón „Þetta er svona falinn stígur fyrir þau sem að búa hérna í hverfinu og er mikið notaður af fólkinu sem býr hérna. Þetta er auðvitað ekki nægilega sýnilegt fyrir þau sem koma hérna upp. Þegar þú kemur upp götuna mætti vera meiri sýnileiki um að hér væri fólk á ferð,“ segir Sara Björg Sigurðardóttir, móðir og varaborgarfulltrúi. Bílum ekið allt of hratt Hún minnir á að hraðaakstur sé vandamál víða í borginni og biðlar til ökumanna að hafa varann á. Sérstaklega núna yfir sumarið þegar börn eru iðulega að leik í íbúðargötum. „Mér finnst bílar keyra allt of hratt hérna upp og niður líka. Það er ráðgert að lækka hraðann því það getur bara barn eða bolti dúkkað inn á götuna.“ Íbúar á svæðinu safna nú undirskriftum til að vekja athygli á málinu. „Við eigum náttúrulega ekki að þurfa slys til svo það lagist eitthvað og hraðinn er vandamál hér ekki börnin í hverfinu. Við hérna þurfum kannski bara að vera meira vakandi og láta í okkur heyra núna.“ Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. 2. júlí 2025 20:05 Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. 30. júní 2025 14:22 Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. 29. júní 2025 17:54 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Sjö ára drengur var fluttur alvarlega slasaður eftir umferðarslys frá vettvangi í Breiðholti fyrir rúmlega tveimur vikum síðan. Drengurinn ætlaði að hjóla yfir götu Hamrastekks á eiginlegri ómerktri gangbraut en varð fyrir ökutæki og höfuðkúpubrotnaði við höggið. Hann var vistaður á gjörgæslu og varði rúmlega viku á spítala. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er drengurinn kominn heim til fjölskyldu sinnar og braggast ágætlega. Óvitað er hvort hann beri varanlegan skaða. Málið er enn til rannsóknar og er beðið eftir áverkavottorði áður en tekin verður ákvörðun varðandi ákæru. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar og í fréttinni má sjá fréttamann standa þar sem slysið átti sér stað. „Það var um það bil hérna sem að slysið átti sér stað en eins og sjá má eru engin skilti eða neitt sem gefur til kynna umferð gangandi manna og barna og ekkert sem gefur til kynna að hér sé í raun og veru gangbraut,“ segir Tómas Arnar Þorláksson fréttamaður. Lögregla kallar eftir úrbótum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent Reykjavíkurborg erindi vegna málsins og kallað eftir úrbætum á veginum til að tryggja umferðaröryggi. Íbúar á svæðinu hafa einnig haft samband við Reykjavíkurborg. Þar á meðal er tveggja barna móðir sem býr við hlið stígsins. Hún hefur lengi haft áhyggjur af götunni. Hér fer fólk yfir götuna. Gangbrautin er ómerkt. Vísir/Sigurjón „Þetta er svona falinn stígur fyrir þau sem að búa hérna í hverfinu og er mikið notaður af fólkinu sem býr hérna. Þetta er auðvitað ekki nægilega sýnilegt fyrir þau sem koma hérna upp. Þegar þú kemur upp götuna mætti vera meiri sýnileiki um að hér væri fólk á ferð,“ segir Sara Björg Sigurðardóttir, móðir og varaborgarfulltrúi. Bílum ekið allt of hratt Hún minnir á að hraðaakstur sé vandamál víða í borginni og biðlar til ökumanna að hafa varann á. Sérstaklega núna yfir sumarið þegar börn eru iðulega að leik í íbúðargötum. „Mér finnst bílar keyra allt of hratt hérna upp og niður líka. Það er ráðgert að lækka hraðann því það getur bara barn eða bolti dúkkað inn á götuna.“ Íbúar á svæðinu safna nú undirskriftum til að vekja athygli á málinu. „Við eigum náttúrulega ekki að þurfa slys til svo það lagist eitthvað og hraðinn er vandamál hér ekki börnin í hverfinu. Við hérna þurfum kannski bara að vera meira vakandi og láta í okkur heyra núna.“
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. 2. júlí 2025 20:05 Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. 30. júní 2025 14:22 Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. 29. júní 2025 17:54 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. 2. júlí 2025 20:05
Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. 30. júní 2025 14:22
Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. 29. júní 2025 17:54