Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júlí 2025 13:35 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Arnar Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. Þingfundur hófst í morgun með seinni umræðu um fjármálaáætlun. Tillögu stjórnarandstöðunnar um að áætlunin yrði sett á dagskrá á undan veiðigjöldum var hafnað í gær en það var síðan gert í morgun. Það er þó ekki vísbending um að samkomulag um þinglok sé í nánd samkvæmt upplýsingum fréttastofu, heldur er umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið og því þarf einfaldlega að ræða fjármálaáætlun sem er lögbundið að afgreiða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, lýsir ástandinu sem störukeppni. „Þetta eru orðin gríðarlega mikil átök á þinginu og myljandi málþóf auðvitað í gangi, það blasir alveg við og í sjálfu sér er ekkert sem sýnir fram á hvernig þessi deila leysist.“ Getur haldið endalaust áfram Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að fá veiðigjöldin út af dagskrá. Það hefur ekki komið til greina og viðræður um þinglok eru þar með í hnút. Umræðan, sem er orðin meðal þeirra lengstu í seinni tíð, er aftur á dagskrá í dag. Eiríkur segir hana þess vegna geta haldið áfram út allan mánuðinn. „Það sem er kannski óvanalegt við málþófið að þessu sinni er að stjórnarandstaðan virðist ekki græða mikið á því pólitískt, allavega endurspeglast það ekki í skoðanakönnunum. Þannig að sársaukinn er ekkert mjög mikill fyrir ríkisstjórnina að láta þetta ganga áfram. Yfirleitt er málþófi beitt þegar stjórnarandstaðan finnur bragðið af því að hún fái pólitískan ávinning af þæfingu málsins. Slíkt virðist ekki uppi á borðinu ennþá allavega,“ segir Eiríkur. Átök um Ísland Óvíst sé því hvort ákvæði þingskaparlaga verði beitt til þess að takmarka umræðuna og það sé matsatriði hvenær hún teljist efnislega tæmd. Málþófið komi ekki á óvart. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þetta sem atlögu að þeirra arfleið að stórum hluta, enda hefur hann staðið á bak við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er ásamt Framsóknarflokknum. Þetta eru átökin um Ísland, þau snúast um endurgjald fyrir aðgang að auðlindinni og hafa gert það í fjóra áratugi. Þannig þetta er mikið átakamál.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Þingfundur hófst í morgun með seinni umræðu um fjármálaáætlun. Tillögu stjórnarandstöðunnar um að áætlunin yrði sett á dagskrá á undan veiðigjöldum var hafnað í gær en það var síðan gert í morgun. Það er þó ekki vísbending um að samkomulag um þinglok sé í nánd samkvæmt upplýsingum fréttastofu, heldur er umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið og því þarf einfaldlega að ræða fjármálaáætlun sem er lögbundið að afgreiða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, lýsir ástandinu sem störukeppni. „Þetta eru orðin gríðarlega mikil átök á þinginu og myljandi málþóf auðvitað í gangi, það blasir alveg við og í sjálfu sér er ekkert sem sýnir fram á hvernig þessi deila leysist.“ Getur haldið endalaust áfram Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að fá veiðigjöldin út af dagskrá. Það hefur ekki komið til greina og viðræður um þinglok eru þar með í hnút. Umræðan, sem er orðin meðal þeirra lengstu í seinni tíð, er aftur á dagskrá í dag. Eiríkur segir hana þess vegna geta haldið áfram út allan mánuðinn. „Það sem er kannski óvanalegt við málþófið að þessu sinni er að stjórnarandstaðan virðist ekki græða mikið á því pólitískt, allavega endurspeglast það ekki í skoðanakönnunum. Þannig að sársaukinn er ekkert mjög mikill fyrir ríkisstjórnina að láta þetta ganga áfram. Yfirleitt er málþófi beitt þegar stjórnarandstaðan finnur bragðið af því að hún fái pólitískan ávinning af þæfingu málsins. Slíkt virðist ekki uppi á borðinu ennþá allavega,“ segir Eiríkur. Átök um Ísland Óvíst sé því hvort ákvæði þingskaparlaga verði beitt til þess að takmarka umræðuna og það sé matsatriði hvenær hún teljist efnislega tæmd. Málþófið komi ekki á óvart. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þetta sem atlögu að þeirra arfleið að stórum hluta, enda hefur hann staðið á bak við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er ásamt Framsóknarflokknum. Þetta eru átökin um Ísland, þau snúast um endurgjald fyrir aðgang að auðlindinni og hafa gert það í fjóra áratugi. Þannig þetta er mikið átakamál.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira