Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júlí 2025 13:35 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Arnar Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. Þingfundur hófst í morgun með seinni umræðu um fjármálaáætlun. Tillögu stjórnarandstöðunnar um að áætlunin yrði sett á dagskrá á undan veiðigjöldum var hafnað í gær en það var síðan gert í morgun. Það er þó ekki vísbending um að samkomulag um þinglok sé í nánd samkvæmt upplýsingum fréttastofu, heldur er umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið og því þarf einfaldlega að ræða fjármálaáætlun sem er lögbundið að afgreiða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, lýsir ástandinu sem störukeppni. „Þetta eru orðin gríðarlega mikil átök á þinginu og myljandi málþóf auðvitað í gangi, það blasir alveg við og í sjálfu sér er ekkert sem sýnir fram á hvernig þessi deila leysist.“ Getur haldið endalaust áfram Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að fá veiðigjöldin út af dagskrá. Það hefur ekki komið til greina og viðræður um þinglok eru þar með í hnút. Umræðan, sem er orðin meðal þeirra lengstu í seinni tíð, er aftur á dagskrá í dag. Eiríkur segir hana þess vegna geta haldið áfram út allan mánuðinn. „Það sem er kannski óvanalegt við málþófið að þessu sinni er að stjórnarandstaðan virðist ekki græða mikið á því pólitískt, allavega endurspeglast það ekki í skoðanakönnunum. Þannig að sársaukinn er ekkert mjög mikill fyrir ríkisstjórnina að láta þetta ganga áfram. Yfirleitt er málþófi beitt þegar stjórnarandstaðan finnur bragðið af því að hún fái pólitískan ávinning af þæfingu málsins. Slíkt virðist ekki uppi á borðinu ennþá allavega,“ segir Eiríkur. Átök um Ísland Óvíst sé því hvort ákvæði þingskaparlaga verði beitt til þess að takmarka umræðuna og það sé matsatriði hvenær hún teljist efnislega tæmd. Málþófið komi ekki á óvart. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þetta sem atlögu að þeirra arfleið að stórum hluta, enda hefur hann staðið á bak við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er ásamt Framsóknarflokknum. Þetta eru átökin um Ísland, þau snúast um endurgjald fyrir aðgang að auðlindinni og hafa gert það í fjóra áratugi. Þannig þetta er mikið átakamál.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Þingfundur hófst í morgun með seinni umræðu um fjármálaáætlun. Tillögu stjórnarandstöðunnar um að áætlunin yrði sett á dagskrá á undan veiðigjöldum var hafnað í gær en það var síðan gert í morgun. Það er þó ekki vísbending um að samkomulag um þinglok sé í nánd samkvæmt upplýsingum fréttastofu, heldur er umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið og því þarf einfaldlega að ræða fjármálaáætlun sem er lögbundið að afgreiða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, lýsir ástandinu sem störukeppni. „Þetta eru orðin gríðarlega mikil átök á þinginu og myljandi málþóf auðvitað í gangi, það blasir alveg við og í sjálfu sér er ekkert sem sýnir fram á hvernig þessi deila leysist.“ Getur haldið endalaust áfram Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að fá veiðigjöldin út af dagskrá. Það hefur ekki komið til greina og viðræður um þinglok eru þar með í hnút. Umræðan, sem er orðin meðal þeirra lengstu í seinni tíð, er aftur á dagskrá í dag. Eiríkur segir hana þess vegna geta haldið áfram út allan mánuðinn. „Það sem er kannski óvanalegt við málþófið að þessu sinni er að stjórnarandstaðan virðist ekki græða mikið á því pólitískt, allavega endurspeglast það ekki í skoðanakönnunum. Þannig að sársaukinn er ekkert mjög mikill fyrir ríkisstjórnina að láta þetta ganga áfram. Yfirleitt er málþófi beitt þegar stjórnarandstaðan finnur bragðið af því að hún fái pólitískan ávinning af þæfingu málsins. Slíkt virðist ekki uppi á borðinu ennþá allavega,“ segir Eiríkur. Átök um Ísland Óvíst sé því hvort ákvæði þingskaparlaga verði beitt til þess að takmarka umræðuna og það sé matsatriði hvenær hún teljist efnislega tæmd. Málþófið komi ekki á óvart. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þetta sem atlögu að þeirra arfleið að stórum hluta, enda hefur hann staðið á bak við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er ásamt Framsóknarflokknum. Þetta eru átökin um Ísland, þau snúast um endurgjald fyrir aðgang að auðlindinni og hafa gert það í fjóra áratugi. Þannig þetta er mikið átakamál.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira