„Mjög óeðlileg nálgun“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 13:57 Hildur Björnsdóttir segir sérkennilegt að borgin hafi ekki ætlað að slá túnið við Sóleyjarima fyrr en í lok sumars. Vísir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að borgaryfirvöld vilji ekki viðurkenna að túnið við Sóleyjarima í Grafarvogi sé notað sem útivistarsvæði, annars hefði túnið verið slegið fyrr í sumar. Hún segir málið til marks um skilningsleysi borgarinnar gagnvart lífinu í Grafarvogi. Íbúar hafa sett sig í samband við lögfræðinga og undirbúa málsókn gegn borginni vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á túninu. Íbúar í Rimahverfi Grafarvogs tóku sig til í vikunni og slógu sjálfir risastórt tún við Sóleyjarima, sem borgin hafði ekki gert í allt sumar. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði meðal íbúa og iðar túnið gjarnan af börnum á leik á sumrin. Til stendur samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar að reisa á túninu íbúðabyggð. Íbúar hverfisins hafa mótmælt þessu harðlega. Skrifstofustjóri borgarlandsins sagði að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túninu tengdist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hefði ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu að gera. Borgin haldi fast í umdeild þéttingaráform Í skipulagsgátt Reykjavíkur má finna breytingartillögu við deiliskipulag borgarinnar til ársins 2040 þar sem lagt er til að uppbygging íbúðarhúsnæðis verði á vannýttum svæðum innan gróinna hverfa, þar á meðal á túninu við Sóleyjarima. Íbúar Grafarvogs hafa mótmælt þessum áformum harðlega. Hildur Björnsdóttir segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi með íbúum Grafarvogs í þessu máli, þarna hafi þéttingaráform verið kynnt sem hugnist íbúum illa. Hún segir það óeðlilega nálgun að segja íbúum að tún, sem íbúar nota sem útivistar og leiksvæði, verði ekki slegið fyrr en undir lok sumars. „Maður fær það svoítið á tilfinninguna að borgin viljandi taki ákvörðun um að slá ekki þetta tún vegna þess að þau gangast ekki við því að þetta sé notað sem útivistartún,“ segir Hildur. Hún segir að þessi nýja stefna borgarinnar um að hafa túnin „viljandi villt“ sé furðuleg stefna að mörgu leyti. „Ég held að borgarbúar vilji að borgin sé snyrtileg, og hún sé hrein og falleg. Þetta gæti verið fallegt á einstökum svæðum, þar sem vaxa fallegar sóleyjar eða fallegur villtur gróður. En við erum víða að sjá njóla og bifukollur sem ég held að fæstir kalli fallegan villtan gróður,“ segir hún. Íbúar undirbúi málsókn Freyr Ómarsson, íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi, segir að íbúar hafi sent ítrekaðar beiðnir til borgarinnar þar sem beðið var um slátt á túninu. „Allir fengu sömu svör, sem sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að slá ekki fyrr en undir lok sumars. Eins og gefur að skilja þá er ekki mikill tími eftir til að nýta túnið eins og við höfum gert,“ segir hann. Hann er því óánægður með svör borgarinnar í fjölmiðlum þar sem fram kom að borgin tæki tillit til ábendinga, hún myndi slá tún innan verkefnisins ef íbúar bæðu um það. „Þetta voru mjög margir íbúar sem sendu ábendingu á vefnum, og margir sem sendu fleiri en eina og fleiri en tvær. Okkur var bara sagt að túnið yrði slegið undir lok sumars.“ Hann segir að íbúar hafi sett sig í samband við lögfræðinga þar sem verið er að kanna grundvöll fyrir mögulega málsókn á hendur borginni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á túninu. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Íbúar í Rimahverfi Grafarvogs tóku sig til í vikunni og slógu sjálfir risastórt tún við Sóleyjarima, sem borgin hafði ekki gert í allt sumar. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði meðal íbúa og iðar túnið gjarnan af börnum á leik á sumrin. Til stendur samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar að reisa á túninu íbúðabyggð. Íbúar hverfisins hafa mótmælt þessu harðlega. Skrifstofustjóri borgarlandsins sagði að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túninu tengdist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hefði ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu að gera. Borgin haldi fast í umdeild þéttingaráform Í skipulagsgátt Reykjavíkur má finna breytingartillögu við deiliskipulag borgarinnar til ársins 2040 þar sem lagt er til að uppbygging íbúðarhúsnæðis verði á vannýttum svæðum innan gróinna hverfa, þar á meðal á túninu við Sóleyjarima. Íbúar Grafarvogs hafa mótmælt þessum áformum harðlega. Hildur Björnsdóttir segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi með íbúum Grafarvogs í þessu máli, þarna hafi þéttingaráform verið kynnt sem hugnist íbúum illa. Hún segir það óeðlilega nálgun að segja íbúum að tún, sem íbúar nota sem útivistar og leiksvæði, verði ekki slegið fyrr en undir lok sumars. „Maður fær það svoítið á tilfinninguna að borgin viljandi taki ákvörðun um að slá ekki þetta tún vegna þess að þau gangast ekki við því að þetta sé notað sem útivistartún,“ segir Hildur. Hún segir að þessi nýja stefna borgarinnar um að hafa túnin „viljandi villt“ sé furðuleg stefna að mörgu leyti. „Ég held að borgarbúar vilji að borgin sé snyrtileg, og hún sé hrein og falleg. Þetta gæti verið fallegt á einstökum svæðum, þar sem vaxa fallegar sóleyjar eða fallegur villtur gróður. En við erum víða að sjá njóla og bifukollur sem ég held að fæstir kalli fallegan villtan gróður,“ segir hún. Íbúar undirbúi málsókn Freyr Ómarsson, íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi, segir að íbúar hafi sent ítrekaðar beiðnir til borgarinnar þar sem beðið var um slátt á túninu. „Allir fengu sömu svör, sem sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að slá ekki fyrr en undir lok sumars. Eins og gefur að skilja þá er ekki mikill tími eftir til að nýta túnið eins og við höfum gert,“ segir hann. Hann er því óánægður með svör borgarinnar í fjölmiðlum þar sem fram kom að borgin tæki tillit til ábendinga, hún myndi slá tún innan verkefnisins ef íbúar bæðu um það. „Þetta voru mjög margir íbúar sem sendu ábendingu á vefnum, og margir sem sendu fleiri en eina og fleiri en tvær. Okkur var bara sagt að túnið yrði slegið undir lok sumars.“ Hann segir að íbúar hafi sett sig í samband við lögfræðinga þar sem verið er að kanna grundvöll fyrir mögulega málsókn á hendur borginni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á túninu.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira