Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 16:48 Hjalti Jóhannes Guðmundsson er skrifstofustjóri borgarlandsins. Hægra megin sjást íbúar Grafarvogs slá túnið við Sóleyjarima. Vísir Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera. Grafarvogur.net greindi frá því í gær að íbúar Grafarvogs, jafnt ungir sem aldnir, hefðu tekið til sinna ráða og slegið tún í eigu borgarinnar við Sóleyjarima. Borgin hafi ekki slegið túnið í sumar eins og undanfarin ár, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa. Fram kemur að túnið sé þekkt útivistarsvæði sem iði af börnum að leik á sumrin. Til standi að reisa þarna fjölda íbúða samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar. Draga úr slætti í borginni Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík, segir að borgin hafi undanfarin ár verið að skoða svæði til að draga úr slætti, og túnið við Sóleyjarima hafi orðið fyrir valinu ásamt öðrum svæðum. „Þetta hefur alltaf verið í slætti hjá okkur undanfarin ár. En þetta tengist verkefni sem heitir Grassláttur í Reykjavík, þar sem við skoðum svæði þar sem draga má úr slætti og önnur sem jafnvel mega bara fá að vaxa villt,“ segir Hjalti. Hann segir að komi ábendingar um að fólk vilji láta slá þessi tún, þá geti borgin tekið mark á þeim. „Það er ekkert meitlað í stein í þessu. Það stóð til að slá Sóleyjarima bara einu sinni í sumar, og það átti að vera svona síðsumar,“ segir hann. Hann segir að engin tengsl séu milli fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á svæðinu og ákvörðunar um að draga úr slætti á túninu. „Neinei. Sjónarmiðið á bak við þetta verkefni er að reyna auka aftur líffræðilegan fjölbreytileika og fá svona fjölbreyttara útlit á svæðið. Hjálpa þessum náttúrulega gróðri í borgarlandinu að vaxa og dafna,“ segir hann. Önnur svæði þar sem dregið hefur verið úr slætti séu til dæmis við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða. Sambærileg verkefni séu algeng erlendis, og eitt slíkt sé í gangi á Austurlandi. Borgin hafi því ekki verið að refsa íbúum Grafarvogs vegna háværra deilna þeirra við borgaryfirvöld vegna þéttingaráforma. „Jájá ég hafna því. Það er ekkert í tengslum við þetta. Þetta er bara stórt verkefni og við erum náttúrulega bara alltaf að spekúlera í því hvernig best er að gera það að framkvæma það verkefni,“ segir Hjalti. Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Tengdar fréttir Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Grafarvogur.net greindi frá því í gær að íbúar Grafarvogs, jafnt ungir sem aldnir, hefðu tekið til sinna ráða og slegið tún í eigu borgarinnar við Sóleyjarima. Borgin hafi ekki slegið túnið í sumar eins og undanfarin ár, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa. Fram kemur að túnið sé þekkt útivistarsvæði sem iði af börnum að leik á sumrin. Til standi að reisa þarna fjölda íbúða samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar. Draga úr slætti í borginni Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík, segir að borgin hafi undanfarin ár verið að skoða svæði til að draga úr slætti, og túnið við Sóleyjarima hafi orðið fyrir valinu ásamt öðrum svæðum. „Þetta hefur alltaf verið í slætti hjá okkur undanfarin ár. En þetta tengist verkefni sem heitir Grassláttur í Reykjavík, þar sem við skoðum svæði þar sem draga má úr slætti og önnur sem jafnvel mega bara fá að vaxa villt,“ segir Hjalti. Hann segir að komi ábendingar um að fólk vilji láta slá þessi tún, þá geti borgin tekið mark á þeim. „Það er ekkert meitlað í stein í þessu. Það stóð til að slá Sóleyjarima bara einu sinni í sumar, og það átti að vera svona síðsumar,“ segir hann. Hann segir að engin tengsl séu milli fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á svæðinu og ákvörðunar um að draga úr slætti á túninu. „Neinei. Sjónarmiðið á bak við þetta verkefni er að reyna auka aftur líffræðilegan fjölbreytileika og fá svona fjölbreyttara útlit á svæðið. Hjálpa þessum náttúrulega gróðri í borgarlandinu að vaxa og dafna,“ segir hann. Önnur svæði þar sem dregið hefur verið úr slætti séu til dæmis við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða. Sambærileg verkefni séu algeng erlendis, og eitt slíkt sé í gangi á Austurlandi. Borgin hafi því ekki verið að refsa íbúum Grafarvogs vegna háværra deilna þeirra við borgaryfirvöld vegna þéttingaráforma. „Jájá ég hafna því. Það er ekkert í tengslum við þetta. Þetta er bara stórt verkefni og við erum náttúrulega bara alltaf að spekúlera í því hvernig best er að gera það að framkvæma það verkefni,“ segir Hjalti.
Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Tengdar fréttir Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33