Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2025 20:02 Líklegt verður að teljast að Sanna Magdalena og Svandís Svavars hafi eða muni tala saman um mögulegt samstarf og/eða sameiningu á vinstri vængnum. Vísir/Anton Brink Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins. Hreyfing Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni við nýja framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins um yfirráð yfir góðgerðarfélaginu Vorstjörnunni eftir mikinn hitafund í Bolholti í gær. Deilt var um fjármuni félagsins en ný stjórn Sósíalistaflokksins sagði lítið sem ekkert hafa verið gert í þágu góðgerðarstarfa af hálfu félagsins. Athygli vakti að skipt var um lás á húsnæðinu að Bolholti sem áður hafði tilheyrt Sósíalistaflokknum. Stjórnarmeðlimur sagði við fréttastofu fyrr í dag að flokkurinn væri í reynd heimilislaus. Vill heyra í Sósíalistum um Vorstjörnuna Sanna segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið eðlilegt að Vorstjarnan sem ábyrgðaraðili húsnæðisins að Bolholti fari með lyklavöld í húsnæðinu. Ólíkir hópar og félög hafi verið með aðstöðu í húsinu, þar með talið Sósíalistaflokkurinn. Hún segir það jákvætt að sjá hve margir hafi viljað standa vörð um Vorstjörnuna. Hvað þýða þessar vendingar fyrir félagið, er ætlunin að gera þetta að stjórnmálaflokki? „Það er mjög skýrt að markmið Vorstjörnunnar er að vera styrktarsjóður til að styrkja baráttusamtök sem eru í baráttu fyrir því að rödd þeirra heyrist í íslensku samfélagi. Það eru ýmsar spurningar þarna sem koma fram og ég held það væri líka athyglisvert að heyra hvað félögum í Sósíalistaflokki Íslands finnst, hvort félagar séu sáttir við þá leið sem hafa verið mörkuð af nýjum stjórnum sem voru kosngar á aðalfundi og hvernig félagar sjá fyrir sér framtíðina, því mér þykir auðvitað mjög vænt um Sósíalistaflokkinn og hef verið í mörg ár að starfa fyrir flokkinn, með ákveðna sósíalíska sýn þannig ég vona að við getum farið að einblína á það.“ Sósíalísk barátta eigi ekki að snúa að félögum Þú ert ekki búin að gefa flokkinn upp á bátinn? „Auðvitað er þetta mjög snúin staða þannig það þarf bara að sjá hvernig þetta fer allt saman en mín áhersla er alltaf að vinna að því að við búum hérna í réttlátu samfélagi.“ Spurð hvort hún sé vongóð um að ná sátt við sína gömlu félaga sem nú fara með stjórn Sósíalistaflokksins segir Sanna ekki vilja að sín barátta snúist um baráttu við félaga. „Það er ýmislegt sem hefur átt sér stað á síðustu vikum þar sem ég tel hafa verið farið yfir ýmis mörk í samskiptum sem ég tel óásættanlegt þannig það er ýmislegt þarna sem er mjög erfitt að eiga við svo ég sé bara hreinskilin með það en ég legg áherslu á að við heyrum í félagsmönnum og hvað þau vilja að nýjar áherslur verði. Við sjáum að ný stjórn hefur kært félaga og er með lögfræðinga í því og það hlýtur að kosta talsverða fjármuni þannig ég spyr mig eru félagar Sósíalistaflokks Íslands sáttir við það að það sé verið að ráðstafa fjármunum í lögfræðinga til að sækja fyrrum félaga eða félaga til saka.“ Þarf að taka ákvörðun um vinstrið fyrr en síðar Í skeytasendingum frá fylkingum innan Sósíalistaflokksins á samfélagsmiðlum var fullyrt að mikilvægt yrði að ná völdum í Vorstjörnunni svo hægt yrði að stefna að frekari sameiningu á vinstri vængnum fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fram fara næsta vor. Hafa Vinstri græn meðal annars rætt mögulegt samstarf við aðra flokka en sá flokkur náði engum manni inn á þing í síðustu kosningum rétt eins og Sósíalistar. Sanna segir að hún einbeiti sér að störfum sínum sem borgarfulltrúi auk þess sem mikil einbeiting hafi farið í aðalfund Vorstjörnunnar. Hún segist hinsvegar fengið allskyns skilaboð og vangaveltur frá félögum í flokknum um framtíð vinstrisins. „Og hvað komi til greina, þannig það þarf að taka ákvörðun um það fyrr en síðar en ég legg áherslu á það að við öll sem erum á því að sósíalismi sé svarið og við öll sem erum að berjast fyrir réttlátu samfélagi að við öll förum að einblína á það og þær leiðir sem við getum náð fram til að tryggja að samfélagið sé raunverulega gott fyrir okkur öll.“ Ertu vongóð um að einhverskonar sameiningarviðræður muni eiga sér stað við VG, jafnvel Pírata? „Slíkt verður að koma frá félögum. Það eru auðvitað félagar í þessum flokkum sem stýra skútunni þannig ef það er vilji félaga til að ræða slíkt þá finnst mér sjálfsagt að gera það en mér finnst kannski ekki hafa komið mikið skýrt fram um slíkt.“ Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Hreyfing Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni við nýja framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins um yfirráð yfir góðgerðarfélaginu Vorstjörnunni eftir mikinn hitafund í Bolholti í gær. Deilt var um fjármuni félagsins en ný stjórn Sósíalistaflokksins sagði lítið sem ekkert hafa verið gert í þágu góðgerðarstarfa af hálfu félagsins. Athygli vakti að skipt var um lás á húsnæðinu að Bolholti sem áður hafði tilheyrt Sósíalistaflokknum. Stjórnarmeðlimur sagði við fréttastofu fyrr í dag að flokkurinn væri í reynd heimilislaus. Vill heyra í Sósíalistum um Vorstjörnuna Sanna segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið eðlilegt að Vorstjarnan sem ábyrgðaraðili húsnæðisins að Bolholti fari með lyklavöld í húsnæðinu. Ólíkir hópar og félög hafi verið með aðstöðu í húsinu, þar með talið Sósíalistaflokkurinn. Hún segir það jákvætt að sjá hve margir hafi viljað standa vörð um Vorstjörnuna. Hvað þýða þessar vendingar fyrir félagið, er ætlunin að gera þetta að stjórnmálaflokki? „Það er mjög skýrt að markmið Vorstjörnunnar er að vera styrktarsjóður til að styrkja baráttusamtök sem eru í baráttu fyrir því að rödd þeirra heyrist í íslensku samfélagi. Það eru ýmsar spurningar þarna sem koma fram og ég held það væri líka athyglisvert að heyra hvað félögum í Sósíalistaflokki Íslands finnst, hvort félagar séu sáttir við þá leið sem hafa verið mörkuð af nýjum stjórnum sem voru kosngar á aðalfundi og hvernig félagar sjá fyrir sér framtíðina, því mér þykir auðvitað mjög vænt um Sósíalistaflokkinn og hef verið í mörg ár að starfa fyrir flokkinn, með ákveðna sósíalíska sýn þannig ég vona að við getum farið að einblína á það.“ Sósíalísk barátta eigi ekki að snúa að félögum Þú ert ekki búin að gefa flokkinn upp á bátinn? „Auðvitað er þetta mjög snúin staða þannig það þarf bara að sjá hvernig þetta fer allt saman en mín áhersla er alltaf að vinna að því að við búum hérna í réttlátu samfélagi.“ Spurð hvort hún sé vongóð um að ná sátt við sína gömlu félaga sem nú fara með stjórn Sósíalistaflokksins segir Sanna ekki vilja að sín barátta snúist um baráttu við félaga. „Það er ýmislegt sem hefur átt sér stað á síðustu vikum þar sem ég tel hafa verið farið yfir ýmis mörk í samskiptum sem ég tel óásættanlegt þannig það er ýmislegt þarna sem er mjög erfitt að eiga við svo ég sé bara hreinskilin með það en ég legg áherslu á að við heyrum í félagsmönnum og hvað þau vilja að nýjar áherslur verði. Við sjáum að ný stjórn hefur kært félaga og er með lögfræðinga í því og það hlýtur að kosta talsverða fjármuni þannig ég spyr mig eru félagar Sósíalistaflokks Íslands sáttir við það að það sé verið að ráðstafa fjármunum í lögfræðinga til að sækja fyrrum félaga eða félaga til saka.“ Þarf að taka ákvörðun um vinstrið fyrr en síðar Í skeytasendingum frá fylkingum innan Sósíalistaflokksins á samfélagsmiðlum var fullyrt að mikilvægt yrði að ná völdum í Vorstjörnunni svo hægt yrði að stefna að frekari sameiningu á vinstri vængnum fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fram fara næsta vor. Hafa Vinstri græn meðal annars rætt mögulegt samstarf við aðra flokka en sá flokkur náði engum manni inn á þing í síðustu kosningum rétt eins og Sósíalistar. Sanna segir að hún einbeiti sér að störfum sínum sem borgarfulltrúi auk þess sem mikil einbeiting hafi farið í aðalfund Vorstjörnunnar. Hún segist hinsvegar fengið allskyns skilaboð og vangaveltur frá félögum í flokknum um framtíð vinstrisins. „Og hvað komi til greina, þannig það þarf að taka ákvörðun um það fyrr en síðar en ég legg áherslu á það að við öll sem erum á því að sósíalismi sé svarið og við öll sem erum að berjast fyrir réttlátu samfélagi að við öll förum að einblína á það og þær leiðir sem við getum náð fram til að tryggja að samfélagið sé raunverulega gott fyrir okkur öll.“ Ertu vongóð um að einhverskonar sameiningarviðræður muni eiga sér stað við VG, jafnvel Pírata? „Slíkt verður að koma frá félögum. Það eru auðvitað félagar í þessum flokkum sem stýra skútunni þannig ef það er vilji félaga til að ræða slíkt þá finnst mér sjálfsagt að gera það en mér finnst kannski ekki hafa komið mikið skýrt fram um slíkt.“
Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira