Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2025 16:16 Orlando Bloom, Sydney Sweeney og Tom Brady voru öll gestir í lúxusbrúðkaupi Jeffs Bezos og Laurenar Sanchéz í Feneyjum. Getty Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney virðist hafa verið vinsælasta stelpan á ballinu eftir brúðkaup milljarðamæringsins Jeffs Bezos og fjölmiðlakonunnar Laurenar Sánchez í Feneyjum því bæði leikarinn Orlando Bloom og Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi, gerðu hosur sínar grænar fyrir leikkonunni. Brúðkaupið sjálft fór fram í Feneyjum föstudaginn 27. júní en dagskráin stóð yfir frá fimmtudeginum 26. til laugardagsins 28. og fór fram vítt og breitt um borgina. Fjölda fólks var boðið, þar af óvenjumörgum frægum fígúrum: Kim og Khloé Kardashian, Kris Jenner, Leonardo DiCaprio, Opruh Winfrey, Usher, Ellie Goulding og ýmsum öðrum. Hin 27 ára Sydney Sweeney meðal brúðkaupsgesta en ekki er ljóst hvernig hún þekkir hinn 61 árs Bezos eða hina 55 ára Sanchéz. Sydney, sem hætti nýlega með kærasta sínum til sjö ára, virðist hins vegar skemmta sér konunglega í hafnarborginni við Adríahafið og var eftirsótt meðal karlpeningsins. Sjá einnig: Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Einn þeirra sem skemmti sér með Sweeney var Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi sem gerði garðinn frægan með New England Patriots, en til þeirra sást dansa saman í eftirpartýinu eftir brúðkaupið sem entist fram á nótt. Þá hélt dægurmiðillinn TMZ því fram að Brady hefði spjallað lengi við Sweeney við hótelbarinn. Heimildamaður götumiðilsins Daily Mail hélt því hins vegar fram að Brady hefði „dansað við alla“ í brúðkaupinu, ekki bara Sweeney, þar á meðal fyrirsætuna Brooks Nader, sem hann hefur áður verið orðaður við. Hinn 47 ára Brady skildi við fyrirsætuna Gisele Bundchen í október 2022 eftir þrettán ára hjónaband og sextán ára samband. Síðan þá hefur verið opinberlega einhleypur en ýmsar fréttir borist af ástarlífi hans, frá 2023 hafa reglulega borist fréttir af því að hann sé að rugla reitum við fyrirsætuna Irinu Shayk. Annar fráskilin maður sem skemmti sér með Sweeney í brúðkaupinu er hinn 48 ára breski leikari Orlando Bloom sem er nýhættur með poppsöngkonunni Katy Perry eftir margra ára samband. Eftir að brúðkaupinu lauk á laugardag sást til Bloom og Sweeney saman þar sem þau gengu eftir götum Feneyjarborgar og náðust meira að segja myndir af parinu þar sem hún var klædd í sumarlegan kjól og hann var léttklæddur í svörtum stuttbuxum og bol. Fyrr í vikunni hafði Bloom fengið sér kokteila við sundlaugarbakka með Tom Brady og Leonardo DiCaprio. Þeir hafa kannski rætt þar um leikkonuna. Ómögulegt er að segja hvort einhver alvara er í samskiptum Sweeney við þessa miðaldra menn en allir hlutaðeigandi virðast þó hafa skemmt sér vel í Feneyjum. Orlando Bloom and Sydney Sweeney were seen strolling through the streets of Venice, Italy. pic.twitter.com/Xd6IlEKue2— 📸 (@metgalacrave) June 28, 2025 Ástin og lífið Brúðkaup Ítalía Frægir á ferð Hollywood Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Sjá meira
Brúðkaupið sjálft fór fram í Feneyjum föstudaginn 27. júní en dagskráin stóð yfir frá fimmtudeginum 26. til laugardagsins 28. og fór fram vítt og breitt um borgina. Fjölda fólks var boðið, þar af óvenjumörgum frægum fígúrum: Kim og Khloé Kardashian, Kris Jenner, Leonardo DiCaprio, Opruh Winfrey, Usher, Ellie Goulding og ýmsum öðrum. Hin 27 ára Sydney Sweeney meðal brúðkaupsgesta en ekki er ljóst hvernig hún þekkir hinn 61 árs Bezos eða hina 55 ára Sanchéz. Sydney, sem hætti nýlega með kærasta sínum til sjö ára, virðist hins vegar skemmta sér konunglega í hafnarborginni við Adríahafið og var eftirsótt meðal karlpeningsins. Sjá einnig: Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Einn þeirra sem skemmti sér með Sweeney var Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi sem gerði garðinn frægan með New England Patriots, en til þeirra sást dansa saman í eftirpartýinu eftir brúðkaupið sem entist fram á nótt. Þá hélt dægurmiðillinn TMZ því fram að Brady hefði spjallað lengi við Sweeney við hótelbarinn. Heimildamaður götumiðilsins Daily Mail hélt því hins vegar fram að Brady hefði „dansað við alla“ í brúðkaupinu, ekki bara Sweeney, þar á meðal fyrirsætuna Brooks Nader, sem hann hefur áður verið orðaður við. Hinn 47 ára Brady skildi við fyrirsætuna Gisele Bundchen í október 2022 eftir þrettán ára hjónaband og sextán ára samband. Síðan þá hefur verið opinberlega einhleypur en ýmsar fréttir borist af ástarlífi hans, frá 2023 hafa reglulega borist fréttir af því að hann sé að rugla reitum við fyrirsætuna Irinu Shayk. Annar fráskilin maður sem skemmti sér með Sweeney í brúðkaupinu er hinn 48 ára breski leikari Orlando Bloom sem er nýhættur með poppsöngkonunni Katy Perry eftir margra ára samband. Eftir að brúðkaupinu lauk á laugardag sást til Bloom og Sweeney saman þar sem þau gengu eftir götum Feneyjarborgar og náðust meira að segja myndir af parinu þar sem hún var klædd í sumarlegan kjól og hann var léttklæddur í svörtum stuttbuxum og bol. Fyrr í vikunni hafði Bloom fengið sér kokteila við sundlaugarbakka með Tom Brady og Leonardo DiCaprio. Þeir hafa kannski rætt þar um leikkonuna. Ómögulegt er að segja hvort einhver alvara er í samskiptum Sweeney við þessa miðaldra menn en allir hlutaðeigandi virðast þó hafa skemmt sér vel í Feneyjum. Orlando Bloom and Sydney Sweeney were seen strolling through the streets of Venice, Italy. pic.twitter.com/Xd6IlEKue2— 📸 (@metgalacrave) June 28, 2025
Ástin og lífið Brúðkaup Ítalía Frægir á ferð Hollywood Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Sjá meira