Lífið

Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tom Brady og Gisele Bundchen á MET Gala.
Tom Brady og Gisele Bundchen á MET Gala. Getty/Karwai Tang

NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest.

Samkvæmt frétt People hafa þau náð samkomulagi um að skipta jafnt forræðinu yfir börnunum. Parið á saman soninn Benjamin 12 ára og dótturina Vivian Lake níu ára. Brady átti fyrir einn son úr fyrra sambandi.

Eins og við sögðum frá fyrr í mánuðinum hefur parið mikið verið í sitthvoru lagi vegna vinnu. Eftir að Gisele réð skilnaðarlögfræðing gerði Tom slíkt hið sama. Nú er ljóst að skilnaðarferlið er formlega hafið.  Allt byrjaði þetta þegar Tom hætti við að hætta að spila í NFL-deildinni, eftir stór orð um að ætla að einbeita sér að fjölskyldunni. 

Meira má lesa um dramað sem hefur gengið á hjá parinu í fréttinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Hjónabandið á slæmum stað

Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.