Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 19:21 Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar var kynnt í vikunni. Stofnunin segir stöðu Íslands í menntamálum sérstakt áhyggjuefni og að slakari árangur íslenskra nemenda í PISA-prófinu gæti dregið úr framleiðni á Íslandi um 5-10% til lengri tíma. Þá þurfi að bæta grunnmenntun nemenda. Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir skorta kennara með sérhæfða þekkingu og að lengd kennaranámsins fæli frá. „Það eru sumir sem klára ákveðið nám, það er engin lestrarfræði þar á bakvið og útskrifast með leyfisbréf sem kennari. Lesturinn er grunnurinn að öllu og þar tel ég að aðeins þurfi að endurskoða námið,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla í viðtali í Kvöldfréttum Sýnar. Í skýrslunni segir einnig að hægt væri að bæta gæði kennslu með því að hækka laun eða veita þóknanir í krefjandi aðstæðum gegn því að kennarar gangist undir frammistöðumat. Sigrún segir erfitt að meta frammistöðu kennara en að góður kennari nái vel til barnanna og hafi góðri bekkjarstjórn. Háar einkunnir nemenda segi ekki til um hæfni kennara. Hún segir íslenska skóla vera á annrri leið en margir aðrir. „Þessi OECD skýrsla og PISA prófin og allt þetta. Mér finnst það ekkert alveg mæla það sem við erum að gera. Við erum að leggja meira upp úr því að það sé meiri samvinna, hópaverkefni og skapandi skil. Það mælist ekki í PISA. Þar er meira verið að einblína á þekkingu og þú getur fundið það með því að opna gervigreindina og netið í dag.“ „Voru ekki að mæla það sem þurfti að mæla“ Í haust verður svokallaður Matsferill tekinn í notkun þar sem námsmat verður samræmt á milli skóla. Sigrún segir jákvætt að skólarnir fái slíkt mælitæki sem hafi vantað. „Ég fagna þessu miðað við hvernig samræmdu prófin gömlu voru því þau fannst mér ekkert mæla það sem þurfti að mæla. Þau voru meira kvíðavaldandi og mældu ákveðna þekkingu eins og íslenskuprófið var, það var bara mest lesskilningspróf og ekkert annað.“ „Mér finnst þetta vera tækifæri fyrir okkur og gott verkfæri að fá inn í skólana. Þá getum við bæði rýnt í kennsluna okkar, kennararnir skoðað stöðu barnanna og aðstoðað þau á þeim stað sem þeir eru.“ Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar var kynnt í vikunni. Stofnunin segir stöðu Íslands í menntamálum sérstakt áhyggjuefni og að slakari árangur íslenskra nemenda í PISA-prófinu gæti dregið úr framleiðni á Íslandi um 5-10% til lengri tíma. Þá þurfi að bæta grunnmenntun nemenda. Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir skorta kennara með sérhæfða þekkingu og að lengd kennaranámsins fæli frá. „Það eru sumir sem klára ákveðið nám, það er engin lestrarfræði þar á bakvið og útskrifast með leyfisbréf sem kennari. Lesturinn er grunnurinn að öllu og þar tel ég að aðeins þurfi að endurskoða námið,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla í viðtali í Kvöldfréttum Sýnar. Í skýrslunni segir einnig að hægt væri að bæta gæði kennslu með því að hækka laun eða veita þóknanir í krefjandi aðstæðum gegn því að kennarar gangist undir frammistöðumat. Sigrún segir erfitt að meta frammistöðu kennara en að góður kennari nái vel til barnanna og hafi góðri bekkjarstjórn. Háar einkunnir nemenda segi ekki til um hæfni kennara. Hún segir íslenska skóla vera á annrri leið en margir aðrir. „Þessi OECD skýrsla og PISA prófin og allt þetta. Mér finnst það ekkert alveg mæla það sem við erum að gera. Við erum að leggja meira upp úr því að það sé meiri samvinna, hópaverkefni og skapandi skil. Það mælist ekki í PISA. Þar er meira verið að einblína á þekkingu og þú getur fundið það með því að opna gervigreindina og netið í dag.“ „Voru ekki að mæla það sem þurfti að mæla“ Í haust verður svokallaður Matsferill tekinn í notkun þar sem námsmat verður samræmt á milli skóla. Sigrún segir jákvætt að skólarnir fái slíkt mælitæki sem hafi vantað. „Ég fagna þessu miðað við hvernig samræmdu prófin gömlu voru því þau fannst mér ekkert mæla það sem þurfti að mæla. Þau voru meira kvíðavaldandi og mældu ákveðna þekkingu eins og íslenskuprófið var, það var bara mest lesskilningspróf og ekkert annað.“ „Mér finnst þetta vera tækifæri fyrir okkur og gott verkfæri að fá inn í skólana. Þá getum við bæði rýnt í kennsluna okkar, kennararnir skoðað stöðu barnanna og aðstoðað þau á þeim stað sem þeir eru.“
Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent