Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2025 14:20 Samstaða er meðal Akureyringa um stóra umferðarljósamálið. Baldur Kristjáns/Vísir/Markaðsstofa Norðurlands Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. „Við eigum náttúrlega eftir að fá þetta til umfjöllunar. Ég get ekki trúað öðru en að við munum hafna þessu alfarið,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í samtali við fréttastofu. Hún segir að það kæmi henni mjög á óvart ef einhver í bæjarstjórn tæki afstöðu með ósk Vegagerðarinnar. „Óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði“ Greint var frá því í gær að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun yrðu fjarlægð. Stofnunin hafi fengið ábendingar um að þau ógni umferðaröryggi. „Þetta er búið að vera í sautján ár og það er óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði hjá Vegagerðinni,“ segir Ásthildur. Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri situr í skipulagsráði bæjarins, sem tók við erindinu. Hann tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag. Fyrstu viðbrögð að henda bréfinu í ruslið „Mín fyrstu viðbrögð voru að henda þessu bréfi í ruslið, slíkt er glóruleysið að mínu mati. En það er víst ekki góð stjórnsýsla. Þannig að afgreiðslu málsins var frestað á meðan við ráðum ráðum okkar. Það kemur engan veginn til greina af minni hálfu að verða við þessari kröfu Vegagerðarinnar. Við eyðum ekki af yfirborði jarðar einu helsta kennileiti bæjarins, hérlendis og erlendis, byggt á einu bréfi,“ skrifar Sindri á Facebook. Í fundargerð skipulagsráðsins síðan í fyrradag segir að ráðið fresti afgreiðslu á málinu. Sindri vekur athygli á að á síðasta fundi skipulagsráðsins hafi verið kynnt áttatíu blaðsíðna löng drög að nýrri umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyri, unnum af verkfræðistofunni Eflu. Hvergi í drögunum sé minnst á umferðarljósin. Rögnvaldur Már Helgason verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands birti í gær grein á vef Markaðsstofunnar þar sem saga umferðarljósanna er rekin. „Forsaga hjartanna nær til ársins 2008 en það sumar tók hátíðin Ein með öllu sem haldin er um verslunarmannahelgi miklum breytingum sem fjölskylduhátíð. Eitt af því sem gert var til að leggja áherslu á gildi hátíðarinnar var að setja rauð hjörtu í umferðaljósin og vöktu þau mikla lukku,“ segir í greininni sem rituð er af Agli Bjarnasyni. Þess má geta að sumarið áður skók Lúkasarmálið alræmda Akureyri. Málið vakti miklar umræður um flökkusögur og dómstól götunnar. Hvort Lúkasarmálið hafi haft áhrif á breyttar áherslur hátíðarinnar skal þó látið liggja milli hluta. Ríkulegur þáttur í sögu bæjarins. Í efnahagshruninu 2008 hafi Akureyrarstofa sett af stað átak að nafni „Brostu með hjartanu“ og hjartað fest sig í sessi sem eitt einkenni bæjarins. „Það er algjör tilviljun að ég birti þessa færslu fyrir hádegi en eftir hádegi fyllist Facebook hjá mér af færslum um þessi rauðu hjörtu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Það er skrítið að þetta sé allt í einu núna komið í umræðuna. Við höfum verið að segja þessa sögu um hjörtun í mörg ár og hún slær alltaf í gegn.“ Hjörtun séu ríkulegur þáttur af sögu Akureyrarbæjar, sem hann vonast til að geta haldið áfram að segja ferðamönnum, blaðamönnum, ferðaskrifstofufólki og öðrum gestum. Rögnvaldur finnur fyrir miklum samhug meðal Akureyringa um að ljósin skuli standa. „Facebook feedið mitt fylltist af færslum frá fólki sem vill ekki að þau fari. Þetta hefur auðvitað aldrei verið neitt annað en jákvæð skilaboð.“ Akureyri Menning Umferðaröryggi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
„Við eigum náttúrlega eftir að fá þetta til umfjöllunar. Ég get ekki trúað öðru en að við munum hafna þessu alfarið,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í samtali við fréttastofu. Hún segir að það kæmi henni mjög á óvart ef einhver í bæjarstjórn tæki afstöðu með ósk Vegagerðarinnar. „Óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði“ Greint var frá því í gær að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun yrðu fjarlægð. Stofnunin hafi fengið ábendingar um að þau ógni umferðaröryggi. „Þetta er búið að vera í sautján ár og það er óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði hjá Vegagerðinni,“ segir Ásthildur. Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri situr í skipulagsráði bæjarins, sem tók við erindinu. Hann tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag. Fyrstu viðbrögð að henda bréfinu í ruslið „Mín fyrstu viðbrögð voru að henda þessu bréfi í ruslið, slíkt er glóruleysið að mínu mati. En það er víst ekki góð stjórnsýsla. Þannig að afgreiðslu málsins var frestað á meðan við ráðum ráðum okkar. Það kemur engan veginn til greina af minni hálfu að verða við þessari kröfu Vegagerðarinnar. Við eyðum ekki af yfirborði jarðar einu helsta kennileiti bæjarins, hérlendis og erlendis, byggt á einu bréfi,“ skrifar Sindri á Facebook. Í fundargerð skipulagsráðsins síðan í fyrradag segir að ráðið fresti afgreiðslu á málinu. Sindri vekur athygli á að á síðasta fundi skipulagsráðsins hafi verið kynnt áttatíu blaðsíðna löng drög að nýrri umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyri, unnum af verkfræðistofunni Eflu. Hvergi í drögunum sé minnst á umferðarljósin. Rögnvaldur Már Helgason verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands birti í gær grein á vef Markaðsstofunnar þar sem saga umferðarljósanna er rekin. „Forsaga hjartanna nær til ársins 2008 en það sumar tók hátíðin Ein með öllu sem haldin er um verslunarmannahelgi miklum breytingum sem fjölskylduhátíð. Eitt af því sem gert var til að leggja áherslu á gildi hátíðarinnar var að setja rauð hjörtu í umferðaljósin og vöktu þau mikla lukku,“ segir í greininni sem rituð er af Agli Bjarnasyni. Þess má geta að sumarið áður skók Lúkasarmálið alræmda Akureyri. Málið vakti miklar umræður um flökkusögur og dómstól götunnar. Hvort Lúkasarmálið hafi haft áhrif á breyttar áherslur hátíðarinnar skal þó látið liggja milli hluta. Ríkulegur þáttur í sögu bæjarins. Í efnahagshruninu 2008 hafi Akureyrarstofa sett af stað átak að nafni „Brostu með hjartanu“ og hjartað fest sig í sessi sem eitt einkenni bæjarins. „Það er algjör tilviljun að ég birti þessa færslu fyrir hádegi en eftir hádegi fyllist Facebook hjá mér af færslum um þessi rauðu hjörtu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Það er skrítið að þetta sé allt í einu núna komið í umræðuna. Við höfum verið að segja þessa sögu um hjörtun í mörg ár og hún slær alltaf í gegn.“ Hjörtun séu ríkulegur þáttur af sögu Akureyrarbæjar, sem hann vonast til að geta haldið áfram að segja ferðamönnum, blaðamönnum, ferðaskrifstofufólki og öðrum gestum. Rögnvaldur finnur fyrir miklum samhug meðal Akureyringa um að ljósin skuli standa. „Facebook feedið mitt fylltist af færslum frá fólki sem vill ekki að þau fari. Þetta hefur auðvitað aldrei verið neitt annað en jákvæð skilaboð.“
Akureyri Menning Umferðaröryggi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira