„Ég mun standa með mínum ráðherra“ Árni Sæberg skrifar 26. júní 2025 12:14 Kristrún viðurkenndi ekki að hafa farið yfir línuna, þegar hún var innt eftir því. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók ekki undir með Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hún sagðist treysta því að Kristrún viðurkenndi að hafa farið yfir línuna, með því að segja málflutning stjórnarandstöðunnar um veiðigjöld í „falsfréttastíl“. Allt ætlaði um koll að keyra í þinginu á dögunum eftir að Kristrún sagði, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið. Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í pontu Alþingis í stríðum straumum á þingfundi sama kvöld og hneyksluðust á orðum Kristrúnar. Sumir kröfuðust þess að hún biði þingið afsökunar á ummælunum. Flaug beint á fund Kristrún hafði þó lítinn tíma til þess að koma í þingið og svara fyrir ummælin þar sem hún flaug af landi brott eldsnemma daginn eftir Kastljóssþáttinn á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Haag í Hollandi í gær. Kristrún mætti á þingfund í dag þar sem óundirbúinn fyrirspurnatími tók við henni. Guðrún Hafsteinsdóttir var fyrst í pontu og beindi fyrirspurn að Kristrúnu. Hún sagði stjórnarandstöðuna hafa talað af yfirvegun og ábyrgð um veiðigjöldin undanfarna daga. Tónninn hafi farið yfir mörk „Við höfum vandað okkur, vísað í gögn, umsagnir og staðreyndir. Við höfum sýnt vilja til samtals um breytingar en gert þá kröfu að þær byggist á traustum grunni. Ný gögn sem komið hafa fram staðfesta að sú nálgun var réttmæt.“ Forsendur frumvarpsins hefðu verið rangar, tölur komið seint fram og bæði ríkisstjórn, þingflokkar og umsagnaraðilar hefðu byggt málflutning sinn á röngum forsendum. „Ég minni á að þessi gagnrýni hefur ekki einungis komið frá stjórnarandstöðunni heldur einnig frá sveitarfélögum, ríkisstofnunum og samtökum launafólks og atvinnulífs um land allt. Þrátt fyrir þetta höfum við mátt sitja undir orðræðu sem gerir okkur tortryggileg. Tónninn hefur farið yfir mörk. Ásakanir um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og skipulegan blekkingarleik eru ósanngjarnar, ómaklegar og ekki til þess fallnar að skapa traust milli þingsins og þjóðarinnar. Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra skilur vægi orða. Ég treysti því að hún viðurkenni að þarna hafi verið farið yfir línuna og taki frumkvæði að því að endurheimta virðinguna, sem störf þingsins eiga skilið.“ Uppnám í þinginu ekki af því góða Kristrún hóf svar sitt á því að minna á að hún væri nýkomin heim af leiðtogafundinum. Hún gerði sér grein fyrir því að í fjarveru hennar hefði verið uppnám í þinginu, sem væri auðvitað ekki gott. „Ég ætla ekki í hártoganir um gögn, ég held að það hafi verið rætt nógu mikið um gögn hér inni. Það liggur hins vegar alveg fyrir að ég mun standa með mínum ráðherra, ég mun standa með hæstvirtum ráðherrum og atvinnuvegaráðuneytinu og þeim upplýsingum sem þaðan koma. Það er ofboðslega mikilvægt að forsætisráðherra standi með þeim stofnunum sem eru að baki vinnu sem kemur hérna í gegnum ráðuneytin og inn í þingið.“ Þegar hún talaði um að henni þættu upplýsingar vera fram og til baka, þá vitni hún til þess að fyrir tíu dögum hefði komið sameiginleg yfirlýsing frá Skattinum, Fiskistofu og ráðuneytinu, þar sem komið hefði fram að þeim bæri saman um gögn málsins. Í kjölfarið hefði umræðan haldið áfram á þann veg að óvissa væri uppi um gögnin. „Ég veit hins vegar, sem mér finnst mjög jákvætt, að það var góður fundur hérna í gær í háttvirtri atvinnuveganefnd þar sem mér heyrist að fólk sé komið á sömu blaðsíðu, sem ég held að skipti rosalega miklu máli. Vegna þess að við eigum að leyfa okkur að tala um pólitík en það er auðvitað ekki gott ef fólk getur ekki verið sammála um undirliggjandi þætti. Það var ekki mín ætlun að setja þingstörf hér í uppnám með mínum ummælum. Ég var hins vegar að lýsa minni upplifun af þeim samskiptum sem hér hafa farið á milli og það er mín skylda og ég mun alltaf standa með ráðherrum í minni ríkisstjórn, hæstvirtum ráðherrum, þeim opinberu stofnunum, sem eru að vinna hér grunnvinnu. Það skiptir máli að þau skilaboð heyrist frá forsætisráðherra og þeirri ríkisstjórn sem hér situr. Endilega klárum þingveturinn, náum samningum, sköpum vinnufrið í þessum sal.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Allt ætlaði um koll að keyra í þinginu á dögunum eftir að Kristrún sagði, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið. Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í pontu Alþingis í stríðum straumum á þingfundi sama kvöld og hneyksluðust á orðum Kristrúnar. Sumir kröfuðust þess að hún biði þingið afsökunar á ummælunum. Flaug beint á fund Kristrún hafði þó lítinn tíma til þess að koma í þingið og svara fyrir ummælin þar sem hún flaug af landi brott eldsnemma daginn eftir Kastljóssþáttinn á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Haag í Hollandi í gær. Kristrún mætti á þingfund í dag þar sem óundirbúinn fyrirspurnatími tók við henni. Guðrún Hafsteinsdóttir var fyrst í pontu og beindi fyrirspurn að Kristrúnu. Hún sagði stjórnarandstöðuna hafa talað af yfirvegun og ábyrgð um veiðigjöldin undanfarna daga. Tónninn hafi farið yfir mörk „Við höfum vandað okkur, vísað í gögn, umsagnir og staðreyndir. Við höfum sýnt vilja til samtals um breytingar en gert þá kröfu að þær byggist á traustum grunni. Ný gögn sem komið hafa fram staðfesta að sú nálgun var réttmæt.“ Forsendur frumvarpsins hefðu verið rangar, tölur komið seint fram og bæði ríkisstjórn, þingflokkar og umsagnaraðilar hefðu byggt málflutning sinn á röngum forsendum. „Ég minni á að þessi gagnrýni hefur ekki einungis komið frá stjórnarandstöðunni heldur einnig frá sveitarfélögum, ríkisstofnunum og samtökum launafólks og atvinnulífs um land allt. Þrátt fyrir þetta höfum við mátt sitja undir orðræðu sem gerir okkur tortryggileg. Tónninn hefur farið yfir mörk. Ásakanir um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og skipulegan blekkingarleik eru ósanngjarnar, ómaklegar og ekki til þess fallnar að skapa traust milli þingsins og þjóðarinnar. Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra skilur vægi orða. Ég treysti því að hún viðurkenni að þarna hafi verið farið yfir línuna og taki frumkvæði að því að endurheimta virðinguna, sem störf þingsins eiga skilið.“ Uppnám í þinginu ekki af því góða Kristrún hóf svar sitt á því að minna á að hún væri nýkomin heim af leiðtogafundinum. Hún gerði sér grein fyrir því að í fjarveru hennar hefði verið uppnám í þinginu, sem væri auðvitað ekki gott. „Ég ætla ekki í hártoganir um gögn, ég held að það hafi verið rætt nógu mikið um gögn hér inni. Það liggur hins vegar alveg fyrir að ég mun standa með mínum ráðherra, ég mun standa með hæstvirtum ráðherrum og atvinnuvegaráðuneytinu og þeim upplýsingum sem þaðan koma. Það er ofboðslega mikilvægt að forsætisráðherra standi með þeim stofnunum sem eru að baki vinnu sem kemur hérna í gegnum ráðuneytin og inn í þingið.“ Þegar hún talaði um að henni þættu upplýsingar vera fram og til baka, þá vitni hún til þess að fyrir tíu dögum hefði komið sameiginleg yfirlýsing frá Skattinum, Fiskistofu og ráðuneytinu, þar sem komið hefði fram að þeim bæri saman um gögn málsins. Í kjölfarið hefði umræðan haldið áfram á þann veg að óvissa væri uppi um gögnin. „Ég veit hins vegar, sem mér finnst mjög jákvætt, að það var góður fundur hérna í gær í háttvirtri atvinnuveganefnd þar sem mér heyrist að fólk sé komið á sömu blaðsíðu, sem ég held að skipti rosalega miklu máli. Vegna þess að við eigum að leyfa okkur að tala um pólitík en það er auðvitað ekki gott ef fólk getur ekki verið sammála um undirliggjandi þætti. Það var ekki mín ætlun að setja þingstörf hér í uppnám með mínum ummælum. Ég var hins vegar að lýsa minni upplifun af þeim samskiptum sem hér hafa farið á milli og það er mín skylda og ég mun alltaf standa með ráðherrum í minni ríkisstjórn, hæstvirtum ráðherrum, þeim opinberu stofnunum, sem eru að vinna hér grunnvinnu. Það skiptir máli að þau skilaboð heyrist frá forsætisráðherra og þeirri ríkisstjórn sem hér situr. Endilega klárum þingveturinn, náum samningum, sköpum vinnufrið í þessum sal.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent