Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 20:35 „Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandísi er ekki skemmt. Vísir/Samsett Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hjólar í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“ í viðtali í dag. Framkoma Þorgerðar sé niðurlægjandi fyrir konur og alla sem láta sig mannréttindi varða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra greindi frá því í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hún hefði tekið í höndina á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún lýsti Bandaríkjaforseta sem heillandi. „Hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandís, sem var ráðherra úr röðum Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn, hjólar í Þorgerði í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að Trump hafi ítrekað ógnað lýðræðinu, mannréttindum, kvenfrelsi og alþjóðalögum, og ekkert bendi til annars en að hann haldi því áfram. „Íslensk stjórnvöld hittu Trump á NATO-fundi á dögunum – og það sem situr eftir er að utanríkisráðherra lýsir honum sem heillandi karli í fréttum,“ skrifar Svandís. „Það er niðurlægjandi. Ekki bara fyrir konur. Ekki bara fyrir lýðræðissinna. Heldur fyrir okkur öll – sem viljum að Ísland standi með mannréttindum, friði og frelsi.“ Þá tekur hún fram að Vinstrihreyfingin, grænt framboð hafni þessum „undirlægjutóni“ en flokkur Svandísar hefur tapað verulegu fylgi að undanförnu og tókst ekki að tryggja sér sæti í síðustu þingkosningum í nóvember. Hann á þó sextán sveitarstjórnarfulltrúa víða um landið. „Við trúum á utanríkisstefnu með sjálfsvirðingu. Við trúum á að Ísland tali af reisn – líka við valdamenn,“ skrifar hún og bætir við að hlutverk Íslands sem smáríkis sé ekki að „smjaðra“, heldur að tala skýrt og standa með réttlæti og mannréttindum. „Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu. Það er alvarlegt. Og við mætum því með reisn og sjálfsvirðingu.“ Donald Trump Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn NATO Utanríkismál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra greindi frá því í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hún hefði tekið í höndina á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún lýsti Bandaríkjaforseta sem heillandi. „Hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandís, sem var ráðherra úr röðum Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn, hjólar í Þorgerði í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að Trump hafi ítrekað ógnað lýðræðinu, mannréttindum, kvenfrelsi og alþjóðalögum, og ekkert bendi til annars en að hann haldi því áfram. „Íslensk stjórnvöld hittu Trump á NATO-fundi á dögunum – og það sem situr eftir er að utanríkisráðherra lýsir honum sem heillandi karli í fréttum,“ skrifar Svandís. „Það er niðurlægjandi. Ekki bara fyrir konur. Ekki bara fyrir lýðræðissinna. Heldur fyrir okkur öll – sem viljum að Ísland standi með mannréttindum, friði og frelsi.“ Þá tekur hún fram að Vinstrihreyfingin, grænt framboð hafni þessum „undirlægjutóni“ en flokkur Svandísar hefur tapað verulegu fylgi að undanförnu og tókst ekki að tryggja sér sæti í síðustu þingkosningum í nóvember. Hann á þó sextán sveitarstjórnarfulltrúa víða um landið. „Við trúum á utanríkisstefnu með sjálfsvirðingu. Við trúum á að Ísland tali af reisn – líka við valdamenn,“ skrifar hún og bætir við að hlutverk Íslands sem smáríkis sé ekki að „smjaðra“, heldur að tala skýrt og standa með réttlæti og mannréttindum. „Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu. Það er alvarlegt. Og við mætum því með reisn og sjálfsvirðingu.“
Donald Trump Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn NATO Utanríkismál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira