Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 20:35 „Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandísi er ekki skemmt. Vísir/Samsett Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hjólar í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“ í viðtali í dag. Framkoma Þorgerðar sé niðurlægjandi fyrir konur og alla sem láta sig mannréttindi varða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra greindi frá því í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hún hefði tekið í höndina á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún lýsti Bandaríkjaforseta sem heillandi. „Hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandís, sem var ráðherra úr röðum Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn, hjólar í Þorgerði í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að Trump hafi ítrekað ógnað lýðræðinu, mannréttindum, kvenfrelsi og alþjóðalögum, og ekkert bendi til annars en að hann haldi því áfram. „Íslensk stjórnvöld hittu Trump á NATO-fundi á dögunum – og það sem situr eftir er að utanríkisráðherra lýsir honum sem heillandi karli í fréttum,“ skrifar Svandís. „Það er niðurlægjandi. Ekki bara fyrir konur. Ekki bara fyrir lýðræðissinna. Heldur fyrir okkur öll – sem viljum að Ísland standi með mannréttindum, friði og frelsi.“ Þá tekur hún fram að Vinstrihreyfingin, grænt framboð hafni þessum „undirlægjutóni“ en flokkur Svandísar hefur tapað verulegu fylgi að undanförnu og tókst ekki að tryggja sér sæti í síðustu þingkosningum í nóvember. Hann á þó sextán sveitarstjórnarfulltrúa víða um landið. „Við trúum á utanríkisstefnu með sjálfsvirðingu. Við trúum á að Ísland tali af reisn – líka við valdamenn,“ skrifar hún og bætir við að hlutverk Íslands sem smáríkis sé ekki að „smjaðra“, heldur að tala skýrt og standa með réttlæti og mannréttindum. „Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu. Það er alvarlegt. Og við mætum því með reisn og sjálfsvirðingu.“ Donald Trump Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn NATO Utanríkismál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra greindi frá því í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hún hefði tekið í höndina á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún lýsti Bandaríkjaforseta sem heillandi. „Hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandís, sem var ráðherra úr röðum Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn, hjólar í Þorgerði í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að Trump hafi ítrekað ógnað lýðræðinu, mannréttindum, kvenfrelsi og alþjóðalögum, og ekkert bendi til annars en að hann haldi því áfram. „Íslensk stjórnvöld hittu Trump á NATO-fundi á dögunum – og það sem situr eftir er að utanríkisráðherra lýsir honum sem heillandi karli í fréttum,“ skrifar Svandís. „Það er niðurlægjandi. Ekki bara fyrir konur. Ekki bara fyrir lýðræðissinna. Heldur fyrir okkur öll – sem viljum að Ísland standi með mannréttindum, friði og frelsi.“ Þá tekur hún fram að Vinstrihreyfingin, grænt framboð hafni þessum „undirlægjutóni“ en flokkur Svandísar hefur tapað verulegu fylgi að undanförnu og tókst ekki að tryggja sér sæti í síðustu þingkosningum í nóvember. Hann á þó sextán sveitarstjórnarfulltrúa víða um landið. „Við trúum á utanríkisstefnu með sjálfsvirðingu. Við trúum á að Ísland tali af reisn – líka við valdamenn,“ skrifar hún og bætir við að hlutverk Íslands sem smáríkis sé ekki að „smjaðra“, heldur að tala skýrt og standa með réttlæti og mannréttindum. „Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu. Það er alvarlegt. Og við mætum því með reisn og sjálfsvirðingu.“
Donald Trump Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn NATO Utanríkismál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira