Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 16:37 Sjö börn eru meðal þeirra sem komin eru til Jórdaníu og stefna til Íslands. AP/Jehad Alshrafi Fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins aðstoðuðu í dag sextán einstaklinga á Gasa, þar af sjö börn, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Hópurinn heldur svo til Íslands í kjölfarið. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að unnið hafi verið að verkefninu undanfarnar vikur eða síðan ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að ráðast í sértæka aðgerð til að hjálpa fólkinu að komast til Íslands í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem eru á Gasasvæðinu. Ráðuneytið segir sérstakan verkefnahóp á vegum þess hafa átt í samstarfi við sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins og útlendingastofnunar um að greiða fyrir för hópsins til Íslands. Þá hafi utanríkisráðuneytið sömuleiðis átt í virkum samskiptum við fulltrúa ísraelskra og jórdanskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja sem hafa staðið fyrir sambærilegum aðgerðum fyrir eigin ríkisborgara og dvalarleyfishafa og alþjóðastofnanir á svæðinu sem vinni ómetanlegt starf undir gríðarlegu álagi. „Stjórnvöld í Ísrael hafa á undanförnum mánuðum, með reglulegu millibili, heimilað og greitt fyrir flutningi fólks frá Gaza um Ísrael og Jórdaníu. Auk Íslands sóttu Finnland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Bretland og Barein ríkisborgara sína eða dvalarleyfishafa á landamæri Gasa og Ísraels í dag,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Jafnframt segir að þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé það almennt á þeirra ábyrgð að ferðast til Íslands en að í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem uppi eru á Gasa hafi verið ákveðið að takast á hendur sérstakt verkefni og hjálpa einstaklingum á svæðinu með dvalarleyfi á Íslandi að komast til landsins. „Það kom ekki annað til greina og starfsfólk utanríkisráðuneytisins á mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Mér er létt og það gleður mig sérstaklega að vita af hópnum á leiðinni hingað í frelsið og öryggið á Íslandi og nú munum við öll sem eitt leggja okkur fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, ekki síst börnunum, sem hafa lifað svo miklar hörmungar að undanförnu,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að unnið hafi verið að verkefninu undanfarnar vikur eða síðan ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að ráðast í sértæka aðgerð til að hjálpa fólkinu að komast til Íslands í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem eru á Gasasvæðinu. Ráðuneytið segir sérstakan verkefnahóp á vegum þess hafa átt í samstarfi við sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins og útlendingastofnunar um að greiða fyrir för hópsins til Íslands. Þá hafi utanríkisráðuneytið sömuleiðis átt í virkum samskiptum við fulltrúa ísraelskra og jórdanskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja sem hafa staðið fyrir sambærilegum aðgerðum fyrir eigin ríkisborgara og dvalarleyfishafa og alþjóðastofnanir á svæðinu sem vinni ómetanlegt starf undir gríðarlegu álagi. „Stjórnvöld í Ísrael hafa á undanförnum mánuðum, með reglulegu millibili, heimilað og greitt fyrir flutningi fólks frá Gaza um Ísrael og Jórdaníu. Auk Íslands sóttu Finnland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Bretland og Barein ríkisborgara sína eða dvalarleyfishafa á landamæri Gasa og Ísraels í dag,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Jafnframt segir að þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé það almennt á þeirra ábyrgð að ferðast til Íslands en að í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem uppi eru á Gasa hafi verið ákveðið að takast á hendur sérstakt verkefni og hjálpa einstaklingum á svæðinu með dvalarleyfi á Íslandi að komast til landsins. „Það kom ekki annað til greina og starfsfólk utanríkisráðuneytisins á mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Mér er létt og það gleður mig sérstaklega að vita af hópnum á leiðinni hingað í frelsið og öryggið á Íslandi og nú munum við öll sem eitt leggja okkur fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, ekki síst börnunum, sem hafa lifað svo miklar hörmungar að undanförnu,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira