Ósýnileg veikindi hafi ekki minna vægi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:02 Manuela Ósk vill opna umræðuna um ósýnileg veikindi. „Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, sem fékk heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Eins og fjallað hefur verið um hér á Lífinu, var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið reið yfir þann 21. desember 2022. Frænkan bjargaði lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. Síðan þá hefur hún glímt við afleiðingar krónískra veikinda sem hafa djúpstæð áhrif á daglegt líf hennar. Sjá: Í endurhæfingu og erfðarannsókn vegna heilablóðfalls Í samtali við Vísi segir Manuela að markmið hennar sé að opna umræðuna um ósýnileg veikindi og auka skilning samfélagsins á þeim áskorunum sem fylgja langvarandi heilsuvanda. „Það sem ég vil vekja athygli á er að þegar maður glímir við krónísk veikindi þarf maður að skammta orkuna sína. Ég þarf að vanda valið á því hvað ég eyði orkunni minni í. Ég get ekki gert það sama og áður en ég veiktist. Til dæmis geta ferðalög erlendis haft slæm áhrif á heilsuna í marga daga á eftir. Þetta á við um langflest sem ég geri. Ég er mjög viðkvæm fyrir áreiti, hvort sem það er að fara á tónleika erlendis eða á viðburði hér heima, dagarnir á eftir eru oft mjög erfiðir,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Þakklát fyrir það fallega sem lífið býður upp á Manuela birti færslu í hringrásinni (e.story) á Instagram í gær í kjölfar þess að hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún sótti tónleika poppdívunnar Beyoncé, þar sem segist enn vera að ná upp orku eftir ferðalagið. „Á sama tíma og ég er óendanlega þakklát fyrir lífið og að hafa sloppið vel frá heilablóðfalli og slagi, og eiga möguleikana á að njóta þess og upplifa það fallega og skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða þá er lífið með krónísk veikindi oft svo sárt. Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir. Miklir verkir, ég á t.d. mjög erfitt með gang í dag, engin orka og kvíði eru dæmi um það sem það kostar að njóta lífsins fyrir fólk eins og mig. Ég er ekki að skrifa þetta í neinni sjálfsvorkunn heldur til þess eins að minna á að ósýnileg veikindi hafa ekki minna vægi en þau sem við sjáum utan á fólki.“ Heilsa Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um hér á Lífinu, var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið reið yfir þann 21. desember 2022. Frænkan bjargaði lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. Síðan þá hefur hún glímt við afleiðingar krónískra veikinda sem hafa djúpstæð áhrif á daglegt líf hennar. Sjá: Í endurhæfingu og erfðarannsókn vegna heilablóðfalls Í samtali við Vísi segir Manuela að markmið hennar sé að opna umræðuna um ósýnileg veikindi og auka skilning samfélagsins á þeim áskorunum sem fylgja langvarandi heilsuvanda. „Það sem ég vil vekja athygli á er að þegar maður glímir við krónísk veikindi þarf maður að skammta orkuna sína. Ég þarf að vanda valið á því hvað ég eyði orkunni minni í. Ég get ekki gert það sama og áður en ég veiktist. Til dæmis geta ferðalög erlendis haft slæm áhrif á heilsuna í marga daga á eftir. Þetta á við um langflest sem ég geri. Ég er mjög viðkvæm fyrir áreiti, hvort sem það er að fara á tónleika erlendis eða á viðburði hér heima, dagarnir á eftir eru oft mjög erfiðir,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Þakklát fyrir það fallega sem lífið býður upp á Manuela birti færslu í hringrásinni (e.story) á Instagram í gær í kjölfar þess að hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún sótti tónleika poppdívunnar Beyoncé, þar sem segist enn vera að ná upp orku eftir ferðalagið. „Á sama tíma og ég er óendanlega þakklát fyrir lífið og að hafa sloppið vel frá heilablóðfalli og slagi, og eiga möguleikana á að njóta þess og upplifa það fallega og skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða þá er lífið með krónísk veikindi oft svo sárt. Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir. Miklir verkir, ég á t.d. mjög erfitt með gang í dag, engin orka og kvíði eru dæmi um það sem það kostar að njóta lífsins fyrir fólk eins og mig. Ég er ekki að skrifa þetta í neinni sjálfsvorkunn heldur til þess eins að minna á að ósýnileg veikindi hafa ekki minna vægi en þau sem við sjáum utan á fólki.“
Heilsa Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira