Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 10:55 Mark Rutte, framvæmdastjóri NATO, (t.h.) með Bandaríkjaforseta í öndvegi við upphaf leiðtogafundar NATO í Haag í dag. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. Bandaríkjaforseti sagði „margar skilgreiningar“ til á fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að heiðra þá skuldbindingu ef til þess kæmi þegar hann var á leið yfir Atlantshafið á leiðtogafundinn í gær. Fimmta greinin kveður á um árás á eitt ríki NATO jafngildi árás á þau öll „Það veltur á skilgreiningunni,“ svaraði bandaríski forsetinn sem hefur í gegnum tíðina aldrei viljað segja afdráttarlaust að hann kæmi NATO-ríkjum til varnar ef ráðist yrði á þau. Þegar ummælin voru borin undir Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf annars dags leiðtogafundarins í morgun sagði hann engan vafa um heilindi Bandaríkjaforseta og Bandaríkjanna í sínum huga. „Fyrir mér er það algerlega skýrt að Bandaríkin séu algerlega skuldbundin NATO, algerlega skuldbundin fimmtu greininni,“ sagði Rutte, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku. Smjaðrar fyrir forsetanum af miklum móð Meginmarkmið leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Haag í Hollandi í gær er að aðildarríkin samþykki að stefna á að verja fimm prósentum af landsframleiðslu sinni til varnarmála fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið gagnrýnt evrópska bandamenn sína fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum til eigin varna en sitjandi Bandaríkjaforseti hefur verið sérstaklega hávær um það, bæði nú og á fyrra kjörtímabili sínu frá 2017 til 2021. Margir óttast að hann gæti dregið Bandaríkin út úr varnarbandalaginu. Evrópskir ráðamenn, með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafa því lagt sig fram um að bugta sig og beygja fyrir bandaríska forsetanum í aðdraganda fundarins. Skilaboð sem Rutte sendi bandaríska forsetanum í gær báru þess skýr merki Þar lofaði Rutte forsetann í hástert fyrir loftárásir á Íran um helgina og sagði hann á barmi þess að afreka það sem enginn annar bandarískur forseti hefði gert, að fá evrópska bandamenn sína til þess að hósta upp meira fé til varnarmála. „Evrópa mun borga STÓRT eins og hún ætti að gera og það verður þinn sigur,“ skrifaði Rutte til Bandaríkjaforseta. NATO Holland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Bandaríkjaforseti sagði „margar skilgreiningar“ til á fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að heiðra þá skuldbindingu ef til þess kæmi þegar hann var á leið yfir Atlantshafið á leiðtogafundinn í gær. Fimmta greinin kveður á um árás á eitt ríki NATO jafngildi árás á þau öll „Það veltur á skilgreiningunni,“ svaraði bandaríski forsetinn sem hefur í gegnum tíðina aldrei viljað segja afdráttarlaust að hann kæmi NATO-ríkjum til varnar ef ráðist yrði á þau. Þegar ummælin voru borin undir Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf annars dags leiðtogafundarins í morgun sagði hann engan vafa um heilindi Bandaríkjaforseta og Bandaríkjanna í sínum huga. „Fyrir mér er það algerlega skýrt að Bandaríkin séu algerlega skuldbundin NATO, algerlega skuldbundin fimmtu greininni,“ sagði Rutte, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku. Smjaðrar fyrir forsetanum af miklum móð Meginmarkmið leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Haag í Hollandi í gær er að aðildarríkin samþykki að stefna á að verja fimm prósentum af landsframleiðslu sinni til varnarmála fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið gagnrýnt evrópska bandamenn sína fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum til eigin varna en sitjandi Bandaríkjaforseti hefur verið sérstaklega hávær um það, bæði nú og á fyrra kjörtímabili sínu frá 2017 til 2021. Margir óttast að hann gæti dregið Bandaríkin út úr varnarbandalaginu. Evrópskir ráðamenn, með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafa því lagt sig fram um að bugta sig og beygja fyrir bandaríska forsetanum í aðdraganda fundarins. Skilaboð sem Rutte sendi bandaríska forsetanum í gær báru þess skýr merki Þar lofaði Rutte forsetann í hástert fyrir loftárásir á Íran um helgina og sagði hann á barmi þess að afreka það sem enginn annar bandarískur forseti hefði gert, að fá evrópska bandamenn sína til þess að hósta upp meira fé til varnarmála. „Evrópa mun borga STÓRT eins og hún ætti að gera og það verður þinn sigur,“ skrifaði Rutte til Bandaríkjaforseta.
NATO Holland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent