Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 10:55 Mark Rutte, framvæmdastjóri NATO, (t.h.) með Bandaríkjaforseta í öndvegi við upphaf leiðtogafundar NATO í Haag í dag. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. Bandaríkjaforseti sagði „margar skilgreiningar“ til á fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að heiðra þá skuldbindingu ef til þess kæmi þegar hann var á leið yfir Atlantshafið á leiðtogafundinn í gær. Fimmta greinin kveður á um árás á eitt ríki NATO jafngildi árás á þau öll „Það veltur á skilgreiningunni,“ svaraði bandaríski forsetinn sem hefur í gegnum tíðina aldrei viljað segja afdráttarlaust að hann kæmi NATO-ríkjum til varnar ef ráðist yrði á þau. Þegar ummælin voru borin undir Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf annars dags leiðtogafundarins í morgun sagði hann engan vafa um heilindi Bandaríkjaforseta og Bandaríkjanna í sínum huga. „Fyrir mér er það algerlega skýrt að Bandaríkin séu algerlega skuldbundin NATO, algerlega skuldbundin fimmtu greininni,“ sagði Rutte, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku. Smjaðrar fyrir forsetanum af miklum móð Meginmarkmið leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Haag í Hollandi í gær er að aðildarríkin samþykki að stefna á að verja fimm prósentum af landsframleiðslu sinni til varnarmála fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið gagnrýnt evrópska bandamenn sína fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum til eigin varna en sitjandi Bandaríkjaforseti hefur verið sérstaklega hávær um það, bæði nú og á fyrra kjörtímabili sínu frá 2017 til 2021. Margir óttast að hann gæti dregið Bandaríkin út úr varnarbandalaginu. Evrópskir ráðamenn, með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafa því lagt sig fram um að bugta sig og beygja fyrir bandaríska forsetanum í aðdraganda fundarins. Skilaboð sem Rutte sendi bandaríska forsetanum í gær báru þess skýr merki Þar lofaði Rutte forsetann í hástert fyrir loftárásir á Íran um helgina og sagði hann á barmi þess að afreka það sem enginn annar bandarískur forseti hefði gert, að fá evrópska bandamenn sína til þess að hósta upp meira fé til varnarmála. „Evrópa mun borga STÓRT eins og hún ætti að gera og það verður þinn sigur,“ skrifaði Rutte til Bandaríkjaforseta. NATO Holland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Sjá meira
Bandaríkjaforseti sagði „margar skilgreiningar“ til á fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að heiðra þá skuldbindingu ef til þess kæmi þegar hann var á leið yfir Atlantshafið á leiðtogafundinn í gær. Fimmta greinin kveður á um árás á eitt ríki NATO jafngildi árás á þau öll „Það veltur á skilgreiningunni,“ svaraði bandaríski forsetinn sem hefur í gegnum tíðina aldrei viljað segja afdráttarlaust að hann kæmi NATO-ríkjum til varnar ef ráðist yrði á þau. Þegar ummælin voru borin undir Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf annars dags leiðtogafundarins í morgun sagði hann engan vafa um heilindi Bandaríkjaforseta og Bandaríkjanna í sínum huga. „Fyrir mér er það algerlega skýrt að Bandaríkin séu algerlega skuldbundin NATO, algerlega skuldbundin fimmtu greininni,“ sagði Rutte, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku. Smjaðrar fyrir forsetanum af miklum móð Meginmarkmið leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Haag í Hollandi í gær er að aðildarríkin samþykki að stefna á að verja fimm prósentum af landsframleiðslu sinni til varnarmála fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið gagnrýnt evrópska bandamenn sína fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum til eigin varna en sitjandi Bandaríkjaforseti hefur verið sérstaklega hávær um það, bæði nú og á fyrra kjörtímabili sínu frá 2017 til 2021. Margir óttast að hann gæti dregið Bandaríkin út úr varnarbandalaginu. Evrópskir ráðamenn, með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafa því lagt sig fram um að bugta sig og beygja fyrir bandaríska forsetanum í aðdraganda fundarins. Skilaboð sem Rutte sendi bandaríska forsetanum í gær báru þess skýr merki Þar lofaði Rutte forsetann í hástert fyrir loftárásir á Íran um helgina og sagði hann á barmi þess að afreka það sem enginn annar bandarískur forseti hefði gert, að fá evrópska bandamenn sína til þess að hósta upp meira fé til varnarmála. „Evrópa mun borga STÓRT eins og hún ætti að gera og það verður þinn sigur,“ skrifaði Rutte til Bandaríkjaforseta.
NATO Holland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Sjá meira
Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54