Hjónin settu íbúðina fyrst á sölu í janúar árið 2023. Ásett verð var 79,9 milljónir.
Um er að ræða 158 fermetra íbúð með glæsilegu útsýni. Stofa, borðstofa og eldhús renna saman í eitt í opnu og björtu rými. Þaðan er útgengt á vestursvalir. Samtals eru þrjú svefnherbergi með möguleika á því fjórða og eitt baðherbergi. Tveir bílskúrar fylgja eigninni.
„Ég leyfi mér að fullyrða að hún er fullkomlega staðsett á besta stað í borginni. Þetta heimili hefur verið okkar athvarf og sannkallaður sælureitur í gegnum árin, og nú leitum við að nýjum eigendum sem vilja njóta þess jafn mikið og við höfum gert,“ skrifa hjónin og deila fasteignaauglýsingunni á samfélagsmiðlum.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.





