Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 06:44 Guðrún Hafsteinsdóttir segir Kristrúnu Frostadóttur vera þagga niður í gagnrýni. Samsett/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. „Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði,“ skrifar Guðrún Hafsteinsdóttir í aðsendri grein á Vísi. Í viðtali í Kastljósi í sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra minnihlutann tala um breytingar á veiðigjöldum „í falsfréttastíl.“ Þingmenn hafa talað dögum saman um breytingarnar sem Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði til að yrðu gerðar á veiðigjöldunum og stóðu umræður í gærkvöldi til um klukkan hálf þrjú. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Guðrún segir málið grafalvarlegt og tilraun ráðherrans til að þagga niður í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega.“ Hún segir Kristrúnu nýta sér popúlisma til að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt neitt rangt í umræðunum og því hafi ráðherrann „ákveðið að grípa til gífuryrða.“ „Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við orð Kristrúnar á þingfundi í gærkvöldi. Þar á meðal var Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem krafðist þess að ráðherrann myndi draga orð sín til baka. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki trúa því að Kristrún hafi látið þessi orð falla og krafðist afsökunarbeiðni. Sé ábyrgt að stöðva óvönduð frumvörp Guðrún segir staðreyndir málsins liggja fyrir, til að mynda hafi tvær ríkisstofnanir bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar og að sveitarfélög hafi sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Hún kallar frumvarpið óvandað og því þurfi að ræða það ítarlega. „Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur,“ segir hún. „Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin.“ Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla halda áfram að tala en markmiðið sé ekki að tefja heldur vernda. „Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau.“ Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
„Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði,“ skrifar Guðrún Hafsteinsdóttir í aðsendri grein á Vísi. Í viðtali í Kastljósi í sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra minnihlutann tala um breytingar á veiðigjöldum „í falsfréttastíl.“ Þingmenn hafa talað dögum saman um breytingarnar sem Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði til að yrðu gerðar á veiðigjöldunum og stóðu umræður í gærkvöldi til um klukkan hálf þrjú. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Guðrún segir málið grafalvarlegt og tilraun ráðherrans til að þagga niður í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega.“ Hún segir Kristrúnu nýta sér popúlisma til að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt neitt rangt í umræðunum og því hafi ráðherrann „ákveðið að grípa til gífuryrða.“ „Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við orð Kristrúnar á þingfundi í gærkvöldi. Þar á meðal var Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem krafðist þess að ráðherrann myndi draga orð sín til baka. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki trúa því að Kristrún hafi látið þessi orð falla og krafðist afsökunarbeiðni. Sé ábyrgt að stöðva óvönduð frumvörp Guðrún segir staðreyndir málsins liggja fyrir, til að mynda hafi tvær ríkisstofnanir bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar og að sveitarfélög hafi sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Hún kallar frumvarpið óvandað og því þurfi að ræða það ítarlega. „Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur,“ segir hún. „Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin.“ Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla halda áfram að tala en markmiðið sé ekki að tefja heldur vernda. „Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau.“
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira