Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 12:13 Nýtt húsnæði skólans er í Vatnagörðum 4. Aðsend Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafmennt, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrofa í lok mars. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands sagði gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakaði þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Þannig fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt gekk til samninga við skiptastjóra þrotabús skólans og tryggði sér allar eignir þess. Rafmennt sá svo til þess að skólaárið yrði klárað. Stofnandi Kvikmyndaskólans sagðist svo hafa áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt. Auk þess sagðist hann ekki myndu hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, sagði ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti sama nafn og sömu námskrá og áður. Í dag var tilkynnt um að skráning nýnema væri hafin á vef Kvikmyndaskólans. „Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars. Eftir að Rafmennt keypti allar eigur þrotabús skólans hélt kennsla áfram og 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum 7. júní sl,“ segir í tilkynningu. Auk þess kom fram að tilkynnt hefði verið um það í gær að menntasjóður námsmanna hefði staðfest lánshæfi námsins í Kvikmyndaskólanum, og nemendur gætu því fjármagnað skólagjöld og uppihald með námslánum. „Tæplega 40 nemendur halda námi áfram í haust í glæsilegri aðstöðu skólans í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Þar hafa nemendur aðgang að fjölda mynd- og hljóðvera auk þess sem fullkominn tækjabúnaður, alls að verðmæti um 200 milljónir króna, stendur þeim til boða til framleiðslu skólaverkefna.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafmennt, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrofa í lok mars. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands sagði gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakaði þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Þannig fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt gekk til samninga við skiptastjóra þrotabús skólans og tryggði sér allar eignir þess. Rafmennt sá svo til þess að skólaárið yrði klárað. Stofnandi Kvikmyndaskólans sagðist svo hafa áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt. Auk þess sagðist hann ekki myndu hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, sagði ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti sama nafn og sömu námskrá og áður. Í dag var tilkynnt um að skráning nýnema væri hafin á vef Kvikmyndaskólans. „Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars. Eftir að Rafmennt keypti allar eigur þrotabús skólans hélt kennsla áfram og 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum 7. júní sl,“ segir í tilkynningu. Auk þess kom fram að tilkynnt hefði verið um það í gær að menntasjóður námsmanna hefði staðfest lánshæfi námsins í Kvikmyndaskólanum, og nemendur gætu því fjármagnað skólagjöld og uppihald með námslánum. „Tæplega 40 nemendur halda námi áfram í haust í glæsilegri aðstöðu skólans í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Þar hafa nemendur aðgang að fjölda mynd- og hljóðvera auk þess sem fullkominn tækjabúnaður, alls að verðmæti um 200 milljónir króna, stendur þeim til boða til framleiðslu skólaverkefna.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira