Steinþór sýknaður í Hæstarétti Árni Sæberg skrifar 18. júní 2025 14:04 Steinþór Einarsson þegar málið var tekið fyrir í héraði. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir Steinþóri Einarssyni, sem var ákærður fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, manni á fimmtugsaldri, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum í síðuna með hníf sem olli miklu blóðtapi sem leiddi til dauða hans. Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14. Í honum segir að í málinu hafi sönnun um refsivert athæfi fléttast saman við sönnun um skilyrði fyrir hlutrænni refsileysisástæðu. Í hinum áfrýjaða dómi hefði verið talið sannað að um mjög óvenjulegar aðstæður hefði verið að ræða þar sem Tómas hefði ráðist á Steinþóri með hnífi auk þess að hafa veitt honum áverka með hættulegri verknaðaraðferð í upphafi árásarinnar, sem ekki hefði verið afstaðin þegar Tómas hlaut þá áverka sem leiddu hann til dauða. Við mat á sönnun hefði Landsréttur litið til aðstæðna eins og þær horfðu við Steinþóri sem og aðdraganda að atlögu Tómasar. Landsréttur hefði komist að þeirri niðurstöðu að Steinþór hefði verið skelfdur eða forviða í skilningi almennra hegningarlaga þannig að hann hefði ekki fullkomlega getað gætt sín og farið út fyrir takmörk neyðarvarnar af þeim sökum. Hæstiréttur tók fram að þessi niðurstaða hins áfrýjaða dóms hefði í öllu verulegu verið byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar sem ekki yrði endurmetið fyrir Hæstarétti. Því hefði hinn áfrýjaði dómur verið staðfestur. Tekist á um hvort að um sjálfsvörn hafi verið að ræða Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi Steinþór og dæmdi hann í átta ára fangelsi. Landsréttur sýknaði hann hins vegar. Það var mat Landsréttar að Steinþóri hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann hefði verið að afstýra stórhættulegri árás Tómasar, sem hefði í aðdraganda andlátsins ráðist að honum með stórum hníf. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin væri talin heimil. Taldi málið fordæmisgefandi Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu. Að mati hans var málið einstakt og fordæmisgefandi þar sem að afskaplega sjaldan væri fallist á að neyðarvörn hefði verið beitt eða hún hefði verið réttlætanleg. Í raun hefði Hæstiréttur einungis einu sinni sýknað einstakling með vísan til 2. málsgreinar. 12. greinar almennra hegningarlaga, sem kveður á um að manni skuli ekki refsað fari hann út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar vegna þess að hann sé svo skelfdur eða forviða, eða þá að hann geti ekki fullkomnlega gætt sín. Að mati Ríkissaksóknara var ekkert í framburði Steinþórs sem benti til þess að ákvæðið ætti við, og því hefði hann verið ranglega sýknaður. Í ákvörðun Hæstaréttar um veitingu áfrýjunarleyfis sagði að úrlausn málsins kynni að hafa verulega þýðingu um túlkun og beitingu ákvæðisins. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að dómur Hæstaréttar var birtur. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir manndráp á Ólafsfirði Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október árið 2022. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 9. janúar 2024 16:45 Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Landsréttur féllst í dag á að Steinþór Einarsson, sem héraðsdómur hafði dæmt í átta ára fangelsi fyrir manndráp, hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann afstýrði stórhættulegri áras af hálfu hins látna. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin var talin heimil. 31. október 2024 19:39 Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Landsréttur hefur sýknað Steinþór Einarssonar, karlmann á fertugsaldri, af ákæru fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, sem var 47 ára, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. 31. október 2024 15:17 Dómari fór upp fyrir kröfur saksóknara og dómnum áfrýjað Verjandi Steinþórs Einarssonar, sem dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að verða Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október árið 2022, segir dóminn mikil vonbrigði og að honum verði áfrýjað. Athygli vekur að ákæruvaldið fór aðeins fram á fimm ára dóm. 10. janúar 2024 11:41 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14. Í honum segir að í málinu hafi sönnun um refsivert athæfi fléttast saman við sönnun um skilyrði fyrir hlutrænni refsileysisástæðu. Í hinum áfrýjaða dómi hefði verið talið sannað að um mjög óvenjulegar aðstæður hefði verið að ræða þar sem Tómas hefði ráðist á Steinþóri með hnífi auk þess að hafa veitt honum áverka með hættulegri verknaðaraðferð í upphafi árásarinnar, sem ekki hefði verið afstaðin þegar Tómas hlaut þá áverka sem leiddu hann til dauða. Við mat á sönnun hefði Landsréttur litið til aðstæðna eins og þær horfðu við Steinþóri sem og aðdraganda að atlögu Tómasar. Landsréttur hefði komist að þeirri niðurstöðu að Steinþór hefði verið skelfdur eða forviða í skilningi almennra hegningarlaga þannig að hann hefði ekki fullkomlega getað gætt sín og farið út fyrir takmörk neyðarvarnar af þeim sökum. Hæstiréttur tók fram að þessi niðurstaða hins áfrýjaða dóms hefði í öllu verulegu verið byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar sem ekki yrði endurmetið fyrir Hæstarétti. Því hefði hinn áfrýjaði dómur verið staðfestur. Tekist á um hvort að um sjálfsvörn hafi verið að ræða Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi Steinþór og dæmdi hann í átta ára fangelsi. Landsréttur sýknaði hann hins vegar. Það var mat Landsréttar að Steinþóri hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann hefði verið að afstýra stórhættulegri árás Tómasar, sem hefði í aðdraganda andlátsins ráðist að honum með stórum hníf. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin væri talin heimil. Taldi málið fordæmisgefandi Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu. Að mati hans var málið einstakt og fordæmisgefandi þar sem að afskaplega sjaldan væri fallist á að neyðarvörn hefði verið beitt eða hún hefði verið réttlætanleg. Í raun hefði Hæstiréttur einungis einu sinni sýknað einstakling með vísan til 2. málsgreinar. 12. greinar almennra hegningarlaga, sem kveður á um að manni skuli ekki refsað fari hann út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar vegna þess að hann sé svo skelfdur eða forviða, eða þá að hann geti ekki fullkomnlega gætt sín. Að mati Ríkissaksóknara var ekkert í framburði Steinþórs sem benti til þess að ákvæðið ætti við, og því hefði hann verið ranglega sýknaður. Í ákvörðun Hæstaréttar um veitingu áfrýjunarleyfis sagði að úrlausn málsins kynni að hafa verulega þýðingu um túlkun og beitingu ákvæðisins. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að dómur Hæstaréttar var birtur.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir manndráp á Ólafsfirði Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október árið 2022. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 9. janúar 2024 16:45 Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Landsréttur féllst í dag á að Steinþór Einarsson, sem héraðsdómur hafði dæmt í átta ára fangelsi fyrir manndráp, hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann afstýrði stórhættulegri áras af hálfu hins látna. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin var talin heimil. 31. október 2024 19:39 Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Landsréttur hefur sýknað Steinþór Einarssonar, karlmann á fertugsaldri, af ákæru fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, sem var 47 ára, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. 31. október 2024 15:17 Dómari fór upp fyrir kröfur saksóknara og dómnum áfrýjað Verjandi Steinþórs Einarssonar, sem dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að verða Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október árið 2022, segir dóminn mikil vonbrigði og að honum verði áfrýjað. Athygli vekur að ákæruvaldið fór aðeins fram á fimm ára dóm. 10. janúar 2024 11:41 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
Átta ára fangelsi fyrir manndráp á Ólafsfirði Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október árið 2022. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 9. janúar 2024 16:45
Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Landsréttur féllst í dag á að Steinþór Einarsson, sem héraðsdómur hafði dæmt í átta ára fangelsi fyrir manndráp, hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann afstýrði stórhættulegri áras af hálfu hins látna. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin var talin heimil. 31. október 2024 19:39
Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Landsréttur hefur sýknað Steinþór Einarssonar, karlmann á fertugsaldri, af ákæru fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, sem var 47 ára, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. 31. október 2024 15:17
Dómari fór upp fyrir kröfur saksóknara og dómnum áfrýjað Verjandi Steinþórs Einarssonar, sem dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að verða Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október árið 2022, segir dóminn mikil vonbrigði og að honum verði áfrýjað. Athygli vekur að ákæruvaldið fór aðeins fram á fimm ára dóm. 10. janúar 2024 11:41