Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigríði Jóhannsdóttur, 56 ára. Ekkert er vitað um ferðir hennar síðan á föstudag. Sigríður, er um 170 cm á hæð, þéttvaxin og með grátt hár og rauðar strípur í axlasíðu hári. Sigríður er í talin vera klædd í gráan þunnan jakka, sem nær að hnjám, með hettu og blómaútsaum á ermum. Hún er klædd í svarta skó og með litríka hliðartösku.
Um 50 björgunarsveitarmenn leituðu að Sigríði þangað til um fjögur í nótt eftir að útkall barst laust fyrir miðnætti í gær. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Björgunarfólk gekk í hópum við leitina sem fór fram á höfuðborgarsvæðinu í grennd við heimili Sigríðar. Þá var notast við hjól og dróna.
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort leit verði haldið áfram í dag. Jón Þór biðlar til fólks að hafa samband við Neyðarlínuna í síma 112 hafi það einhverjar vísbendingar um ferðir Sigríðar.