Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2025 11:39 Bó hefur verið rödd Stöðvar 2 svo lengi sem elstu menn muna. Honum líst vel á arftaka sinn, Bjössa í Mínus, já ég þekki hann, segir Bó. Í tengslum við breytingar á útliti miðla Sýnar, þar sem vörumerkið Stöð 2 hefur verið lagt niður, hefur Björgvin Halldórsson stórsöngvari – Bó – nú lokið leik sem þulur fyrirtækisins. Hann er sáttur við það og honum lýst vel á arftaka sinn. „Já, það er kominn tími á mig. Ég hef verið að lesa frá 1992. Það er allt í góðu, í fínu lagi að ég stígi til hliðar,“ segir Björgvin í spjalli við Vísi. Björn Stefánsson leikari og tónlistarmaður mun leysa Bó af hólmi og víst að hann hefur stóra skó að fylla. „Mér lýst vel á Bjössa. Ég þekki hann vel. Bjössi í Mínus? Ég er nú hræddur um það. Hann myndar sér sinn eigin stíl og það er allt í góðu með það.“ En hefur hann það sem þarf? „Það hefur enginn það sem ég hef,“ segir Bó. Glitnir eða Lýsing? Þetta eru óneitanlega viðbrigði. Rödd Björgvins hefur verið einkennandi fyrir sjónvarpsstöðina lengi. „Voice of God“ – Röddin. Það má með góðri samvisku segja að hún sé sem límd í hlustir landsmanna. Björgvin á frækinn feril að baki hjá fyrirtækinu. Hann byrjaði þegar Íslenska útvarpsfélagið, forveri 365 og þá Sýnar, var með höfuðstöðvar uppi á Lynghálsi. Hann bjó til Bíórásina sem naut talsverðra vinsælda, var í tvö ár dagskrárstjóri Bylgjunnar – hann segist hafa verið leystur frá störfum áður, þá á miklum rósturtímum. „Já, þetta var þegar menn voru að rífast um Stöðina, dollarinn hár, menn voru að mæta á fínum bílum og þá varð til setningin: „Glitnir eða Lýsing?“ Þá var einhver „burgeis“ að mæta til vinnu, segir Bó. Getið þið ekki spilað safnplötur? Þá var mikill niðurskurður, yfirmenn boðaðir á fund, tæknistjórar og dagskrárstjórar sagt að reka tíu. „Mér leist ekki á það, þá voru í útvarpinu fallbyssur á borð við Egil Helga, Eirík Hjálmarsson, Hallgrím Thorsteinsson, Snorra Má, Sigurstein Másson og Þorgeir Ástvalds. Já, Bjarni Dagur svo einhverjir séu nefndir. Út á hvað á að selja auglýsingar? Þá sagði einhver spekingurinn í stjórninni: Getið þið ekki bara spilað safnplötur?“ Björgvin gerði samning við sjónvarpsstöðina að hann mætti ekki lesa neitt annað en dagskrárkynningar og hann hefur orðið af verulegum tekjum þess vegna, enda með frábæra rödd. Á móti finnst honum sérstakt að útvarpsmenn lesi inn á málningaauglýsingar. Þetta var á tímum Jóns Ólafssonar. Svo tíu dögum síðar var Björgvin sjálfum sagt upp og þá Páli Magnússyni útvarpsstjóra. „Jafet Ólafsson, blessuð sé minning hans, kom inn og tveimur mánuðum síðar hringdi hann í mig og sagði að ég væri sá eini sem kynni þetta,“ segir Bó. Það hefur sem sagt gengið á ýmsu. En varðandi lesturinn fyrir Stöð 2. Bó segist ekki vilja mikla sig en hann man þá tíma þegar dagskrárkynningarnar voru lesnar inn á segulband og reynt að hitta á réttan stað. „Nú er þetta sett inn á tölvur og gert af öðrum mönnum. Þetta er allt í lagi.“ Útvarpsmenn eiga ekki að lesa málningaauglýsingar Björgvin segir að lesturinn hafi verið í slumpum, en hann þurfti að vera viðbúinn dagskrárbreytingum. „Og í Covid las ég heima. Ég er með lítið stúdío hér. Og þegar ég braut mig í september í fyrra þá las ég bara hérna heima. Já, ég datt og allt stellið brotnaði, lærleggur og allt. Ég mætti nú samt á Jólagestina. Beit bara á jaxlinn.“ Fyrirtækið hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum tíðina. Þessi mynd er frá Skaftahlíðinni þar sem 365 var með starfsemi. Kapalstöðin HBO var þá samstarfsaðili Stöðvar 2 og þarna er búið að taka niður H-ið þannig að við blasir BO. Sem Björgvin telur við hæfi. Fastur lestrartími hefur verið á miðvikudögum, þá hefur Björgvin mætt og les þá slatta. En er þetta gott djobb? „Jájá. Sérstaklega fyrir mig sem söngvara. Ég er að nota vinnutækið. Ég bjó til samninginn þar sem segir að ég megi ekki lesa neitt annað. Og hef orðið af talsverðum tekjum þess vegna.“ Og Bó bætir við: „Ég hef alltaf verið á móti því að menn sem eru daglega í dagskránni séu að lesa inn á málningaauglýsingar. Þá dettur öll vigt úr þáttunum sem þeir eru með. Þetta var bannað þegar ég var dagskárstjóri,“ segir Björgvin sem er á leiðinni í sund, í gömlu Sundhöllina í Hafnarfirði. En ekki hvað? Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Vistaskipti Tímamót Tengdar fréttir Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira
„Já, það er kominn tími á mig. Ég hef verið að lesa frá 1992. Það er allt í góðu, í fínu lagi að ég stígi til hliðar,“ segir Björgvin í spjalli við Vísi. Björn Stefánsson leikari og tónlistarmaður mun leysa Bó af hólmi og víst að hann hefur stóra skó að fylla. „Mér lýst vel á Bjössa. Ég þekki hann vel. Bjössi í Mínus? Ég er nú hræddur um það. Hann myndar sér sinn eigin stíl og það er allt í góðu með það.“ En hefur hann það sem þarf? „Það hefur enginn það sem ég hef,“ segir Bó. Glitnir eða Lýsing? Þetta eru óneitanlega viðbrigði. Rödd Björgvins hefur verið einkennandi fyrir sjónvarpsstöðina lengi. „Voice of God“ – Röddin. Það má með góðri samvisku segja að hún sé sem límd í hlustir landsmanna. Björgvin á frækinn feril að baki hjá fyrirtækinu. Hann byrjaði þegar Íslenska útvarpsfélagið, forveri 365 og þá Sýnar, var með höfuðstöðvar uppi á Lynghálsi. Hann bjó til Bíórásina sem naut talsverðra vinsælda, var í tvö ár dagskrárstjóri Bylgjunnar – hann segist hafa verið leystur frá störfum áður, þá á miklum rósturtímum. „Já, þetta var þegar menn voru að rífast um Stöðina, dollarinn hár, menn voru að mæta á fínum bílum og þá varð til setningin: „Glitnir eða Lýsing?“ Þá var einhver „burgeis“ að mæta til vinnu, segir Bó. Getið þið ekki spilað safnplötur? Þá var mikill niðurskurður, yfirmenn boðaðir á fund, tæknistjórar og dagskrárstjórar sagt að reka tíu. „Mér leist ekki á það, þá voru í útvarpinu fallbyssur á borð við Egil Helga, Eirík Hjálmarsson, Hallgrím Thorsteinsson, Snorra Má, Sigurstein Másson og Þorgeir Ástvalds. Já, Bjarni Dagur svo einhverjir séu nefndir. Út á hvað á að selja auglýsingar? Þá sagði einhver spekingurinn í stjórninni: Getið þið ekki bara spilað safnplötur?“ Björgvin gerði samning við sjónvarpsstöðina að hann mætti ekki lesa neitt annað en dagskrárkynningar og hann hefur orðið af verulegum tekjum þess vegna, enda með frábæra rödd. Á móti finnst honum sérstakt að útvarpsmenn lesi inn á málningaauglýsingar. Þetta var á tímum Jóns Ólafssonar. Svo tíu dögum síðar var Björgvin sjálfum sagt upp og þá Páli Magnússyni útvarpsstjóra. „Jafet Ólafsson, blessuð sé minning hans, kom inn og tveimur mánuðum síðar hringdi hann í mig og sagði að ég væri sá eini sem kynni þetta,“ segir Bó. Það hefur sem sagt gengið á ýmsu. En varðandi lesturinn fyrir Stöð 2. Bó segist ekki vilja mikla sig en hann man þá tíma þegar dagskrárkynningarnar voru lesnar inn á segulband og reynt að hitta á réttan stað. „Nú er þetta sett inn á tölvur og gert af öðrum mönnum. Þetta er allt í lagi.“ Útvarpsmenn eiga ekki að lesa málningaauglýsingar Björgvin segir að lesturinn hafi verið í slumpum, en hann þurfti að vera viðbúinn dagskrárbreytingum. „Og í Covid las ég heima. Ég er með lítið stúdío hér. Og þegar ég braut mig í september í fyrra þá las ég bara hérna heima. Já, ég datt og allt stellið brotnaði, lærleggur og allt. Ég mætti nú samt á Jólagestina. Beit bara á jaxlinn.“ Fyrirtækið hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum tíðina. Þessi mynd er frá Skaftahlíðinni þar sem 365 var með starfsemi. Kapalstöðin HBO var þá samstarfsaðili Stöðvar 2 og þarna er búið að taka niður H-ið þannig að við blasir BO. Sem Björgvin telur við hæfi. Fastur lestrartími hefur verið á miðvikudögum, þá hefur Björgvin mætt og les þá slatta. En er þetta gott djobb? „Jájá. Sérstaklega fyrir mig sem söngvara. Ég er að nota vinnutækið. Ég bjó til samninginn þar sem segir að ég megi ekki lesa neitt annað. Og hef orðið af talsverðum tekjum þess vegna.“ Og Bó bætir við: „Ég hef alltaf verið á móti því að menn sem eru daglega í dagskránni séu að lesa inn á málningaauglýsingar. Þá dettur öll vigt úr þáttunum sem þeir eru með. Þetta var bannað þegar ég var dagskárstjóri,“ segir Björgvin sem er á leiðinni í sund, í gömlu Sundhöllina í Hafnarfirði. En ekki hvað? Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Vistaskipti Tímamót Tengdar fréttir Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira
Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30