Sané fær ofurlaun hjá Galatasaray Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2025 23:32 Sané í leik gegn Galatasaray. ANP/Getty Images Leroy Sané, þýskur landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi leikmaður meistara Bayern München, mun semja við Galatasaray í Tyrklandi þegar samningur hans í Þýskalandi rennur út. Hinn 29 ár agamli Sané, sem hefur einnig leikið með Manchester City á annars glæstum ferli, er að margra mati of ungur til að fara til Tyrklands. Lengi vel hafa aldnar ofurstjörnur stærstu deilda Evrópu horft til Tyrklands í von um huggulegan launapakka, tiltölulega þægilega deild en þó gríðarlega ástríðufyllt andrúmsloft. Undanfarin misseri hefur Sádi-Arabía komið inn sem eftirsóttasti kosturinn en það er þó aðallega vegna gríðarlegra hárra launa. Andrúmsloftið á mörgum leikjum minnir nefnilega meira á Bestu deildina heldur en stærstu deildir Evrópu. The Athletic greinir hins vegar frá að Sané sé við það að skrifa undir þriggja ára samning við Tyrklandsmeistara Galatasaray. Samningurinn gildir til þriggja ára og hljóðar upp á 15 milljónir evra á ári eftir skatt eða 2,2 milljarða íslenskra króna. Leroy Sané cutting inside ⚡#UCL pic.twitter.com/TOwrwSoCuV— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) June 11, 2025 Á ferli sínum hefur Sané orðið Englandsmeistari í tvígang, einu sinni enskur bikarmeistari og þrívegis enskur deildarbikarmeistari. Hann hefur orðið Þýskalandsmeistari fjórum sinnum, tvívegis unnið þýska Ofurbikarinn og Ofurbikar Evrópu einu sinni ásamt því að sigra HM félagsliða með Bayern árið 2020. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Hinn 29 ár agamli Sané, sem hefur einnig leikið með Manchester City á annars glæstum ferli, er að margra mati of ungur til að fara til Tyrklands. Lengi vel hafa aldnar ofurstjörnur stærstu deilda Evrópu horft til Tyrklands í von um huggulegan launapakka, tiltölulega þægilega deild en þó gríðarlega ástríðufyllt andrúmsloft. Undanfarin misseri hefur Sádi-Arabía komið inn sem eftirsóttasti kosturinn en það er þó aðallega vegna gríðarlegra hárra launa. Andrúmsloftið á mörgum leikjum minnir nefnilega meira á Bestu deildina heldur en stærstu deildir Evrópu. The Athletic greinir hins vegar frá að Sané sé við það að skrifa undir þriggja ára samning við Tyrklandsmeistara Galatasaray. Samningurinn gildir til þriggja ára og hljóðar upp á 15 milljónir evra á ári eftir skatt eða 2,2 milljarða íslenskra króna. Leroy Sané cutting inside ⚡#UCL pic.twitter.com/TOwrwSoCuV— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) June 11, 2025 Á ferli sínum hefur Sané orðið Englandsmeistari í tvígang, einu sinni enskur bikarmeistari og þrívegis enskur deildarbikarmeistari. Hann hefur orðið Þýskalandsmeistari fjórum sinnum, tvívegis unnið þýska Ofurbikarinn og Ofurbikar Evrópu einu sinni ásamt því að sigra HM félagsliða með Bayern árið 2020.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira