Tilfinningaþrungin ræða á þingi SÞ: „Stolt, fötluð, og óendanlega þakklát“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júní 2025 22:27 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sótti árlegan fund Sameinuðu þjóðanna um samning þeirra um réttindi fatlaðs fólks. Skjáskot „Dömur mínar og herrar. Ég heiti Inga Sæland. Ég er lögblind. Ég hef minna en 10 prósent sjón, hef aldrei ekið bíl eða séð haustlitina. En ég er félags- og húsnæðismálaráðherra - fyrsta manneskjan með fötlun sem gegnir ráðherraembætti á Íslandi.“ Með þessum orðum hóf Inga Sæland ræðu sem hún hélt á árlegum fundi aðildarríkja Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú er hafið í New York. Í ávarpi sínu fór Inga yfir lífshlaup sitt og sagði frá sinni eigin fötlun og áskorunum sem hún hefur mætt sökum hennar. „Ég mun aldrei eignast eiginmann eða börn“ „Þegar ég var barn, veiktist ég alvarlega og missti nánast alla sjón.“ „Ég ólst upp í litlu sjávarplássi og skammaðist mín fyrir að vera blind. Ég var öðruvísi – og var lögð í einelti. Ég gat ekki varið mig, sá hvorki snjóboltana né steinana sem var kastað í mig. Mig dreymdi um menntun en ég sá ekki stafina í kennslubókunum og flosnaði upp úr skóla,“ sagði hún. „Svona verður þetta að eilífu. Ég mun aldrei eiga eiginmann eða eignast börn.“ Segir hún svo frá því að hún hafi kynnst eiginmanni sínum og eignast með honum fjögur börn. Maður hennar hafi svo lent í slysi og orðið öryrki. Inga Sæland ásamt Eiði Welding, fulltrúa ungÖBÍ, og Önnu Jóhannsdóttur, fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.Stjórnarráðið „Fátæktin var miskunnarlaus. Sonur minn var efnilegur fótboltamaður en við höfðum ekki efni á skóm. Hann spilaði í gömlum skóm sem voru svo þröngir að táneglurnar duttu af honum. Litlu stelpuna mína dreymdi um að læra á fiðlu en það var utan seilingar. Elsta son minn langaði til að halda áfram námi en við áttum ekki fyrir strætókorti til að hann kæmist í skólann.“ Stolt, fötluð og þakklát Inga segir svo frá því að hún hafi áratugum saman upplifað að hún ætti ekki stað í samfélaginu, en loksins hafi hindrunum verið rutt úr vegi. Hún hafi fengið akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og fengið aðstoð við að sjá orðin á blaðinu. „Þökk sé þessu lauk ég laganámi þegar ég var 56 ára!“ sagði hún og uppskar lófatak. „Reynsla mín hefur kennt mér að þegar við breytum viðhorfi samfélagsins gagnvart fötlun getum við breytt lífi fólks og opnað nýjar dyr. Draumar mínir rættust þökk sé stuðningnum sem ég fékk – og réttindunum sem ég fékk loksins að njóta. Réttindunum sem þessi sáttmáli – sem er mér svo kær – setur svo skýrt fram,“ sagði hún. „Og hér er ég nú. Tilbúin að brjóta niður múrana sem enn hamla því að fatlað fólk fái virkjað allan sinn mannauð.“ „Stolt. Fötluð. Og óendanlega þakklát.“ „Ekkert um okkur án okkar. Takk fyrir.“ Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira
Með þessum orðum hóf Inga Sæland ræðu sem hún hélt á árlegum fundi aðildarríkja Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú er hafið í New York. Í ávarpi sínu fór Inga yfir lífshlaup sitt og sagði frá sinni eigin fötlun og áskorunum sem hún hefur mætt sökum hennar. „Ég mun aldrei eignast eiginmann eða börn“ „Þegar ég var barn, veiktist ég alvarlega og missti nánast alla sjón.“ „Ég ólst upp í litlu sjávarplássi og skammaðist mín fyrir að vera blind. Ég var öðruvísi – og var lögð í einelti. Ég gat ekki varið mig, sá hvorki snjóboltana né steinana sem var kastað í mig. Mig dreymdi um menntun en ég sá ekki stafina í kennslubókunum og flosnaði upp úr skóla,“ sagði hún. „Svona verður þetta að eilífu. Ég mun aldrei eiga eiginmann eða eignast börn.“ Segir hún svo frá því að hún hafi kynnst eiginmanni sínum og eignast með honum fjögur börn. Maður hennar hafi svo lent í slysi og orðið öryrki. Inga Sæland ásamt Eiði Welding, fulltrúa ungÖBÍ, og Önnu Jóhannsdóttur, fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.Stjórnarráðið „Fátæktin var miskunnarlaus. Sonur minn var efnilegur fótboltamaður en við höfðum ekki efni á skóm. Hann spilaði í gömlum skóm sem voru svo þröngir að táneglurnar duttu af honum. Litlu stelpuna mína dreymdi um að læra á fiðlu en það var utan seilingar. Elsta son minn langaði til að halda áfram námi en við áttum ekki fyrir strætókorti til að hann kæmist í skólann.“ Stolt, fötluð og þakklát Inga segir svo frá því að hún hafi áratugum saman upplifað að hún ætti ekki stað í samfélaginu, en loksins hafi hindrunum verið rutt úr vegi. Hún hafi fengið akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og fengið aðstoð við að sjá orðin á blaðinu. „Þökk sé þessu lauk ég laganámi þegar ég var 56 ára!“ sagði hún og uppskar lófatak. „Reynsla mín hefur kennt mér að þegar við breytum viðhorfi samfélagsins gagnvart fötlun getum við breytt lífi fólks og opnað nýjar dyr. Draumar mínir rættust þökk sé stuðningnum sem ég fékk – og réttindunum sem ég fékk loksins að njóta. Réttindunum sem þessi sáttmáli – sem er mér svo kær – setur svo skýrt fram,“ sagði hún. „Og hér er ég nú. Tilbúin að brjóta niður múrana sem enn hamla því að fatlað fólk fái virkjað allan sinn mannauð.“ „Stolt. Fötluð. Og óendanlega þakklát.“ „Ekkert um okkur án okkar. Takk fyrir.“
Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira